„Það díla allir við meiðsli, það er ekki afsökun“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 20:57 Helgi Magnússon, þjálfari KR. Vísir/Bára KR-ingar hófu leikinn gegn Grindavík í Subway-deild karla af krafti og náðu 11 stiga forskoti á heimamenn þegar best lét. Þessi byrjun dugði þeim þó skammt þar sem Grindvíkingar komust smátt og smátt í takt við leikinn og unnu alla leikhlutana að loknum þeim fyrsta. Helgi Magnússon þjálfari KR var óánægður með smáatriðin sem fóru úrskeiðis í kvöld, og sagði að það hefði reynst þeim dýrt þegar saman safnaðist í jafn hægum leik og þessum, en lokatölur kvöldsins voru 89-81. „Já þetta var ekki alveg nóg hjá okkur. Baráttan var til fyrirmyndar. Menn fylgdu „game-plani“ þannig séð nokkuð vel. Eina vandamálið var að hann meiðist hérna, Finninn okkar og getur ekki verið með, og það svolítið riðlar allri róteringu og við erum ekki hávaxnir fyrir. Þannig að menn þurftu að spila svolítið útúr stöðum og þá varð þetta fannst mér svolítið stíft sóknarlega. Komum fannst mér ekki alveg nógu áræðnir út í þriðja leikhluta og þá ná þeir smá forskoti. Í svona leik sem var ágætlega hægur þá skiptir allt svona ótrúlega miklu máli. Töpuðum boltanum fyrstu þrjár eða fjórar sóknirnar í þriðja leikhluta, og það er bara rándýrt.“ Helgi var ansi líflegur á hliðarlínunni í kvöld og átti í mjög virku og á tímabili háværu talsambandi við dómarana. Var hann ósáttur við þeirra störf að þessu sinni? „Nei, nei nei. Ég er bara svona. Ég var ekkert að gelta á þá, bara að reyna að segja þeim það sem mér finnst. Auðvitað eru atvik, eins og í byrjun þriðja, sem hefðu alveg mátt detta okkar megin. En þeir voru fínir. Þetta var bara ég með einhverja orku og reyna að senda jákvæða strauma þarna út.“ EC Matthews lék eftir því sem næst verður komist sinn síðasta leik fyrir KR í kvöld. Einhverjir fuglar voru þó að hvísla fyrir leik að hann væri ekkert á förum frá KR. Er eitthvað til í þeim orðrómi? „Nei ekki að mér vitandi. EC er bara topp maður og er eiginlega meira bara fórnarlamb aðstæðna heldur en eitthvað annað.“ Talandi um aðstæður KR, þá hafa þeir lent í miklum meiðslum í vetur og eru búnir að rótera góðan slatta af erlendum leikmönnum, sem ýmist hafa verið að glíma við meiðsli eða hreinlega ekki verið nógu góðir. Þorsteinn Finnbogason var mættur í byrjunarliðið í kvöld í fyrsta sinn í vetur, sem er kannski til marks um ástandið á leikmannahópi KR-inga og skort á leikfærum hávöxnum leikmönnum. Helgi vildi þó ekki nota þessi tíðu meiðsli sem neina afsökun fyrir gengi liðsins. „Það díla allir við meiðsli. Það er ekki afsökun, skítur skeður eins og menn segja. Það þarf bara að díla við það. Seinni hálfleikurinn var slakur hjá okkur en það var margt gott í þessu. Við þurfum bara að ná sigrum og því miður náðum við ekki þessum,“ sagði Helgi að lokum eftir tap í Grindavík í hörkuleik. Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn botnliðinu Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. 5. janúar 2023 20:03 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Hörð rimma granna NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Sjá meira
Helgi Magnússon þjálfari KR var óánægður með smáatriðin sem fóru úrskeiðis í kvöld, og sagði að það hefði reynst þeim dýrt þegar saman safnaðist í jafn hægum leik og þessum, en lokatölur kvöldsins voru 89-81. „Já þetta var ekki alveg nóg hjá okkur. Baráttan var til fyrirmyndar. Menn fylgdu „game-plani“ þannig séð nokkuð vel. Eina vandamálið var að hann meiðist hérna, Finninn okkar og getur ekki verið með, og það svolítið riðlar allri róteringu og við erum ekki hávaxnir fyrir. Þannig að menn þurftu að spila svolítið útúr stöðum og þá varð þetta fannst mér svolítið stíft sóknarlega. Komum fannst mér ekki alveg nógu áræðnir út í þriðja leikhluta og þá ná þeir smá forskoti. Í svona leik sem var ágætlega hægur þá skiptir allt svona ótrúlega miklu máli. Töpuðum boltanum fyrstu þrjár eða fjórar sóknirnar í þriðja leikhluta, og það er bara rándýrt.“ Helgi var ansi líflegur á hliðarlínunni í kvöld og átti í mjög virku og á tímabili háværu talsambandi við dómarana. Var hann ósáttur við þeirra störf að þessu sinni? „Nei, nei nei. Ég er bara svona. Ég var ekkert að gelta á þá, bara að reyna að segja þeim það sem mér finnst. Auðvitað eru atvik, eins og í byrjun þriðja, sem hefðu alveg mátt detta okkar megin. En þeir voru fínir. Þetta var bara ég með einhverja orku og reyna að senda jákvæða strauma þarna út.“ EC Matthews lék eftir því sem næst verður komist sinn síðasta leik fyrir KR í kvöld. Einhverjir fuglar voru þó að hvísla fyrir leik að hann væri ekkert á förum frá KR. Er eitthvað til í þeim orðrómi? „Nei ekki að mér vitandi. EC er bara topp maður og er eiginlega meira bara fórnarlamb aðstæðna heldur en eitthvað annað.“ Talandi um aðstæður KR, þá hafa þeir lent í miklum meiðslum í vetur og eru búnir að rótera góðan slatta af erlendum leikmönnum, sem ýmist hafa verið að glíma við meiðsli eða hreinlega ekki verið nógu góðir. Þorsteinn Finnbogason var mættur í byrjunarliðið í kvöld í fyrsta sinn í vetur, sem er kannski til marks um ástandið á leikmannahópi KR-inga og skort á leikfærum hávöxnum leikmönnum. Helgi vildi þó ekki nota þessi tíðu meiðsli sem neina afsökun fyrir gengi liðsins. „Það díla allir við meiðsli. Það er ekki afsökun, skítur skeður eins og menn segja. Það þarf bara að díla við það. Seinni hálfleikurinn var slakur hjá okkur en það var margt gott í þessu. Við þurfum bara að ná sigrum og því miður náðum við ekki þessum,“ sagði Helgi að lokum eftir tap í Grindavík í hörkuleik.
Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn botnliðinu Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. 5. janúar 2023 20:03 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Hörð rimma granna NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn botnliðinu Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. 5. janúar 2023 20:03
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn