Neyðarástand er dauðans alvara Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 9. janúar 2023 14:31 Það er þyngra en tárum taki að sökum vanfjármögnunar og skorts á heilbrigðisstarfsfólki hafi myndast grafalvarlegt ástand á bráðamóttöku Landspítalans um jólin. Ástandið er dauðans alvara og á ábyrgð stjórnvalda. Þau hafa vitað af ástandinu á bráðamóttöku Landsspítalans ekki bara svo mánuðum skiptir, heldur árum saman. Að sjúklingur sé sendur heim og að hann látist nokkrum klukkustundum síðar er grafalvarlegt mál sem átti aldrei að eiga sér stað. Heilsa og öryggi borgaranna á að vera forgangsverkefni stjórnvalda. Hvort þetta neyðarástand á bráðamóttökunni hafi leitt til andláts mannsins eða mannleg mistök er mál sem verður að upplýsa og rannsaka til hlítar. Þá hefur fækkað stórlega í hópi lækna á bráðamóttöku Landspítala og hafa uppsagnir hjúkrunarfræðinga skipt tugum og það þrátt fyrir ítrekað ákall þeirra og læknanna um aðgerðir strax vegna ástandsins.Starfsfólk bráðamóttöku sinnir meira en helmingi fleiri sjúklingum en pláss er fyrir og verða fyrir vikið að vinna margfalt hraðar er óásættanlegt ástand fyrir starfsmenn og ávísun á mistök. Það er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þá fara samskipti við sjúklinga í síauknum mæli fram á gangi fyrir framan aðra sjúklinga og það um mjög viðkvæm málefni.Hvers vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna áratuga leyft ástandinu í heilbrigðismálum að verða að þessu neyðarástandi? Fyrir 50 árum gat maður farið á bráðamóttöku Borgarspítalans og fengið þjónustu á einni klukkustund. En í dag gefst fólk upp eftir margra klukkustunda bið.Núna er einnig um mánaðar bið eða lengri eftir heimilislækni, en áður fyrr fékk maður tíma hjá honum samdægurs eða daginn eftir. Áður fyrr voru sjúkrahús í hverjum landsfjórðungi og veikt fólk fékk þjónustu í nærumhverfi, en verða nú að fara um langan veg og það í misjöfnu veðri.Hvenær og hvers vegna hætti þetta góða kerfi að virka og fór inn á þessa skelfilegu neyðarbraut sem veldur óbætanlegum skaða á veiku fólki? Hvers vegna vilja ekki um eitt þúsund hjúkrunarfræðingar starfa við þá vinnu sem þeir hafa menntað sig í? Það er ekki rétt lausn að mennta fleiri. Það þarf að ná til þeirra sem ekki starfa í faginu með samningum um betri starfsumhverfi og kjör sem er lausnin á vandanum og þá einnig að semja við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara strax. Oft hefur verið þörf, en nú er lífsnauðsynlegt að við tökum höndum saman og forgangsröðum rétt og segjum fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er Þingflokksformaður Flokk fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er þyngra en tárum taki að sökum vanfjármögnunar og skorts á heilbrigðisstarfsfólki hafi myndast grafalvarlegt ástand á bráðamóttöku Landspítalans um jólin. Ástandið er dauðans alvara og á ábyrgð stjórnvalda. Þau hafa vitað af ástandinu á bráðamóttöku Landsspítalans ekki bara svo mánuðum skiptir, heldur árum saman. Að sjúklingur sé sendur heim og að hann látist nokkrum klukkustundum síðar er grafalvarlegt mál sem átti aldrei að eiga sér stað. Heilsa og öryggi borgaranna á að vera forgangsverkefni stjórnvalda. Hvort þetta neyðarástand á bráðamóttökunni hafi leitt til andláts mannsins eða mannleg mistök er mál sem verður að upplýsa og rannsaka til hlítar. Þá hefur fækkað stórlega í hópi lækna á bráðamóttöku Landspítala og hafa uppsagnir hjúkrunarfræðinga skipt tugum og það þrátt fyrir ítrekað ákall þeirra og læknanna um aðgerðir strax vegna ástandsins.Starfsfólk bráðamóttöku sinnir meira en helmingi fleiri sjúklingum en pláss er fyrir og verða fyrir vikið að vinna margfalt hraðar er óásættanlegt ástand fyrir starfsmenn og ávísun á mistök. Það er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þá fara samskipti við sjúklinga í síauknum mæli fram á gangi fyrir framan aðra sjúklinga og það um mjög viðkvæm málefni.Hvers vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna áratuga leyft ástandinu í heilbrigðismálum að verða að þessu neyðarástandi? Fyrir 50 árum gat maður farið á bráðamóttöku Borgarspítalans og fengið þjónustu á einni klukkustund. En í dag gefst fólk upp eftir margra klukkustunda bið.Núna er einnig um mánaðar bið eða lengri eftir heimilislækni, en áður fyrr fékk maður tíma hjá honum samdægurs eða daginn eftir. Áður fyrr voru sjúkrahús í hverjum landsfjórðungi og veikt fólk fékk þjónustu í nærumhverfi, en verða nú að fara um langan veg og það í misjöfnu veðri.Hvenær og hvers vegna hætti þetta góða kerfi að virka og fór inn á þessa skelfilegu neyðarbraut sem veldur óbætanlegum skaða á veiku fólki? Hvers vegna vilja ekki um eitt þúsund hjúkrunarfræðingar starfa við þá vinnu sem þeir hafa menntað sig í? Það er ekki rétt lausn að mennta fleiri. Það þarf að ná til þeirra sem ekki starfa í faginu með samningum um betri starfsumhverfi og kjör sem er lausnin á vandanum og þá einnig að semja við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara strax. Oft hefur verið þörf, en nú er lífsnauðsynlegt að við tökum höndum saman og forgangsröðum rétt og segjum fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er Þingflokksformaður Flokk fólksins.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar