Draumaferð þúsunda ferðamanna endar sem Reykjavíkurferð Bjarki Sigurðsson skrifar 28. desember 2022 09:54 Ingólfur Axelsson, forstjóri Tröllaferða, segir að ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. Aðsend Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir tjón vegna vegalokana vera gífurlegt fyrir sig og önnur fyrirtæki í bransanum. Hann segir að skipuleggja þurfi moksturinn betur og kallar eftir frekari mannskap í starfið. Ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. Vegum á Íslandi, þá sérstaklega á Suðausturlandi, hefur ítrekað verið lokað síðustu daga vegna veðurs. Þegar vegirnir eru lokaðir kemst enginn um þá og neyðast ferðamenn til að dvelja til lengri tíma í Reykjavík eftir að hafa ætlað sér að ferðast um landið. Margir hverjir hafa bókað sér ferðir með ferðaþjónustufyrirtækjum sem sitja eftir með gífurlegt tekjutap. Milljóna tap Ingólfur Axelsson, forstjóri Tröllaferða, gagnrýnir það að landið sé auglýst sem heilsársferðamannastaður þegar loka þarf vegum í marga daga í senn. „Ísland er búið að eyða milljörðum í að markaðssetja sig sem heilsársáfangastað en núna er þetta allt í hakki yfir jólin. Við erum með tíu daga þar sem við höfum varla náð að halda rútínu sem er frekar langt. Það sem við verðum fyrir núna er að við verðum að aflýsa ferðum fyrir gríðarlegar fjárhæðir. Við erum kannski búin að aflýsa hundrað ferðum á tólf dögum, síðan 16. desember. Þetta er orðið dálítið mikið,“ segir Ingólfur í samtali við fréttastofu. Tröllaferðir bjóða upp á ferðir um land allt.Aðsend Það sem hefur verið verst fyrir ferðaþjónustuna er lokun milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Að mati Ingólfs varði hún allt of lengi. Nú er búið að opna veginn á ný en hann segist nú þurfa að velta því fyrir sér hvort það taki sig að senda ferðamenn þangað enda gæti veginum verið lokað á svipstundu á ný. „Þannig við verðum ekki bara að taka ákvörðun hvort við ættum að senda rúturnar út út af veðrinu heldur verðum við líka að hugsa hvað Vegagerðin ætlar að gera. Og þeir eru ekkert að upplýsa okkur um það. Að sjálfsögðu getum við ekkert gert í því þegar það er vont veður, þá er bara lokað. Það er bara flott. Allir sammála um það. Auðvitað á ekki neinn að keyra fram hjá lokun, það skapar bara enn þá meiri vandræði,“ segir Ingólfur. Rúturnar eru lausnin Hann vill þó meina að fyrirtæki sem bjóða upp á rútuferðir séu lausnin. Fólk sem er í rútu er augljóslega ekki að þvælast um á bílaleigubíl í vetrarfæri. „Að sjálfsögðu þarf að skipuleggja þetta betur, moksturinn. Það vantar meiri mannskap. Ég hef rætt bæði við fólk á Kirkjubæjarklaustri og í Vík, það vantar bara mannskap til að sinna verkefnum,“ segir Ingólfur. Hann vill þó ekki að umræðan snúist um að fólkið í mokstrinum sé ekki að sinna sinni vinnu enda gerir það sitt besta allan sólarhringinn. Draumadvölin á Íslandi (Reykjavík) Ingólfur segir að það þurfi að vera með vakt allan sólarhringinn hjá þeim sem sjá um moksturinn ef þörf er á. Það gangi ekki að sinna vegum eins og einhverjir áhugamenn. Mokstur sé ekki átta til fjögur starf þó honum sé oft sinnt þannig. „Okkar tjón er samt ekkert aðalmálið heldur eru þarna tíu þúsund farþegar búnir að kaupa sér ferðir til Íslands sem eru ekki að fá ferðina. Þú kaupir þér ferð til Íslands, búinn að safna þér fyrir því. Svo mætir þú hingað og situr eftir í Reykjavík og allar leiðir út úr borginni ófærar. Það