Hænuskref fyrir þá sem fá hausverk um helgar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 5. janúar 2023 13:31 Fyrr í haust lagði ég fram frumvarp til breytinga á lyfjalögum þess efnis að heimilt verði að selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í umræðu um frumvarpið velti ég upp þeirri spurningu hvaða úrræði væru til staðar fyrir þá sem t.d. fá hausverk um helgar í sveitarfélagi þar sem apótek eru ekki opin um helgar. Fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðherra um breytingu á reglugerð um lyfjaverslanir sem felur í sér heimild til fjarsölu með lyf, lán og sölu lyfja milli lyfjabúða og afhendingu lyfja í verktöku. Ég fagna því að hér sé verið að stíga skref í rétta átt, í átt að auknu frelsi til hagsbóta fyrir neytendur, en velti því því þó fyrir mér hvort stíga megi stærra skref í þessum málum. Heimild til að reka netverslun með lyf Breyting á reglugerðinni felur í sér að frá 1. janúar 2023 varð heimilt að rekja lyfjabúðir sem einungis starfrækja netverslun með lyf. Ekki verður því lengur nauðsynlegt að reka eiginlega lyfjabúð til þess að reka netverslun með lyf. En frá árinu 2018 hefur einungis lyfsöluleyfishöfum verið heimilt að reka netverslun með lyf í tengslum við rekstur lyfjabúða. Ánægjulegt er að verið sé að stíga annað skref í átt að bættri þjónustu fyrir neytendur. Hvert viljum við stefna? Nú segir í tilkynningu um reglugerðarbreytinguna að með henni er ætlað að “ýta undir samkeppni í lyfsölu, bæta nýtingu lyfja og auka þjónustu við notendur á landsbyggðinni.” En betur má ef duga skal. Breytingartillaga mín á lyfjalögum stuðlar enn frekar að sama markmiði; að koma betur til móts við þarfir neytenda, auka aðgengi, auka samkeppni og lækka verð á tilteknum lausasölulyfjum. Tökum næsta hænuskref Lyfjalögin voru endurskoðuð í heild sinni árið 2020 og tóku gildi 1. janúar 2021. Við þinglega meðferð málsins breyttist frumvarpið á þann veg að Lyfjastofnun var veitt heimild til að veita undanþágu frá ákvæði 1. mgr. 33. gr. sem kveður á um að einungis sé heimilt að selja almenningi lyf á grundvelli lyfsöluleyfis. Heimildin kveður á um að Lyfjastofnun geti veitt undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, en slíka undanþágu megi aðeins veita þar sem ekki sé starfrækt lyfjabúð eða lyfjaútibú. Tökum næsta skref með því að víkka út undanþáguheimild til að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum og þannig væri með tiltölulega einföldum hætti hægt að auka frelsi á markaði. Ég vona að breytingar á lyfjalögum raungerist með þessum hætti og við getum hætt að kveða á um undanþágur undanþágum ofar í lögum, sem gerir það eitt að verkum að regluverkið er ógagnsætt og óskiljanlegt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Lyf Alþingi Verslun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrr í haust lagði ég fram frumvarp til breytinga á lyfjalögum þess efnis að heimilt verði að selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í umræðu um frumvarpið velti ég upp þeirri spurningu hvaða úrræði væru til staðar fyrir þá sem t.d. fá hausverk um helgar í sveitarfélagi þar sem apótek eru ekki opin um helgar. Fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðherra um breytingu á reglugerð um lyfjaverslanir sem felur í sér heimild til fjarsölu með lyf, lán og sölu lyfja milli lyfjabúða og afhendingu lyfja í verktöku. Ég fagna því að hér sé verið að stíga skref í rétta átt, í átt að auknu frelsi til hagsbóta fyrir neytendur, en velti því því þó fyrir mér hvort stíga megi stærra skref í þessum málum. Heimild til að reka netverslun með lyf Breyting á reglugerðinni felur í sér að frá 1. janúar 2023 varð heimilt að rekja lyfjabúðir sem einungis starfrækja netverslun með lyf. Ekki verður því lengur nauðsynlegt að reka eiginlega lyfjabúð til þess að reka netverslun með lyf. En frá árinu 2018 hefur einungis lyfsöluleyfishöfum verið heimilt að reka netverslun með lyf í tengslum við rekstur lyfjabúða. Ánægjulegt er að verið sé að stíga annað skref í átt að bættri þjónustu fyrir neytendur. Hvert viljum við stefna? Nú segir í tilkynningu um reglugerðarbreytinguna að með henni er ætlað að “ýta undir samkeppni í lyfsölu, bæta nýtingu lyfja og auka þjónustu við notendur á landsbyggðinni.” En betur má ef duga skal. Breytingartillaga mín á lyfjalögum stuðlar enn frekar að sama markmiði; að koma betur til móts við þarfir neytenda, auka aðgengi, auka samkeppni og lækka verð á tilteknum lausasölulyfjum. Tökum næsta hænuskref Lyfjalögin voru endurskoðuð í heild sinni árið 2020 og tóku gildi 1. janúar 2021. Við þinglega meðferð málsins breyttist frumvarpið á þann veg að Lyfjastofnun var veitt heimild til að veita undanþágu frá ákvæði 1. mgr. 33. gr. sem kveður á um að einungis sé heimilt að selja almenningi lyf á grundvelli lyfsöluleyfis. Heimildin kveður á um að Lyfjastofnun geti veitt undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, en slíka undanþágu megi aðeins veita þar sem ekki sé starfrækt lyfjabúð eða lyfjaútibú. Tökum næsta skref með því að víkka út undanþáguheimild til að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum og þannig væri með tiltölulega einföldum hætti hægt að auka frelsi á markaði. Ég vona að breytingar á lyfjalögum raungerist með þessum hætti og við getum hætt að kveða á um undanþágur undanþágum ofar í lögum, sem gerir það eitt að verkum að regluverkið er ógagnsætt og óskiljanlegt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun