Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2023 10:54 M2/M3 Bradley bryndreki á æfingu bandaríska hersins í Þýskalandi. Getty/Nicolas Armer Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. Þar að auki tilkynntu Þjóðverjar í gær að auk þess að senda Marder-bryndreka til Úkraínu stæði einnig til að útvega mönnum annað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er eitt háþróaðasta loftvarnarkerfi heims en Bandaríkjamenn ákváðu í síðasta mánuði að senda eitt slíkt til Úkraínu í ljósi umfangsmikilla dróna- og stýriflaugaárása Rússa á borgaraleg innviði í Úkraínu. Úkraínumenn segjast þakklátir en segja sendingar skriðdreka bestu leiðina til að binda enda á stríðið sem fyrst. To win faster we need tanks.— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 5, 2023 Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið birti í gær segir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, séu staðfastir í þeirri trú þeirra að nauðsynlegt sé að halda áfram nauðsynlegum stuðningi við úkraínsku þjóðina eins lengi og til þarf. Úkraínumenn eru sagðir hafa orðið fyrir miklu mannfalli að undanförnu, eins og Rússar, en harðir bardagar hafa geisað víða á víglínunum í Úkraínu. Þá munu þeir hafa þörf á frekari hergögnum til að fylla upp í raðir sínar og til að undirbúa gagnárásir gegn Rússum í vetur og í vor. Sjá einnig: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Eins og áður segir ætla Þjóðverjar að senda Marder bryndreka til Úkraínu en Bandaríkjamenn ætla að senda bryndreka sem kallast Bradley. Báðir bryndrekarnir eru meðal annars til í mismunandi útgáfum sem eru hannaðar til að flytja hermenn eða berjast og geta þeir verið notaðir til að granda rússneskum skrið- og bryndrekum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafði fyrr í gær tilkynnt að til stæði að senda AMX-10 brynvarin farartæki til Úkraínu. Þau farartæki falla á milli flokka en gætu talist „léttir skriðdrekar“ þar sem þau eru ekki á beltum heldur hjólum og eru ekki varin þykkri brynvörn. Farartækin bera hins vegar fallbyssu eins og skriðdrekar. Hergagnasendingarnar munu líklegast reynast Úkraínumönnum vel og gefa hersveitum Úkraínu meiri skotkraft í og meiri hreyfanleika. Wall Street Journal hefur eftir bandaríska herforingjanum Pat Ryder að bryndrekarnir muni reynast Úkraínumönnum vel. „Þetta er ekki skriðdreki heldur skriðdrekadrápari,“ sagði herforinginn um Bradley bryndrekana á blaðamannafundi í gær. Hann vildi þó ekki segja hvaða útgáfur bryndrekanna Úkraínumenn myndu fá né gefa frekari upplýsingar um hvurslags tímaramma Bandaríkjamenn væru að vinna með varðandi sendingarnar til Úkraínu og þjálfun úkraínskra hermanna. Vilja skriðdreka frá Vesturlöndum Frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu hafa Úkraínumenn beðið um skriðdreka frá Vesturlöndum. Ríki sem voru áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna hafa sent mikið magn skriðdreka frá þeim tímum til Úkraínu en enn sem komið er hafa Úkraínumenn ekki fengið skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. Í frétt WSJ segir að yfirvöld í Póllandi hafi til skoðunar beiðni frá Úkraínu um Leopard-skriðdreka, sem framleiddir eru í Þýskalandi. Heimildarmenn miðilsins segja Pólverja, sem hafa þegar gefið Úkraínu rúmlega 240 skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna sem búið var að breyta og betrumbæta, vera að íhuga að gefa Úkraínu allt sem þeir geta. Pólverjar hafa verið meðal háværustu stuðningsmanna Úkraínu varðandi það að senda skriðdreka til landsins. Þeir eru mun betur brynvarðir en bryndrekarnir sem talað er um hér að ofan og myndu gefa Úkraínumönnum meiri skotkraft. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56 Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Þar að auki tilkynntu Þjóðverjar í gær að auk þess að senda Marder-bryndreka til Úkraínu stæði einnig til að útvega mönnum annað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er eitt háþróaðasta loftvarnarkerfi heims en Bandaríkjamenn ákváðu í síðasta mánuði að senda eitt slíkt til Úkraínu í ljósi umfangsmikilla dróna- og stýriflaugaárása Rússa á borgaraleg innviði í Úkraínu. Úkraínumenn segjast þakklátir en segja sendingar skriðdreka bestu leiðina til að binda enda á stríðið sem fyrst. To win faster we need tanks.— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 5, 2023 Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið birti í gær segir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, séu staðfastir í þeirri trú þeirra að nauðsynlegt sé að halda áfram nauðsynlegum stuðningi við úkraínsku þjóðina eins lengi og til þarf. Úkraínumenn eru sagðir hafa orðið fyrir miklu mannfalli að undanförnu, eins og Rússar, en harðir bardagar hafa geisað víða á víglínunum í Úkraínu. Þá munu þeir hafa þörf á frekari hergögnum til að fylla upp í raðir sínar og til að undirbúa gagnárásir gegn Rússum í vetur og í vor. Sjá einnig: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Eins og áður segir ætla Þjóðverjar að senda Marder bryndreka til Úkraínu en Bandaríkjamenn ætla að senda bryndreka sem kallast Bradley. Báðir bryndrekarnir eru meðal annars til í mismunandi útgáfum sem eru hannaðar til að flytja hermenn eða berjast og geta þeir verið notaðir til að granda rússneskum skrið- og bryndrekum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafði fyrr í gær tilkynnt að til stæði að senda AMX-10 brynvarin farartæki til Úkraínu. Þau farartæki falla á milli flokka en gætu talist „léttir skriðdrekar“ þar sem þau eru ekki á beltum heldur hjólum og eru ekki varin þykkri brynvörn. Farartækin bera hins vegar fallbyssu eins og skriðdrekar. Hergagnasendingarnar munu líklegast reynast Úkraínumönnum vel og gefa hersveitum Úkraínu meiri skotkraft í og meiri hreyfanleika. Wall Street Journal hefur eftir bandaríska herforingjanum Pat Ryder að bryndrekarnir muni reynast Úkraínumönnum vel. „Þetta er ekki skriðdreki heldur skriðdrekadrápari,“ sagði herforinginn um Bradley bryndrekana á blaðamannafundi í gær. Hann vildi þó ekki segja hvaða útgáfur bryndrekanna Úkraínumenn myndu fá né gefa frekari upplýsingar um hvurslags tímaramma Bandaríkjamenn væru að vinna með varðandi sendingarnar til Úkraínu og þjálfun úkraínskra hermanna. Vilja skriðdreka frá Vesturlöndum Frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu hafa Úkraínumenn beðið um skriðdreka frá Vesturlöndum. Ríki sem voru áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna hafa sent mikið magn skriðdreka frá þeim tímum til Úkraínu en enn sem komið er hafa Úkraínumenn ekki fengið skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. Í frétt WSJ segir að yfirvöld í Póllandi hafi til skoðunar beiðni frá Úkraínu um Leopard-skriðdreka, sem framleiddir eru í Þýskalandi. Heimildarmenn miðilsins segja Pólverja, sem hafa þegar gefið Úkraínu rúmlega 240 skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna sem búið var að breyta og betrumbæta, vera að íhuga að gefa Úkraínu allt sem þeir geta. Pólverjar hafa verið meðal háværustu stuðningsmanna Úkraínu varðandi það að senda skriðdreka til landsins. Þeir eru mun betur brynvarðir en bryndrekarnir sem talað er um hér að ofan og myndu gefa Úkraínumönnum meiri skotkraft.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56 Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56
Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00