Tíkin Wanna fannst eftir átta daga leit í fönn í hlíðum Ingólfsfjalls Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2023 11:04 Farið var með tíkina á dýraspítala eftir að hún fannst til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana. Aðsend Mikil gleði er á heimili í Hveragerði þessa dagana eftir að tíkin Wanna fannst eftir að hafa verið týnd í átta sólarhringa og fimm klukkustundir í bruna gaddi og miklum snjó. Wanna er tveggja ára gömul Pug tík, sem er innflutt frá Austurríki og átti hvolpa fyrir fjórum mánuðum. „21. desember eftir snjó mikla nótt hleypi ég hundunum út í gerði og Wanna, ásamt Aryu gerðu sér lítið fyrir og stukku út úr gerðinu og fóru að skoða sig um. Arya fór framan við húsið þar sem hún sást strax en Wanna skoðaði sig um á bak við og hvarf svo bara út í buskann,” segir Ósk Guðvarðardóttir, eigandi hundanna þegar hún rifjar upp atburðarásina. „Á þessum átta sólarhringum voru við að labba og rekja spor sem komu og fóru vegna mikils snjós og alltaf bætti í. Við fengum hjálp með leitarhundum þrisvar sinnum, fengum dróna með hitamyndavél, ásamt venjulegum dróna og allir voru svo duglegir við leitina, hver einasti dagur var tekinn í leit frá morgni til kvölds,” bætir Ósk við. Farið var með tíkina á dýraspítala eftir að hún fannst til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana.Aðsend Það var svo 29. desember, sem Ósk fékk draumasímtalið. „Já, fæ ég símtal um að sést hafi til hennar með hita sjónauka í um 6 km frá heimili hennar í hlíðum Ingólfsfjalls, fjarri stöðum sem við höfðum leitað. Þegar ég og dóttir mín komumst upp fjallið þá var hún búin að gera sér bæli í snjónum og öll út í klaka, mjög grönn og þreytt. Hún er þvílík hetja og sterk tík og var mjög ánægð að koma heim og við enn ánægðari að fá hana á lífi heim,” segir Ósk. Wanna fór beint til dóttur sinnar eftir að hún fannst.Aðsend Wanna var með smá kulsár á fótum og andliti, grönn og mikið svöng þegar hún fannst. Það fyrsta sem hún gerði var að stökkva til dóttir sinnar og leggjast hjá henni. „Við erum óendanlega þakklát þeim sem löbbuðu með okkur þvers og kruss yfir skurði, gil og fjöll í erfiðum aðstæðum. Wanna er algjör hetja og við óendalega þakklát að fá hana heim,” segir alsæll hundaeigandi í Hveragerði. Wanna fannst hér á þessu svæði í hlíðum Ingólfsfjalls. Hún hafði gert sér bæli í snjónum.Aðsend Hveragerði Hundar Dýr Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Wanna er tveggja ára gömul Pug tík, sem er innflutt frá Austurríki og átti hvolpa fyrir fjórum mánuðum. „21. desember eftir snjó mikla nótt hleypi ég hundunum út í gerði og Wanna, ásamt Aryu gerðu sér lítið fyrir og stukku út úr gerðinu og fóru að skoða sig um. Arya fór framan við húsið þar sem hún sást strax en Wanna skoðaði sig um á bak við og hvarf svo bara út í buskann,” segir Ósk Guðvarðardóttir, eigandi hundanna þegar hún rifjar upp atburðarásina. „Á þessum átta sólarhringum voru við að labba og rekja spor sem komu og fóru vegna mikils snjós og alltaf bætti í. Við fengum hjálp með leitarhundum þrisvar sinnum, fengum dróna með hitamyndavél, ásamt venjulegum dróna og allir voru svo duglegir við leitina, hver einasti dagur var tekinn í leit frá morgni til kvölds,” bætir Ósk við. Farið var með tíkina á dýraspítala eftir að hún fannst til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana.Aðsend Það var svo 29. desember, sem Ósk fékk draumasímtalið. „Já, fæ ég símtal um að sést hafi til hennar með hita sjónauka í um 6 km frá heimili hennar í hlíðum Ingólfsfjalls, fjarri stöðum sem við höfðum leitað. Þegar ég og dóttir mín komumst upp fjallið þá var hún búin að gera sér bæli í snjónum og öll út í klaka, mjög grönn og þreytt. Hún er þvílík hetja og sterk tík og var mjög ánægð að koma heim og við enn ánægðari að fá hana á lífi heim,” segir Ósk. Wanna fór beint til dóttur sinnar eftir að hún fannst.Aðsend Wanna var með smá kulsár á fótum og andliti, grönn og mikið svöng þegar hún fannst. Það fyrsta sem hún gerði var að stökkva til dóttir sinnar og leggjast hjá henni. „Við erum óendanlega þakklát þeim sem löbbuðu með okkur þvers og kruss yfir skurði, gil og fjöll í erfiðum aðstæðum. Wanna er algjör hetja og við óendalega þakklát að fá hana heim,” segir alsæll hundaeigandi í Hveragerði. Wanna fannst hér á þessu svæði í hlíðum Ingólfsfjalls. Hún hafði gert sér bæli í snjónum.Aðsend
Hveragerði Hundar Dýr Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira