Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2023 09:46 George Santos hefur gert lítið úr lygum sínum og líkt því við hefðbundnar ýkjur á ferilskrá. AP/John Locher Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. Santos tekur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag í skugga ásakana um að hann hafi logið um nær allt á ferilskrá sinni í kosningabaráttunni. Hann laug því að hann hefði unnið fyrir stór fjármálafyrirtæki á Wall Street og útskrifast úr fínum háskóla og sagðist vera gyðingur en átti í raun og veru við að hann væri „gyðingslegur“. Þá sagðist hann ranglega vera afkomandi eftirlifenda helfararinnar og að móðir hans hefði látið lífið vegna hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Alríkis- og umdæmissaksóknarar í Bandaríkjunum kanna nú fjármál og falskar yfirlýsingar Santos. Þingmannsefnið hefur ekki getað svarað hvaðan 700.000 dollarar sem hann lánaði framboði sínu komu í ljósi þess að hann var nýlega borinn út og skuldaði háar fjárhæðir í leigu. Hann hefur sagst hafa auðgast hratt á ráðgjafarfyrirtæki sem hafi engu að síður verið afskráð vegna mistaka endurskoðanda. Stal ávísanahefti af sjúklingi móður sinnar Nú segjast saksóknarar í Ríó de Janeiro í Brasilíu ætla að halda áfram rannsókn á meintum fjársvikum Santos þar í landi árið 2008 fyrst að þeir vita nú hvar hann er að finna. Þeir ætla að fara formlega fram á það við bandaríska dómsmálaráðuneytið að það tilkynni Santos um ákæruna. Málið snýst um ávísanahefti sem Santos stal frá skjólstæðingi móður sinnar sem vann við hjúkrun þegar hann var sjálfur um tvítugt. Hann var staðinn að því að svíkja varning út úr fataverslun með heftinu og fölsku nafni í brasilísku borginni Niterói. Santos er sagður hafa játað brot sitt við verslunareigandann árið 2009. Þau móðir hans hafi sagt lögreglunni að hann hefði stolið ávísanaheftinu og notað það til þess að svíkja út varning ári síðar. New York Times segir að brasilískur dómstóll hafi samþykkt ákæru á hendur Santos í september árið 2011 og skipað honum að svara til saka. Þá hafi hann hins vegar verið farinn úr landi og kominn aftur til Bandaríkjanna. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Santos tekur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag í skugga ásakana um að hann hafi logið um nær allt á ferilskrá sinni í kosningabaráttunni. Hann laug því að hann hefði unnið fyrir stór fjármálafyrirtæki á Wall Street og útskrifast úr fínum háskóla og sagðist vera gyðingur en átti í raun og veru við að hann væri „gyðingslegur“. Þá sagðist hann ranglega vera afkomandi eftirlifenda helfararinnar og að móðir hans hefði látið lífið vegna hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Alríkis- og umdæmissaksóknarar í Bandaríkjunum kanna nú fjármál og falskar yfirlýsingar Santos. Þingmannsefnið hefur ekki getað svarað hvaðan 700.000 dollarar sem hann lánaði framboði sínu komu í ljósi þess að hann var nýlega borinn út og skuldaði háar fjárhæðir í leigu. Hann hefur sagst hafa auðgast hratt á ráðgjafarfyrirtæki sem hafi engu að síður verið afskráð vegna mistaka endurskoðanda. Stal ávísanahefti af sjúklingi móður sinnar Nú segjast saksóknarar í Ríó de Janeiro í Brasilíu ætla að halda áfram rannsókn á meintum fjársvikum Santos þar í landi árið 2008 fyrst að þeir vita nú hvar hann er að finna. Þeir ætla að fara formlega fram á það við bandaríska dómsmálaráðuneytið að það tilkynni Santos um ákæruna. Málið snýst um ávísanahefti sem Santos stal frá skjólstæðingi móður sinnar sem vann við hjúkrun þegar hann var sjálfur um tvítugt. Hann var staðinn að því að svíkja varning út úr fataverslun með heftinu og fölsku nafni í brasilísku borginni Niterói. Santos er sagður hafa játað brot sitt við verslunareigandann árið 2009. Þau móðir hans hafi sagt lögreglunni að hann hefði stolið ávísanaheftinu og notað það til þess að svíkja út varning ári síðar. New York Times segir að brasilískur dómstóll hafi samþykkt ákæru á hendur Santos í september árið 2011 og skipað honum að svara til saka. Þá hafi hann hins vegar verið farinn úr landi og kominn aftur til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51
Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19