Fótbolti

Al-Nassr þarf að fórna öðrum leikmanni til að Ronaldo megi spila

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá Cristiano Ronaldo þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Al-Nassr en hér er hann með konu sinni Georgina Rodriguez.
Það var gaman hjá Cristiano Ronaldo þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Al-Nassr en hér er hann með konu sinni Georgina Rodriguez. AP/Amr Nabil

Cristiano Ronaldo getur ekki spilað fyrsta leikinn með Al-Nassr alveg strax. Koma hans mun kosta annan leikmann starfið.

Sádí-arabíska félagið Al-Nassr er nefnilega komið yfir hámark erlendra leikmanna í liðinu með risasamningi sínum við Ronaldo.

Félagið kynnti Ronaldo með glæsibrag í höfuðborginni Riyadh í vikunni og það var búist við því að hann spilaði fyrsta leikinn á móti Al-Ta'ee í dag.

Svo verður þó ekki. Hámark erlendra leikmanna í hverju liði í Sádí Arabíu eru átta leikmenn. Ronaldo er níundi erlendi leikmaður félagsins.

Fréttastofur frá Sádí Arabíu segja frá því að Al-Nassr hafi því ekki enn fengið leikheimild fyrir sinn langdýrasta starfsmann.

Haft er eftir starfsmanni félagsins að Al-Nassr verði að selja eða losa sig við erlendan leikmann áður en Ronaldo geti verið skráður í liðið.

Sá leikmaður sem þykir líklegast að verði fórnað er Úsbekinn Jaloliddin Masjaripov.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×