Mislukkað bónorð við Gullfoss slær í gegn Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. janúar 2023 20:27 Bónorð sem gekk ekki samkvæmt áætlun. Samsett Meðfylgjandi myndskeið, sem sýnir mislukkað bónorð Bandaríkjamanns við Gullfoss, hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Hátt í 400 þúsund manns hafa horft á myndskeiðið eftir að Jordan McGowan birti það á TikTok síðastliðinn þriðjudag. Bandarísku vefmiðlarnir New York Post og New Rebeat birtu myndskeiðið á dögunum. „Sjáið þegar þessi kona eyðileggur bónorðsmyndbandið mitt,“ skrifar Jordan við færsluna. @jordanemcgowan Honestly i find it funny no harm done its a laugh to watch. #iceland #travel #traveltiktok #proposal #fiance #proposalvideo #proposalgoals #proposalgonewrong Cool Kids (our sped up version) - Echosmith Á myndskeiðinu má sjá þegar unnusti hennar, Sean Munn skellir sér á skeljarnar við Gullfoss og gerir sig tilbúinn til að biðja hennar. Bónorðið mislukkast þó hrapalega þegar annar ferðamaður treður sér inn á myndina á sama augnabliki og freistast þess að ná mynd af fossinum í bakgrunni. Svo virðist sem að boðflennan hafi engu skeytt um það hjartnæma augnablik sem var að eiga sér stað, eða þá verið algjörlega ómeðvituð um það. Í texta sem birtist með myndskeiðinu tekur Jordan þó fram að í raun hafi henni fundist þessi aðför konunnar spaugileg. „Enginn skaði skeður, það er fyndið að horfa á þetta,“ ritar hún. En þó svo að hin verðandi brúður hafi getað hlegið að atvikinu þá eru ekki allir netverjar sáttir við þessa framkomu konunnar og í athugasemdum undir myndskeiðinu keppast sumir við að úthúða henni fyrir dónskapinn. „Hún vissi nákvæmlega hvað var að gerast og hún gerði þetta viljandi,“ skrifar einn. Þá segist annar sjá fyndnu hliðina á málinu. „En það er áhyggjuefni hvað sumir eru algjörlega ómeðvitaðir um það sem er að gerast í kringum þá.“ Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi TikTok Bláskógabyggð Grín og gaman Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Hátt í 400 þúsund manns hafa horft á myndskeiðið eftir að Jordan McGowan birti það á TikTok síðastliðinn þriðjudag. Bandarísku vefmiðlarnir New York Post og New Rebeat birtu myndskeiðið á dögunum. „Sjáið þegar þessi kona eyðileggur bónorðsmyndbandið mitt,“ skrifar Jordan við færsluna. @jordanemcgowan Honestly i find it funny no harm done its a laugh to watch. #iceland #travel #traveltiktok #proposal #fiance #proposalvideo #proposalgoals #proposalgonewrong Cool Kids (our sped up version) - Echosmith Á myndskeiðinu má sjá þegar unnusti hennar, Sean Munn skellir sér á skeljarnar við Gullfoss og gerir sig tilbúinn til að biðja hennar. Bónorðið mislukkast þó hrapalega þegar annar ferðamaður treður sér inn á myndina á sama augnabliki og freistast þess að ná mynd af fossinum í bakgrunni. Svo virðist sem að boðflennan hafi engu skeytt um það hjartnæma augnablik sem var að eiga sér stað, eða þá verið algjörlega ómeðvituð um það. Í texta sem birtist með myndskeiðinu tekur Jordan þó fram að í raun hafi henni fundist þessi aðför konunnar spaugileg. „Enginn skaði skeður, það er fyndið að horfa á þetta,“ ritar hún. En þó svo að hin verðandi brúður hafi getað hlegið að atvikinu þá eru ekki allir netverjar sáttir við þessa framkomu konunnar og í athugasemdum undir myndskeiðinu keppast sumir við að úthúða henni fyrir dónskapinn. „Hún vissi nákvæmlega hvað var að gerast og hún gerði þetta viljandi,“ skrifar einn. Þá segist annar sjá fyndnu hliðina á málinu. „En það er áhyggjuefni hvað sumir eru algjörlega ómeðvitaðir um það sem er að gerast í kringum þá.“
Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi TikTok Bláskógabyggð Grín og gaman Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira