Þrjú sveitarfélög hafna boði N4 um samstarf við fréttaflutning Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2023 13:41 Fyrir liggur að þrjú sveitarfélög á Norðurlandi hafa hafnað boði Maríu Bjarkar Ingvadóttur fyrir hönd N4 þess efnist að hefja samtal um aukið fjármagn frá þeim til dagskrárgerðar og fréttaflutnings af svæðinu. vísir/tryggvi Þrjú sveitarfélög, Norðurþing, Akureyri og Fjallabyggð, sem flokkast sem markaðssvæði sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Norðurlandi, hafa hafnað erindi Maríu Bjarkar Ingvadóttur framkvæmdastjóra N4, um að hefja samtal um samstarf um fréttaflutning. Í athyglisverðu bréfi sem María Björk ritar sveitarstjórnum og sendi sveitarfélögum á Norðurlandi eystra í byrjun síðasta mánaðar, þakkar hún þeim framlag þeirra til „fjölmiðlunar af svæðinu“ sem nemur samkvæmt bókahaldi N4 tæpum 4,6 milljónum króna. Þegar sé búið að taka upp allt efni og byrjað að sýna í þættinum „Að norðan það sem um var samið“. Ef N4 loki sé ekkert nema eitt og eitt innslag í Landanum María Björk segir N4 standa frammi fyrir „stórum sem snýr að fjölmiðlun frá landsbyggðunum en síðustu ár hefur N4 framleitt og sýnt 350-400 þætti á ári, sem er sú krafa sem gerð er til að geta fallið undir forsendur fjölmiðlastyrksins.“ Hún segir áhorfið á N4 gott en ekki fari saman aukið áhorf og tekjur. Auglýsingatekjur fari minnkandi og fimmtíu prósent þeirra fari í erlendar veitur. Þá segir hún að erfiðleikar í rekstri nokkurra sveitarfélaga bitni á þáttagerð frá þeim svæðum og minnkandi tekjur af kostunum á þáttum sem geri einnig að verkum að útlitið sé mjög dökkt yfir rekstri N4 á næsta ári. Erindi Maríu Bjarkar til sveitarstjórnanna er dagsett 9. desember, sem er viku eftir að hún skrifaði bréf til fjárlaganefndar sem leiddi til þess að Bjarkey Olsen og meirihluti fjárlaganefndar ákvað að eyrnamerkja N4 hundrað milljónir króna. Nefndin var svo gerð afturreka með þá fyrirætlan sína og fer sú upphæð í sameiginlegan pott sem notaður hefur verið til að styrkja fjölmiðla á markaði. Meðal þess sem vakti athygli í því máli var sú staðreynd að mágur Maríu Bjarkar, Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki, á sæti í meirihluta fjárlaganefndar sem samþykkti styrkveitinguna. „Tillaga Fjárlaganefndar að setja upp sjóð til að efla sjónvarpsþáttagerð af landsbyggðunum er þó ljósið í myrkinu. Útfærslan er eftir og hvort N4 fær eitthvað, allt eða ekkert á eftir að koma í ljós,“ segir María Björk. Hún í beinu framhaldi eftir standi að kanna áhuga sveitarfélaga á Norðurlandi eystra „til þess að leggja sín lóð á vogarskálarnar um að leggja ekki árar í bát, heldur sækja fast fram í að efla þáttagerð, umfjöllun og fréttir af svæðinu. Það er ljóst að ef N4 þarf að loka verður stutt í að landsbyggðirnar þurfi að reiða sig alfarið á fjársvelta staðarmiðla og sífellt minni umfjallanir nema beinharðar fréttir frá RÚV, og eitt og eitt innslag í Landann.“ Sveitarfélögin hafna samstarfi að svo stöddu María Björk segir aðra miðla ekki hafa nokkrar „skyldur við landsbyggðirnar“. Þá býður framkvæmdastjórinn sveitarfélögunum, saman eða hvert í sínu lagi, að koma til viðræðna um að stórefla fjölmiðlun frá svæðinu. Til dæmis „með því að gera það að áhersluverkefni næstu 3ja ára.“ Byggðaráð Norðurþings hefur fyrir sína parta afgreitt erindi Maríu Bjarkar með neikvæðum hætti á fundi sínum í vikunni: „Byggðarráð þakkar N4 fyrir erindið en telur sér ekki fært að gera svo viðamikinn samning við einn fjölmiðil,“ segir meðal annars í fundargerð. Sama máli gegnir um Akureyrarbæ: „Bæjarráð þakkar gott boð og góða umfjöllun um svæðið en getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.“ Og að endingu er það Fjallabyggð en í fundargerð frá 3. þessa mánaðar segir að Fjallabyggð sé sem stendur í verkefni með N4 og hyggst klára það áður en farið verður í frekari verkefni, eins og það er orðað. Bæjarráð Fjallabyggðar ályktar og leggur til við Alþingi og ríkisstjórn í ljósi þess að ákveðið hefur verið styrkja einkarekna fjölmiðla, „að tryggja og skilyrða ákveðið fjármagn til fjölmiðlunar og dagskrárgerðar á landsbyggðinni. Einnig hvetur bæjarráð Fjallabyggðar stjórnvöld til þess að skattleggja sérstaklega auglýsingatekjur erlendra streymisveitna og tryggja þannig nauðsynlegt fjármagn til innlendrar dagskrárgerðar.“ Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Alþingi Sveitarstjórnarmál Norðurþing Akureyri Fjallabyggð Tengdar fréttir „Þetta er bara mjög óheppilegt“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir afgreiðslu meirihluta fjárlaganefndar á viðbótarstyrkjum, sem ætlaðir voru sjónvarpsframleiðslu á landsbyggðinni, óheppilega. 16. desember 2022 15:01 Segir framkomu fjárlaganefndar í N4-málinu ekkert annað en skandal Þingflokksformaður Viðreisnar segir vinnubrögð meirihluta fjárlaganefndar vegna 100 milljóna fjárstuðnings við N4 vera skandal. Stefnt er að því að ljúka þingstörfum fyrir jól í dag en það gæti þó dregist fram á morgundaginn. 16. desember 2022 14:57 Sluppu fyrir horn frá lagabroti með eftiráskýringum í N4-málinu Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að gerningur fjárlaganefndar vegna fyrirhugaðs styrks til N4 sjónvarpsstöðvarinnar á Akureyri brjóti í bága við lög um opinber fjármál. 16. desember 2022 13:14 Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Í athyglisverðu bréfi sem María Björk ritar sveitarstjórnum og sendi sveitarfélögum á Norðurlandi eystra í byrjun síðasta mánaðar, þakkar hún þeim framlag þeirra til „fjölmiðlunar af svæðinu“ sem nemur samkvæmt bókahaldi N4 tæpum 4,6 milljónum króna. Þegar sé búið að taka upp allt efni og byrjað að sýna í þættinum „Að norðan það sem um var samið“. Ef N4 loki sé ekkert nema eitt og eitt innslag í Landanum María Björk segir N4 standa frammi fyrir „stórum sem snýr að fjölmiðlun frá landsbyggðunum en síðustu ár hefur N4 framleitt og sýnt 350-400 þætti á ári, sem er sú krafa sem gerð er til að geta fallið undir forsendur fjölmiðlastyrksins.“ Hún segir áhorfið á N4 gott en ekki fari saman aukið áhorf og tekjur. Auglýsingatekjur fari minnkandi og fimmtíu prósent þeirra fari í erlendar veitur. Þá segir hún að erfiðleikar í rekstri nokkurra sveitarfélaga bitni á þáttagerð frá þeim svæðum og minnkandi tekjur af kostunum á þáttum sem geri einnig að verkum að útlitið sé mjög dökkt yfir rekstri N4 á næsta ári. Erindi Maríu Bjarkar til sveitarstjórnanna er dagsett 9. desember, sem er viku eftir að hún skrifaði bréf til fjárlaganefndar sem leiddi til þess að Bjarkey Olsen og meirihluti fjárlaganefndar ákvað að eyrnamerkja N4 hundrað milljónir króna. Nefndin var svo gerð afturreka með þá fyrirætlan sína og fer sú upphæð í sameiginlegan pott sem notaður hefur verið til að styrkja fjölmiðla á markaði. Meðal þess sem vakti athygli í því máli var sú staðreynd að mágur Maríu Bjarkar, Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki, á sæti í meirihluta fjárlaganefndar sem samþykkti styrkveitinguna. „Tillaga Fjárlaganefndar að setja upp sjóð til að efla sjónvarpsþáttagerð af landsbyggðunum er þó ljósið í myrkinu. Útfærslan er eftir og hvort N4 fær eitthvað, allt eða ekkert á eftir að koma í ljós,“ segir María Björk. Hún í beinu framhaldi eftir standi að kanna áhuga sveitarfélaga á Norðurlandi eystra „til þess að leggja sín lóð á vogarskálarnar um að leggja ekki árar í bát, heldur sækja fast fram í að efla þáttagerð, umfjöllun og fréttir af svæðinu. Það er ljóst að ef N4 þarf að loka verður stutt í að landsbyggðirnar þurfi að reiða sig alfarið á fjársvelta staðarmiðla og sífellt minni umfjallanir nema beinharðar fréttir frá RÚV, og eitt og eitt innslag í Landann.“ Sveitarfélögin hafna samstarfi að svo stöddu María Björk segir aðra miðla ekki hafa nokkrar „skyldur við landsbyggðirnar“. Þá býður framkvæmdastjórinn sveitarfélögunum, saman eða hvert í sínu lagi, að koma til viðræðna um að stórefla fjölmiðlun frá svæðinu. Til dæmis „með því að gera það að áhersluverkefni næstu 3ja ára.“ Byggðaráð Norðurþings hefur fyrir sína parta afgreitt erindi Maríu Bjarkar með neikvæðum hætti á fundi sínum í vikunni: „Byggðarráð þakkar N4 fyrir erindið en telur sér ekki fært að gera svo viðamikinn samning við einn fjölmiðil,“ segir meðal annars í fundargerð. Sama máli gegnir um Akureyrarbæ: „Bæjarráð þakkar gott boð og góða umfjöllun um svæðið en getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.“ Og að endingu er það Fjallabyggð en í fundargerð frá 3. þessa mánaðar segir að Fjallabyggð sé sem stendur í verkefni með N4 og hyggst klára það áður en farið verður í frekari verkefni, eins og það er orðað. Bæjarráð Fjallabyggðar ályktar og leggur til við Alþingi og ríkisstjórn í ljósi þess að ákveðið hefur verið styrkja einkarekna fjölmiðla, „að tryggja og skilyrða ákveðið fjármagn til fjölmiðlunar og dagskrárgerðar á landsbyggðinni. Einnig hvetur bæjarráð Fjallabyggðar stjórnvöld til þess að skattleggja sérstaklega auglýsingatekjur erlendra streymisveitna og tryggja þannig nauðsynlegt fjármagn til innlendrar dagskrárgerðar.“
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Alþingi Sveitarstjórnarmál Norðurþing Akureyri Fjallabyggð Tengdar fréttir „Þetta er bara mjög óheppilegt“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir afgreiðslu meirihluta fjárlaganefndar á viðbótarstyrkjum, sem ætlaðir voru sjónvarpsframleiðslu á landsbyggðinni, óheppilega. 16. desember 2022 15:01 Segir framkomu fjárlaganefndar í N4-málinu ekkert annað en skandal Þingflokksformaður Viðreisnar segir vinnubrögð meirihluta fjárlaganefndar vegna 100 milljóna fjárstuðnings við N4 vera skandal. Stefnt er að því að ljúka þingstörfum fyrir jól í dag en það gæti þó dregist fram á morgundaginn. 16. desember 2022 14:57 Sluppu fyrir horn frá lagabroti með eftiráskýringum í N4-málinu Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að gerningur fjárlaganefndar vegna fyrirhugaðs styrks til N4 sjónvarpsstöðvarinnar á Akureyri brjóti í bága við lög um opinber fjármál. 16. desember 2022 13:14 Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Þetta er bara mjög óheppilegt“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir afgreiðslu meirihluta fjárlaganefndar á viðbótarstyrkjum, sem ætlaðir voru sjónvarpsframleiðslu á landsbyggðinni, óheppilega. 16. desember 2022 15:01
Segir framkomu fjárlaganefndar í N4-málinu ekkert annað en skandal Þingflokksformaður Viðreisnar segir vinnubrögð meirihluta fjárlaganefndar vegna 100 milljóna fjárstuðnings við N4 vera skandal. Stefnt er að því að ljúka þingstörfum fyrir jól í dag en það gæti þó dregist fram á morgundaginn. 16. desember 2022 14:57
Sluppu fyrir horn frá lagabroti með eftiráskýringum í N4-málinu Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að gerningur fjárlaganefndar vegna fyrirhugaðs styrks til N4 sjónvarpsstöðvarinnar á Akureyri brjóti í bága við lög um opinber fjármál. 16. desember 2022 13:14
Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06
Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06