Stjórnvöld þurfi að opna augun Snorri Másson skrifar 31. desember 2022 12:09 Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og forseti Alþýðusambandsins gengur inn í Stjórnarráðið fyrir skemmstu. Hann segir stjórnvöld sýna afkomu almennings fálæti á tímum afkomukreppu. Vísir/Vilhelm Sjötíu prósent Íslendinga ná endum saman hver mánaðamót þrátt fyrir talsverða verðbólgu og erfiðar markaðsaðstæður. Tæp 30 prósent eiga í erfiðleikum með að ná endum saman og hluta þeirra tekst það alls ekki og er farinn að safna skuldum. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að opna augun fyrir stöðu fólks. Í könnun Maskínu voru Íslendingar spurðir um fjármál heimilisins á þessari stundu. 35,1% segist ná mjög vel endum saman og geta sparað um mánaðamót. Önnur 35,1% segjast ná endum saman um hver mánaðamót þótt ekki sé sparnaðurinn endilega mikill. 22,1% segjast hafa átt í erfiðleikum með að ná endum saman upp á síðkastið en eru þó ekki farin að safna skuldum. Og 7,3% segjast ekki ná endum saman á þessu stigi og eru farin að safna skuldum. „Þessar niðurstöður koma okkur auðvitað því miður ekki rosalega á óvart. Við höfum séð þetta og bent á að undanförnu að staða fólks er rosalega misjöfn. Það eru hópar sem eru að berjast í bökkum, fólk sem er á leigumarkaði er að glíma við gríðarlegar hækkanir á leigu og fólk á fasteignamarkaði hefur verið að glíma við hærri vexti og aukna greiðslubyrði,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Á sama tíma hafi stjórnvöld til að mynda ekki komið fram með leiguþak og almennt ekki gert nóg. Kristján segir óskiljanlegt að stjórnvöld sýni afkomu almennings í miðri afkomukreppu þvílíkt fálæti. „Það þarf að opna augun fyrir þessu og grípa inn í og styðja við fólkið. Auðvitað sjáum við líka það sem er að gerast um áramótin, það eru ýmsar gjaldskrárhækkanir að koma fram hjá hinu opinbera; þarna þurfa þessir aðilar að taka þetta til sín og gera eitthvað til að styðja við fólkið og varpa þessu ekki yfir á almenning á þessum tímapunkti,“ segir Kristján. Starfsemi verkalýðshreyfingarinnar á árinu hefur einkennst af átökum sem hafa að sögn Kristjáns tekið sinn toll. Þótt bráðabirgðasamningar hafi tekist hjá stærstu félögunum, kemur fram í könnun Maskínu að almenningsálitið er á þá leið að 46% eru í meðallagi ánægð með störf hreyfingarinnar, fjórðungur beinlínis óánægður og tæpur þriðjungur ánægður. Efling á eftir að semja fyrir sína félagsmenn á meðan Starfsgreinasambandið og samflot iðn- og tæknimanna hafa þegar samið. „Ég vona að félagar mínir hjá Eflingu nái að landa kjarasamningi sem fyrst þannig að þeirra félagsfólk muni fá launahækkanir. Og að það gerist sem allra fyrst,“ segir Kristján. Áramót ASÍ Kjaraviðræður 2022 Fjármál heimilisins Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Í könnun Maskínu voru Íslendingar spurðir um fjármál heimilisins á þessari stundu. 35,1% segist ná mjög vel endum saman og geta sparað um mánaðamót. Önnur 35,1% segjast ná endum saman um hver mánaðamót þótt ekki sé sparnaðurinn endilega mikill. 22,1% segjast hafa átt í erfiðleikum með að ná endum saman upp á síðkastið en eru þó ekki farin að safna skuldum. Og 7,3% segjast ekki ná endum saman á þessu stigi og eru farin að safna skuldum. „Þessar niðurstöður koma okkur auðvitað því miður ekki rosalega á óvart. Við höfum séð þetta og bent á að undanförnu að staða fólks er rosalega misjöfn. Það eru hópar sem eru að berjast í bökkum, fólk sem er á leigumarkaði er að glíma við gríðarlegar hækkanir á leigu og fólk á fasteignamarkaði hefur verið að glíma við hærri vexti og aukna greiðslubyrði,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Á sama tíma hafi stjórnvöld til að mynda ekki komið fram með leiguþak og almennt ekki gert nóg. Kristján segir óskiljanlegt að stjórnvöld sýni afkomu almennings í miðri afkomukreppu þvílíkt fálæti. „Það þarf að opna augun fyrir þessu og grípa inn í og styðja við fólkið. Auðvitað sjáum við líka það sem er að gerast um áramótin, það eru ýmsar gjaldskrárhækkanir að koma fram hjá hinu opinbera; þarna þurfa þessir aðilar að taka þetta til sín og gera eitthvað til að styðja við fólkið og varpa þessu ekki yfir á almenning á þessum tímapunkti,“ segir Kristján. Starfsemi verkalýðshreyfingarinnar á árinu hefur einkennst af átökum sem hafa að sögn Kristjáns tekið sinn toll. Þótt bráðabirgðasamningar hafi tekist hjá stærstu félögunum, kemur fram í könnun Maskínu að almenningsálitið er á þá leið að 46% eru í meðallagi ánægð með störf hreyfingarinnar, fjórðungur beinlínis óánægður og tæpur þriðjungur ánægður. Efling á eftir að semja fyrir sína félagsmenn á meðan Starfsgreinasambandið og samflot iðn- og tæknimanna hafa þegar samið. „Ég vona að félagar mínir hjá Eflingu nái að landa kjarasamningi sem fyrst þannig að þeirra félagsfólk muni fá launahækkanir. Og að það gerist sem allra fyrst,“ segir Kristján.
Áramót ASÍ Kjaraviðræður 2022 Fjármál heimilisins Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent