Þrjár þrettándabrennur á höfuðborgarsvæðinu Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2023 09:13 Jólin verða kvödd í dag. Getty Tvær þrettándabrennur verða haldnar í Reykjavík í dag í tilefni af þrettándanum í dag. Brenna verður einnig í Mosfellsbæ og þá verður sérstök Þrettándagleði í Hafnarfirði. Brennurnar í Reykjavík verða annars vegar við Ægisíðu og hin við frístundamiðstöðina Gufunesbæ í Grafarvogi. Í Mosfellsbæ verður þrettándabrennan neðan Holtahverfis við Leiruvoginn en Þrettándagleðin Í Hafnarfirði á Ásvöllum. Á vef Reykjavíkurborgar segir að Austurmiðstöð standi fyrir þrettándabrennu við Gufunesbæ og hefst dagskráin klukkan 17 með kakó- og vöfflustund í Hlöðunni. „Skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög kl. 17.20 og leiðir síðan göngu frá Hlöðunni að brennu kl. 17.55. Kveikt verður í brennunni kl.18 og munu Espólín, Dóra og Döðlurnar og Friðrik Dór skemmta gestum. Þrettándagleði lýkur svo með flugeldasýningu kl.19. Gestir minntir á að skilja skotelda eftir heima Á þrettándahátíð Vesturbæjar verður dagskráin eftirfarandi. Safnast verður saman við Melaskóla kl.18, þar sem Sveinn Bjarki leiðir fjöldasöng en því næst verður gengið með kyndla að brennunni á Ægisíðu í fylgd lögreglu. Borinn verður eldur að kestinum um kl. 18.30 og boðið verður upp á flugeldasýningu um kl.18.45 í samstarfi við KR-flugelda. Vöfflubíllinn mætir á svæðið og mun allur ágóði af sölunni renna í Örninn sem er minningar- og styrktarsjóður. Kvæðamannafélagið Iðunn tekur nokkur lög og mögulega kíkja jólasveinar við áður en þeir leggja af stað til fjalla. Foreldrafélög Vesturbæjar-, Granda-, Haga- og Melaskóla, ásamt Vesturmiðstöð standa að þrettándahátíðinni. Aðstandendur hátíðarinnar biðja, að gefnu tilefni, öll að skilja skotelda eftir heima því mikil hætta getur skapast ef þeim er skotið upp þar sem mörg eru saman komin. Þá er minnt á að óheimilt er að taka við jólatrjám á brennuna,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Brenna í Mosó og Þrettándagleði í Hafnarfirði Á vef Mosfellsbæjar kemur fram að Skátafélagið Mosverjar leiði blysför frá Miðbæjartorginu klukkkan 17:30. „Dagskráin verður vegleg en fram koma Stormsveitin og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Álfakóngur og álfadrottning, Grýla, Leppalúða og þeirra hyski verða á svæðinu. Björgunarsveitin Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir á vef Hafnarfjarðar að jólin verði kvödd með dansi og söng á Þrettándagleði á Ásvöllum í kvöld. „Hátíðin hefst kl. 18. Guðrún Árný stjórnar söng og dansi af sviði. Kertasníkir, Grýla, álfar og púkar verða á sveimi á svæðinu. Í afgreiðslu verður hægt að kaupa kakó, kleinur og stjörnuljós. Hátíðinni lýkur um kl. 18:45 með glæsilegri flugeldasýningu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar,“ segir á vef Hafnarfirði. Jól Reykjavík Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Brennurnar í Reykjavík verða annars vegar við Ægisíðu og hin við frístundamiðstöðina Gufunesbæ í Grafarvogi. Í Mosfellsbæ verður þrettándabrennan neðan Holtahverfis við Leiruvoginn en Þrettándagleðin Í Hafnarfirði á Ásvöllum. Á vef Reykjavíkurborgar segir að Austurmiðstöð standi fyrir þrettándabrennu við Gufunesbæ og hefst dagskráin klukkan 17 með kakó- og vöfflustund í Hlöðunni. „Skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög kl. 17.20 og leiðir síðan göngu frá Hlöðunni að brennu kl. 17.55. Kveikt verður í brennunni kl.18 og munu Espólín, Dóra og Döðlurnar og Friðrik Dór skemmta gestum. Þrettándagleði lýkur svo með flugeldasýningu kl.19. Gestir minntir á að skilja skotelda eftir heima Á þrettándahátíð Vesturbæjar verður dagskráin eftirfarandi. Safnast verður saman við Melaskóla kl.18, þar sem Sveinn Bjarki leiðir fjöldasöng en því næst verður gengið með kyndla að brennunni á Ægisíðu í fylgd lögreglu. Borinn verður eldur að kestinum um kl. 18.30 og boðið verður upp á flugeldasýningu um kl.18.45 í samstarfi við KR-flugelda. Vöfflubíllinn mætir á svæðið og mun allur ágóði af sölunni renna í Örninn sem er minningar- og styrktarsjóður. Kvæðamannafélagið Iðunn tekur nokkur lög og mögulega kíkja jólasveinar við áður en þeir leggja af stað til fjalla. Foreldrafélög Vesturbæjar-, Granda-, Haga- og Melaskóla, ásamt Vesturmiðstöð standa að þrettándahátíðinni. Aðstandendur hátíðarinnar biðja, að gefnu tilefni, öll að skilja skotelda eftir heima því mikil hætta getur skapast ef þeim er skotið upp þar sem mörg eru saman komin. Þá er minnt á að óheimilt er að taka við jólatrjám á brennuna,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Brenna í Mosó og Þrettándagleði í Hafnarfirði Á vef Mosfellsbæjar kemur fram að Skátafélagið Mosverjar leiði blysför frá Miðbæjartorginu klukkkan 17:30. „Dagskráin verður vegleg en fram koma Stormsveitin og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Álfakóngur og álfadrottning, Grýla, Leppalúða og þeirra hyski verða á svæðinu. Björgunarsveitin Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir á vef Hafnarfjarðar að jólin verði kvödd með dansi og söng á Þrettándagleði á Ásvöllum í kvöld. „Hátíðin hefst kl. 18. Guðrún Árný stjórnar söng og dansi af sviði. Kertasníkir, Grýla, álfar og púkar verða á sveimi á svæðinu. Í afgreiðslu verður hægt að kaupa kakó, kleinur og stjörnuljós. Hátíðinni lýkur um kl. 18:45 með glæsilegri flugeldasýningu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar,“ segir á vef Hafnarfirði.
Jól Reykjavík Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira