Segir framtíð sína hjá félaginu ekki vera í sínum höndum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. janúar 2023 23:31 Frank Lampard hafði engan áhuga á því að ræða framtíð sína hjá Everton eftir að liðið féll úr leik í FA-bikarnum. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, var eðlilega súr og svekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Manchester United í FA-bikarnum í kvöld. Eftir slæmt gengi liðsins á tímabilinu velta margir fyrir sér hvort þjálfarinn sé við það að missa vinnuna, en Lampard segir það ekki vera í sínum höndum. „Mér fannst við eiga meira skilið. Leikmennirnir voru virkilega góðir þegar við horfum á skipulag, leikplan og vinnuframlag,“ sagði Lampard í leikslok. „Þetta eru hlutir sem eiga að vera grundvallaratriði í fótbolta, en fólk dregur það í efa þegar við höfum spilað eins og við höfum verið að spila í undanförnum leikjum.“ „Við vorum virkilega góðir og mér fannst við skapa betri færi. Við fengum færi og mark dæmt af okkur. Marcus Rashford var líklega sá sem skildi liðin að í dag. Einstaklingsgæði eins og hann býr yfir geta gert þetta.“ Þá segir Lampard að það sé ekki hans að ákveða hvort hann muni halda starfi sínu sem þjálfari Everton. „Það er ekki í mínúm höndum,“ sagði þjálfarinn aðspurður að því hvort hann teldi að hann væri við það að missa vinnuna. „Það er ekki mitt að einblína á það. Mitt hlutverk er að einblína á það sem ég sá í kvöld og þetta var frammistaða sem allir þjálfarar vilja sjá. Liðið var með frábært hugarfar og einbeitingin var í lagi. Nú einbeitum við okkur að leiknum gegn Southampton.“ „Deildin getur breyst mjög hratt og þegar það koma nokkrir leikir í röð þar sem þér gengur illa þá þarftu að leggja þig allann fram til að koma þér úr því ástandi.“ „Ég vil ekki tala um mína framtíð. Ég vil bara tala um leikmennina og hversu vel þeir spiluðu. Ég er að einbeita mér að liðinu og að ná í úrslit gegn Southampton,“ sagði Lampard að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðu umferð Manchester United varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðu umferð FA-bikarsins er liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í úrvalsdeildarslag. 6. janúar 2023 21:57 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
„Mér fannst við eiga meira skilið. Leikmennirnir voru virkilega góðir þegar við horfum á skipulag, leikplan og vinnuframlag,“ sagði Lampard í leikslok. „Þetta eru hlutir sem eiga að vera grundvallaratriði í fótbolta, en fólk dregur það í efa þegar við höfum spilað eins og við höfum verið að spila í undanförnum leikjum.“ „Við vorum virkilega góðir og mér fannst við skapa betri færi. Við fengum færi og mark dæmt af okkur. Marcus Rashford var líklega sá sem skildi liðin að í dag. Einstaklingsgæði eins og hann býr yfir geta gert þetta.“ Þá segir Lampard að það sé ekki hans að ákveða hvort hann muni halda starfi sínu sem þjálfari Everton. „Það er ekki í mínúm höndum,“ sagði þjálfarinn aðspurður að því hvort hann teldi að hann væri við það að missa vinnuna. „Það er ekki mitt að einblína á það. Mitt hlutverk er að einblína á það sem ég sá í kvöld og þetta var frammistaða sem allir þjálfarar vilja sjá. Liðið var með frábært hugarfar og einbeitingin var í lagi. Nú einbeitum við okkur að leiknum gegn Southampton.“ „Deildin getur breyst mjög hratt og þegar það koma nokkrir leikir í röð þar sem þér gengur illa þá þarftu að leggja þig allann fram til að koma þér úr því ástandi.“ „Ég vil ekki tala um mína framtíð. Ég vil bara tala um leikmennina og hversu vel þeir spiluðu. Ég er að einbeita mér að liðinu og að ná í úrslit gegn Southampton,“ sagði Lampard að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðu umferð Manchester United varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðu umferð FA-bikarsins er liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í úrvalsdeildarslag. 6. janúar 2023 21:57 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Manchester United fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðu umferð Manchester United varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðu umferð FA-bikarsins er liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í úrvalsdeildarslag. 6. janúar 2023 21:57