Lífið

Hundurinn á „doge“-skopmyndinni með hvítblæði

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kabosu með fána af myndinni sem gerði hann heimsfrægan.
Kabosu með fána af myndinni sem gerði hann heimsfrægan.

Shiba Inu-hundurinn Kabosu sem netverjar þekkja líklegast sem „doge-hundurinn“ er alvarlega veikur. Hann berst nú við hvítblæði og lifrasjúkdóm. 

Kabosu er orðin sautján ára gömul og varð heimsfræg árið 2013 þegar mynd af henni vandræðalegri á svip fór eins og eldur um sinu á netinu. Á myndina voru skrifuð nokkur orð og myndin skírð „doge“ sem er grínritháttur á enska orðinu fyrir hund, dog. 

Upprunalega doge-myndin.

Myndin af Kabosu hefur svo lifað á netinu í öll þessi ár og er meðal annars andlit stórrar grínrafmyntar, Dogecoin. Dogecoin var einn af styrktaraðilum knattspyrnuliðsins Watford í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og mátti þá sjá Kabosu á hlið treyjunnar. 

Imrân Louza, leikmaður Watford, með Kabuso á öxlinni.Getty/Richar Heathcote

Á jóladag hætti Kabosu að borða mat og drekka vatn og hefur greinst með hvítblæði. Eigandi hennar greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni en fjögur hundruð þúsund manns fylgjast með þeim mæðgum þar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.