Lífið

Sonar­sonur Bob Marl­ey er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jo Mersa Marley á tónleikum árið 2019.
Jo Mersa Marley á tónleikum árið 2019. Getty

Jamaíski tónlistarmaðurinn Joseph Marley, betur þekkur sem Jo Mersa, er látinn. Jo Mersa, sem varð 31 árs gamall, var barnabarn reggígoðsagnarinnar Bob Marley,

Erlendir fjölmiðlar segja Marley hafi fundist látinn í bíl í Bandaríkjunum. Hann fluttist til Miami ellefu ára gamall.

Marley á að hafa glímt við astma og greinir útvarpsstöðin WZPP frá því að veikindin hafi átt þátt í dauða hans þó að enn hafi ekki verið gefið út hvað hafi dregið hann til dauða.

Joseph Marley er sonur tónlistarmannsins Stephen Marley og barnabarn Bob Marley sem lést af völdum krabbameins árið 1981. Feðgarnir Joseph og Stephen komu margoft fram saman á sviði.

Joseph Marley starfaði sjálfur sem tónlistarmaður og hafði gefið úr tvær plötur. Hann tók einnig þátt í útgáfu plötunnar Strictly Roots með Morgan Heritage sem tilnefnd var til Grammy-verðlauna árið 2015.

Marley lætur eftir sig konu og barn.

Stjórnmálamaðurinn Mark J. Golding, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Jamaíku, er einn þeirra sem minnist Jo Mersa á samfélagsmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×