skilja allir þegar það er brjálað veður en svo kemur næsti dagur og veðrið orðið gott, þá situr þú enn eftir í Reykjavík og færð ekki ferðina sem þú keyptir þér,“ segir Ingólfur. Veður Snjómokstur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Vegum á Íslandi, þá sérstaklega á Suðausturlandi, hefur ítrekað verið lokað síðustu daga vegna veðurs. Þegar vegirnir eru lokaðir kemst enginn um þá og neyðast ferðamenn til að dvelja til lengri tíma í Reykjavík eftir að hafa ætlað sér að ferðast um landið. Margir hverjir hafa bókað sér ferðir með ferðaþjónustufyrirtækjum sem sitja eftir með gífurlegt tekjutap. Milljóna tap Ingólfur Axelsson, forstjóri Tröllaferða, gagnrýnir það að landið sé auglýst sem heilsársferðamannastaður þegar loka þarf vegum í marga daga í senn. „Ísland er búið að eyða milljörðum í að markaðssetja sig sem heilsársáfangastað en núna er þetta allt í hakki yfir jólin. Við erum með tíu daga þar sem við höfum varla náð að halda rútínu sem er frekar langt. Það sem við verðum fyrir núna er að við verðum að aflýsa ferðum fyrir gríðarlegar fjárhæðir. Við erum kannski búin að aflýsa hundrað ferðum á tólf dögum, síðan 16. desember. Þetta er orðið dálítið mikið,“ segir Ingólfur í samtali við fréttastofu. Tröllaferðir bjóða upp á ferðir um land allt.Aðsend Það sem hefur verið verst fyrir ferðaþjónustuna er lokun milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Að mati Ingólfs varði hún allt of lengi. Nú er búið að opna veginn á ný en hann segist nú þurfa að velta því fyrir sér hvort það taki sig að senda ferðamenn þangað enda gæti veginum verið lokað á svipstundu á ný. „Þannig við verðum ekki bara að taka ákvörðun hvort við ættum að senda rúturnar út út af veðrinu heldur verðum við líka að hugsa hvað Vegagerðin ætlar að gera. Og þeir eru ekkert að upplýsa okkur um það. Að sjálfsögðu getum við ekkert gert í því þegar það er vont veður, þá er bara lokað. Það er bara flott. Allir sammála um það. Auðvitað á ekki neinn að keyra fram hjá lokun, það skapar bara enn þá meiri vandræði,“ segir Ingólfur. Rúturnar eru lausnin Hann vill þó meina að fyrirtæki sem bjóða upp á rútuferðir séu lausnin. Fólk sem er í rútu er augljóslega ekki að þvælast um á bílaleigubíl í vetrarfæri. „Að sjálfsögðu þarf að skipuleggja þetta betur, moksturinn. Það vantar meiri mannskap. Ég hef rætt bæði við fólk á Kirkjubæjarklaustri og í Vík, það vantar bara mannskap til að sinna verkefnum,“ segir Ingólfur. Hann vill þó ekki að umræðan snúist um að fólkið í mokstrinum sé ekki að sinna sinni vinnu enda gerir það sitt besta allan sólarhringinn. Draumadvölin á Íslandi (Reykjavík) Ingólfur segir að það þurfi að vera með vakt allan sólarhringinn hjá þeim sem sjá um moksturinn ef þörf er á. Það gangi ekki að sinna vegum eins og einhverjir áhugamenn. Mokstur sé ekki átta til fjögur starf þó honum sé oft sinnt þannig. „Okkar tjón er samt ekkert aðalmálið heldur eru þarna tíu þúsund farþegar búnir að kaupa sér ferðir til Íslands sem eru ekki að fá ferðina. Þú kaupir þér ferð til Íslands, búinn að safna þér fyrir því. Svo mætir þú hingað og situr eftir í Reykjavík og allar leiðir út úr borginni ófærar. Það skilja allir þegar það er brjálað veður en svo kemur næsti dagur og veðrið orðið gott, þá situr þú enn eftir í Reykjavík og færð ekki ferðina sem þú keyptir þér,“ segir Ingólfur.
Veður Snjómokstur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira