Flóttamenn á Íslandi: Láta ekki sitt eftir liggja og bera höfuðið hátt Anh-Đào K. Trần og Atli Harðarson skrifar 29. desember 2022 12:30 Á liðnu ári bar talsvert á umræðu um flóttamenn hér á landi. Hluti hennar var bergmál af ýmsu sem sagt var í nágrannalöndum okkar. Í bland mátti greina hugmyndir í þá veru að mikil vændræði fylgdu sambúð fólks af ólíkum uppruna. Við skrifum þessa grein í tvennum tilgangi. Annars vegar viljum við upplýsa lesendur um flóttamenn frá Víetnam sem komu til landsins fyrir meira en fjörutíu árum og hafa síðan tekið virkan þátt í íslensku samfélagi og atvinnulífi. Hins vegar viljum við brýna fyrir þeim sem fjalla um málefni flóttafólks að skoða íslenskan veruleika og forðast hugsunarlausar endurtekningar á því sem sagt er annars staðar. Íslenska ríkið tók fyrst við hópi flóttamanna á sjötta áratug síðustu aldar. Þeir komu frá Ungverjalandi. Næsti hópur flóttamanna kom ekki fyrr en 1979 þegar 34 einstaklingar frá Víetnam fluttust hingað. Fólkið flúði af ýmsum ástæðum eftir að Víetnamstríðinu lauk 1975. Sumir sem börðust á móti kommúnistum óttuðust hefndaraðgerðir þeirra eftir að þeir náðu öllu landinu á sitt vald. Sumir höfðu verið hraktir frá heimilum sínum og þvingaðir til að fara í „endurmenntunabúðir“ eða lifa við óbærileg kjör. Um 1990 komu svo fleiri hópar víetnamskra flóttamanna til landsins. Annar höfunda þessa greinarkorns, Anh-Đào, hefur rannsakað lífshlaup hópsins sem kom 1979. Sú rannsókn er hin fyrsta sinnar gerðar hér á landi og niðurstöður hafa birst á fræðilegum vettvangi. Í byrjun þurfti fólkið að takast á við töluverða erfiðleika því loftslag, tungumál og siðir voru ólík því sem það ólst upp við. Fyrst í stað kom líka nokkrum sinnum til átaka milli innfæddra Íslendinga og ungra karlmanna úr hópnum. Tilefnin gátu verið að þeir töluðu saman á eigin móðurmáli eða ræddu við íslenskar konur á skemmtistöðum. Nokkrum sinnum voru þeir líka áreittir með athæfi sem vitað var að Víetnömum þótti móðgandi. Slíkar ýfingar voru undantekningar frá samskiptum sem voru og eru góð. Þegar hópurinn kom árið 1979 var nokkuð rætt um það í íslenskum fjölmiðlum að fólki frá svo fjarlægu landi gætu fylgt vandamál. Nú er löngu ljóst að þær áhyggjur voru ástæðulausar. Rúmlega fjögurra áratuga saga sýnir að atvinnuþátttaka er mikil, fólkinu þykir vænt um Ísland, niðjar þess eiga íslensku að móðurmáli og hafa, eins og aðrir landsmenn, margvísleg hugðarefni og hæfileika. Þegar rætt var við fólkið um ástæður flóttans frá Víetnam kom á daginn að gildin sem skiptu það máli voru síður en svo framandleg. Viðmælendur ræddu einkum um frelsi, sjálfsvirðingu og öryggi. Eftifarandi tilvitnun í viðtal sem Anh-Đào tók við einn úr hópnum gefur ofulitla innsýn í veruleikann sem mætti honum eftir komuna til Íslands: „Án sjálfsvirðingar er maður ekkert. Ég er að tala um minnimáttarkenndina sem ég fann fyrir sem útlendingur. Mér fannst sem fólk liti á okkur sem byrði á samfélaginu og við yrðum að sanna að við værum það ekki. Við öfluðum okkur samt menntunar, stóðum okkur í vinnu og greiddum skatta rétt eins og innfæddir.“ Þetta reyndi á þolrifin. Þegar litið er um öxl er samt ljóst að flóttamennirnir sem komu fyrir rúmum 40 árum hafa ekki látið sitt eftir liggja. Þeir eru virkir borgarar sem vinna samfélagi sínu gagn og bera höfuðið hátt. Hluti erfiðleikanna sem tæpt er á í tilvitnuninni hér að ofan stafaði af því hvað viðmælanda þótti um viðhorf innfæddra. Ummæli hans minna okkur á að leggja ekki steina í götu fólks með fáfræði og fordómum. Vonandi þarf ekki að minna lesendur á að flóttamenn eru einstaklingar með mannlegar þarfir en ekki fulltrúar framandi menningar. Það sem aðgreinir fólk frá ólíkum heimshlutum er flest heldur yfirborðslegt í samanburði við það sem er sameiginlegt. Hvað sem líður þörf ríkisins á að snúa fólki til baka sem leitar hér landvistar er að minnsta kosti óþarfi að sýna því lítilsvirðingu með órökstuddum dómum um að það sé líklegt til vandræða. Höfundar starfa báðir við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Atli hefur búið á Íslandi frá fæðingu. Anh-Đào flúði með fjölskyldu frá Víetnam árið 1975. Hún var eftir það flóttamaður í Bandaríkjunum og flutti þaðan til Íslands árið 1984. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Atli Harðarson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á liðnu ári bar talsvert á umræðu um flóttamenn hér á landi. Hluti hennar var bergmál af ýmsu sem sagt var í nágrannalöndum okkar. Í bland mátti greina hugmyndir í þá veru að mikil vændræði fylgdu sambúð fólks af ólíkum uppruna. Við skrifum þessa grein í tvennum tilgangi. Annars vegar viljum við upplýsa lesendur um flóttamenn frá Víetnam sem komu til landsins fyrir meira en fjörutíu árum og hafa síðan tekið virkan þátt í íslensku samfélagi og atvinnulífi. Hins vegar viljum við brýna fyrir þeim sem fjalla um málefni flóttafólks að skoða íslenskan veruleika og forðast hugsunarlausar endurtekningar á því sem sagt er annars staðar. Íslenska ríkið tók fyrst við hópi flóttamanna á sjötta áratug síðustu aldar. Þeir komu frá Ungverjalandi. Næsti hópur flóttamanna kom ekki fyrr en 1979 þegar 34 einstaklingar frá Víetnam fluttust hingað. Fólkið flúði af ýmsum ástæðum eftir að Víetnamstríðinu lauk 1975. Sumir sem börðust á móti kommúnistum óttuðust hefndaraðgerðir þeirra eftir að þeir náðu öllu landinu á sitt vald. Sumir höfðu verið hraktir frá heimilum sínum og þvingaðir til að fara í „endurmenntunabúðir“ eða lifa við óbærileg kjör. Um 1990 komu svo fleiri hópar víetnamskra flóttamanna til landsins. Annar höfunda þessa greinarkorns, Anh-Đào, hefur rannsakað lífshlaup hópsins sem kom 1979. Sú rannsókn er hin fyrsta sinnar gerðar hér á landi og niðurstöður hafa birst á fræðilegum vettvangi. Í byrjun þurfti fólkið að takast á við töluverða erfiðleika því loftslag, tungumál og siðir voru ólík því sem það ólst upp við. Fyrst í stað kom líka nokkrum sinnum til átaka milli innfæddra Íslendinga og ungra karlmanna úr hópnum. Tilefnin gátu verið að þeir töluðu saman á eigin móðurmáli eða ræddu við íslenskar konur á skemmtistöðum. Nokkrum sinnum voru þeir líka áreittir með athæfi sem vitað var að Víetnömum þótti móðgandi. Slíkar ýfingar voru undantekningar frá samskiptum sem voru og eru góð. Þegar hópurinn kom árið 1979 var nokkuð rætt um það í íslenskum fjölmiðlum að fólki frá svo fjarlægu landi gætu fylgt vandamál. Nú er löngu ljóst að þær áhyggjur voru ástæðulausar. Rúmlega fjögurra áratuga saga sýnir að atvinnuþátttaka er mikil, fólkinu þykir vænt um Ísland, niðjar þess eiga íslensku að móðurmáli og hafa, eins og aðrir landsmenn, margvísleg hugðarefni og hæfileika. Þegar rætt var við fólkið um ástæður flóttans frá Víetnam kom á daginn að gildin sem skiptu það máli voru síður en svo framandleg. Viðmælendur ræddu einkum um frelsi, sjálfsvirðingu og öryggi. Eftifarandi tilvitnun í viðtal sem Anh-Đào tók við einn úr hópnum gefur ofulitla innsýn í veruleikann sem mætti honum eftir komuna til Íslands: „Án sjálfsvirðingar er maður ekkert. Ég er að tala um minnimáttarkenndina sem ég fann fyrir sem útlendingur. Mér fannst sem fólk liti á okkur sem byrði á samfélaginu og við yrðum að sanna að við værum það ekki. Við öfluðum okkur samt menntunar, stóðum okkur í vinnu og greiddum skatta rétt eins og innfæddir.“ Þetta reyndi á þolrifin. Þegar litið er um öxl er samt ljóst að flóttamennirnir sem komu fyrir rúmum 40 árum hafa ekki látið sitt eftir liggja. Þeir eru virkir borgarar sem vinna samfélagi sínu gagn og bera höfuðið hátt. Hluti erfiðleikanna sem tæpt er á í tilvitnuninni hér að ofan stafaði af því hvað viðmælanda þótti um viðhorf innfæddra. Ummæli hans minna okkur á að leggja ekki steina í götu fólks með fáfræði og fordómum. Vonandi þarf ekki að minna lesendur á að flóttamenn eru einstaklingar með mannlegar þarfir en ekki fulltrúar framandi menningar. Það sem aðgreinir fólk frá ólíkum heimshlutum er flest heldur yfirborðslegt í samanburði við það sem er sameiginlegt. Hvað sem líður þörf ríkisins á að snúa fólki til baka sem leitar hér landvistar er að minnsta kosti óþarfi að sýna því lítilsvirðingu með órökstuddum dómum um að það sé líklegt til vandræða. Höfundar starfa báðir við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Atli hefur búið á Íslandi frá fæðingu. Anh-Đào flúði með fjölskyldu frá Víetnam árið 1975. Hún var eftir það flóttamaður í Bandaríkjunum og flutti þaðan til Íslands árið 1984.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun