Fótbolti

Messi vantar nú bara einn bikar til að hafa unnið öll mót á ferli sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi borinn um völlinn með heimsbikarinn í hendi eftir sigur Argentínu í úrslitaleik HM í Katar 2022.
Lionel Messi borinn um völlinn með heimsbikarinn í hendi eftir sigur Argentínu í úrslitaleik HM í Katar 2022. Getty/Gustavo Pagano

Lionel Messi er heimsmeistari í fótbolta en hann náði á heimsmeistaramótinu í Katar í desember að vinna titilinn sem hann var búinn að bíða svo lengi eftir. Það er nú bara einn bikar sem er eftir hjá argentínska snillingnum.

Eini bikarinn sem Messi á eftir að vinna á ferli sínum er franski bikarmeistaratitilinn með Paris Saint Germain.

Messi hefur unnið öll önnur mót sem hann hefur tekið þátt í á atvinnumannaferli sínum.

Á sínu fyrsta tímabilið með PSG þá varð Messi franskur meistari en Parísarliðið tapaði í vítakeppni á móti Nice í sextán liða úrslitum franska bikarsins.

Þótt Paris Saint Germain hafi aldrei unnið Meistaradeildina þá hefur Messi unnið hana fjórum sinnum með Barcelona. Messi varð líka þrisvar heimsmeistari félagsliða með Barca liðinu.

Áður en Messi varð heimsmeistari með Argentínu þá hafði hann unnið Suður-Ameríkukeppnina 2021 og Ólympíugull 2008.

Fyrsti leikur Messi og félaga í frönsku bikarkeppninni á þessu tímabili er á móti C-deildarliði Châteauroux á útivelli i 64 liða úrslitum keppninnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×