Golf

Sendu röngum Scott boðskort um að keppa á Mastersmótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bandaríski kylfingurinn Scott Stallings á sér alnafna í sama fylki og sá hinn sami á einnig eiginkonu með sama nafni og eiginkona hans.
Bandaríski kylfingurinn Scott Stallings á sér alnafna í sama fylki og sá hinn sami á einnig eiginkonu með sama nafni og eiginkona hans. AP/Julio Cortez

Atvinnukylfingurinn Scott Stallings á sér alnafna í Georgíufylki í Bandaríkjunum og það bjó til mjög sérstakt vandamál.

Scott Stallings hefur keppt tvisvar áður á Mastersmótinu og besti árangur hans er 27. sæti sem hann náði á mótinu árið 2012.

Þá virtist boðskort hans á mótið fara rétta leið en ekki að þessu sinni.

Alnafni Scott Stallings á líka heima í Georgíufylki og það sem meira er að eiginkona hans heitir líka Jennifer.

Sá Scott Stallings sem fékk boðskortið á Mastersmótið er hins vegar fasteignasali að atvinnu og þótt hann spili golf þá er hann er ekki kylfingur í Mastersmóts klassa.

Þessi ótrúlega nafna- og eiginkonu tilviljun varð til þess að boðskortið endaði á röngum stað.

Kylfingurinn Scott Stallings sagði frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið að athuga með póstinn fimm sinnum á dag enda að bíða eftir boðskortinu.

Hann fékk þá skilaboð frá fasteignasalanum um að hann væri með boðskortið hans. Það má sjá þessi samskipti þeirra hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×