Fluglest óraunhæfur valkostur Sigurður P. Sigmundsson skrifar 10. janúar 2023 07:31 Merkilegt að nokkrir óveðursdagar á suðvesturhorni landsins skuli hafa vakið upp umræðu um hraðlest milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur. Þessi svokallaða fluglest var mest í umræðunni árið 2014 í kjölfar skýrslu áhugahóps um málið. Í nýlegu viðtali við Bylgjuna staðhæfir Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar, að málið hafi strandað á Hafnarfjarðarbæ sem hafi ekki verið til viðræðu um samninga um skipulagsmál. Það tel ég vera mikla einföldun. Þessi hugmynd var einfaldlega að mati flestra talin óraunhæf og framkvæmdin alltof kostnaðarsöm. Í skýrslu áhugahópsins segir að stærstu óvissuþættirnir við mat á arðsemi verkefnisins séu stofnkostnaður og fjöldi farþega. Skoðum það aðeins nánar. Þannig er gert ráð fyrir mikilli og stöðugri fjölgun flugfarþega og að 50% allra ferðamanna í millilandaflugi muni nýta sér lestina. Þetta verður að telja nokkra bjartsýni. Ísland gæti dottið úr tísku sem áfangastaður og Íslendingar eru vanafastir. Erfitt er að stjórna kauphegðun ferðamanna sem ekki endilega leggja kapp á að komast milli staða á sem stystum tíma. Velja hugsanlega frekar bílaleigubíl eða eru í pakkaferðum þar sem rútuferð er innifalin. Ef ekkert millistopp er á leiðinni til endastöðvarinnar í Vatnsmýri mun það væntanlega draga úr áhuga Hafnfirðinga, Garðbæinga og Kópavogsbúa á að nýta sér lestina. Aðalatriðið er hins vegar það að íbúar á Suðurnesjum, og í raun landinu öllu, eru alltof fáir og það eru takmörk á því hversu mikið flugumferð til Keflavíkurflugvallar getur aukist í næstu framtíð sem valda því að rekstur fluglestarinnar er ólíklegur til að borga sig. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að lengd lestarteina verði 47 km frá Reykjanesbæ að Vatnsmýrinni. Lestarteinar verði ofanjarðar að Straumsvík og fari þá í 12-14 km undirgöng alla leiðina í Vatnsmýrina. Í skýrslunni segir að stærsti áhættuþátturinn við gerð jarðgangna tengist oftast vatnsinnrennsli og lélegu bergi. Einmitt það. Þennan veigamikla þátt þarf að rannsaka miklu betur. Fyrir liggur þó að í Hafnarfirði og Garðabæ er víðast hvar að finna hraun og undir því móbergsmyndanir en þessi berglög eru gisin og henta síður til gangnagerðar en þar sem eru grágrýtislög. Upphaflega var gert ráð fyrir því að stofnkostnaður yrði á bilinu rúmlega kr. 100 milljarðar en gera má ráð fyrir að kostnaðurinn á núvirði færi í kr. 200 – 300 milljaða, allt eftir því hversu mikil tenging yrði við borgarlínuna. Og þá er ótalinn rekstrarkostnaðurinn sem er hár í slíkri starfsemi. Skipulag höfuðborgarsvæðisins hefur aldrei gert ráð fyrir lestarsamgöngum, kannski því miður. Þess vegna er ekkert pláss ofanjarðar fyrir lestarteina. Bygging lestargangna undir höfuðborgarsvæðið myndi valda miklu raski. Eru íbúar tilbúnir að láta það yfir sig ganga? Í mínum huga er engum greiði gerður með því að gera umræðu um fluglestina hátt undir höfði því svo óraunhæf er hún. Gefum okkur að sveitarfélögin myndu gera allt til að breyta skipulagi sínu svo af þessu geti orðið. Hvað þá með fjármögnunina en hingað til hefur verið gert ráð fyrir einkafjármögnun. Stjórnvöld hafa ekki haft þennan möguleika til skoðunar enn sem komið er. Er líklegt að fjárfestar séu tilbúnir til að leggja allt að kr. 300 milljarða í slíka framkvæmd með þeirri óvissu sem fylgir? Ég vildi gjarnan sjá framan í þá fjárfesta. Vissulega þarf að bæta samgöngur víðast hvar á landinu en verum skynsöm í þeim umbótum. Höfundur er hagfræðingur og býr í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Merkilegt að nokkrir óveðursdagar á suðvesturhorni landsins skuli hafa vakið upp umræðu um hraðlest milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur. Þessi svokallaða fluglest var mest í umræðunni árið 2014 í kjölfar skýrslu áhugahóps um málið. Í nýlegu viðtali við Bylgjuna staðhæfir Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar, að málið hafi strandað á Hafnarfjarðarbæ sem hafi ekki verið til viðræðu um samninga um skipulagsmál. Það tel ég vera mikla einföldun. Þessi hugmynd var einfaldlega að mati flestra talin óraunhæf og framkvæmdin alltof kostnaðarsöm. Í skýrslu áhugahópsins segir að stærstu óvissuþættirnir við mat á arðsemi verkefnisins séu stofnkostnaður og fjöldi farþega. Skoðum það aðeins nánar. Þannig er gert ráð fyrir mikilli og stöðugri fjölgun flugfarþega og að 50% allra ferðamanna í millilandaflugi muni nýta sér lestina. Þetta verður að telja nokkra bjartsýni. Ísland gæti dottið úr tísku sem áfangastaður og Íslendingar eru vanafastir. Erfitt er að stjórna kauphegðun ferðamanna sem ekki endilega leggja kapp á að komast milli staða á sem stystum tíma. Velja hugsanlega frekar bílaleigubíl eða eru í pakkaferðum þar sem rútuferð er innifalin. Ef ekkert millistopp er á leiðinni til endastöðvarinnar í Vatnsmýri mun það væntanlega draga úr áhuga Hafnfirðinga, Garðbæinga og Kópavogsbúa á að nýta sér lestina. Aðalatriðið er hins vegar það að íbúar á Suðurnesjum, og í raun landinu öllu, eru alltof fáir og það eru takmörk á því hversu mikið flugumferð til Keflavíkurflugvallar getur aukist í næstu framtíð sem valda því að rekstur fluglestarinnar er ólíklegur til að borga sig. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að lengd lestarteina verði 47 km frá Reykjanesbæ að Vatnsmýrinni. Lestarteinar verði ofanjarðar að Straumsvík og fari þá í 12-14 km undirgöng alla leiðina í Vatnsmýrina. Í skýrslunni segir að stærsti áhættuþátturinn við gerð jarðgangna tengist oftast vatnsinnrennsli og lélegu bergi. Einmitt það. Þennan veigamikla þátt þarf að rannsaka miklu betur. Fyrir liggur þó að í Hafnarfirði og Garðabæ er víðast hvar að finna hraun og undir því móbergsmyndanir en þessi berglög eru gisin og henta síður til gangnagerðar en þar sem eru grágrýtislög. Upphaflega var gert ráð fyrir því að stofnkostnaður yrði á bilinu rúmlega kr. 100 milljarðar en gera má ráð fyrir að kostnaðurinn á núvirði færi í kr. 200 – 300 milljaða, allt eftir því hversu mikil tenging yrði við borgarlínuna. Og þá er ótalinn rekstrarkostnaðurinn sem er hár í slíkri starfsemi. Skipulag höfuðborgarsvæðisins hefur aldrei gert ráð fyrir lestarsamgöngum, kannski því miður. Þess vegna er ekkert pláss ofanjarðar fyrir lestarteina. Bygging lestargangna undir höfuðborgarsvæðið myndi valda miklu raski. Eru íbúar tilbúnir að láta það yfir sig ganga? Í mínum huga er engum greiði gerður með því að gera umræðu um fluglestina hátt undir höfði því svo óraunhæf er hún. Gefum okkur að sveitarfélögin myndu gera allt til að breyta skipulagi sínu svo af þessu geti orðið. Hvað þá með fjármögnunina en hingað til hefur verið gert ráð fyrir einkafjármögnun. Stjórnvöld hafa ekki haft þennan möguleika til skoðunar enn sem komið er. Er líklegt að fjárfestar séu tilbúnir til að leggja allt að kr. 300 milljarða í slíka framkvæmd með þeirri óvissu sem fylgir? Ég vildi gjarnan sjá framan í þá fjárfesta. Vissulega þarf að bæta samgöngur víðast hvar á landinu en verum skynsöm í þeim umbótum. Höfundur er hagfræðingur og býr í Hafnarfirði.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar