34 látnir í Buffalo og enn leitað að líkum í föstum bílum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2022 07:06 Snjó hefur kyngt niður og frostið farið í 45 stig. AP/The Buffalo News/Joseph Cooke Að minnsta kosti 34 eru látnir í Buffalo í New York eftir kuldakast síðustu daga en yfirvöld gera fastlega ráð fyrir að fleiri muni finnast látnir á næstu dögum. Lögregla leitar nú í bifreiðum sem hafa setið fastar í snjónum. Fjöldi líka hafa verið flutt á sjúkrahús, þar sem unnið er að því að rannsaka hvort viðkomandi hafi látist af völdum veðurofsans. Lögregla á enn eftir að svara um það bil þúsund útköllum í gegnum neyðarlínuna 911, sem hún hefur ekki komist í vegna álags. Aðstæður eru enn víða slæmar, þar sem akstursbönn eru enn í gildi og verslanir lokaðar. Þá snjóar enn á sumum svæðum. Veðurfræðingar segja um að ræða versta snjóstorm á líftíma núlifandi kynslóða. Meðal látnu voru að minnsta kosti þrír sem fundust í bifreiðum sínum, fjórir sem voru á heimilum án hita, þrír sem létust af völdum hjartabilunar við snjómokstur og þrír sem féllu frá vegna þess að viðbragðsaðilar komust ekki til að sinna þeim í tæka tíð. Þá hafa lík fundist úti á götu. Eitt fórnarlamba veðursins, hin 22 ára Anndel Taylor, lést eftir að hafa setið föst í bifreið sinni í 18 klukkustundir. Hún stytti sér stundir við að skiptast á myndskeiðum við systur sína en í síðasta myndskeiðinu sem hún sendi frá sér sést hún skrúfa niður rúðuna til að sýna aðra fasta bifreið. Fregnir hafa borist af neyðarástandi á spítala þegar rafmagn fór af byggingunni og konu sem þurfti að fæða heima þar sem hún komst hvorki lönd né strönd. Konan var að lokum flutt á sjúkrahús í 45 mínútna fjarlægð frá heimili sínu, þar sem ófært var að nærliggjandi sjúkrastofnunum. Hærra hitastig er í kortunum og viðbúið að bráðnandi snjór muni valda einhverjum flóðum. Bandaríkin Veður Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Fjöldi líka hafa verið flutt á sjúkrahús, þar sem unnið er að því að rannsaka hvort viðkomandi hafi látist af völdum veðurofsans. Lögregla á enn eftir að svara um það bil þúsund útköllum í gegnum neyðarlínuna 911, sem hún hefur ekki komist í vegna álags. Aðstæður eru enn víða slæmar, þar sem akstursbönn eru enn í gildi og verslanir lokaðar. Þá snjóar enn á sumum svæðum. Veðurfræðingar segja um að ræða versta snjóstorm á líftíma núlifandi kynslóða. Meðal látnu voru að minnsta kosti þrír sem fundust í bifreiðum sínum, fjórir sem voru á heimilum án hita, þrír sem létust af völdum hjartabilunar við snjómokstur og þrír sem féllu frá vegna þess að viðbragðsaðilar komust ekki til að sinna þeim í tæka tíð. Þá hafa lík fundist úti á götu. Eitt fórnarlamba veðursins, hin 22 ára Anndel Taylor, lést eftir að hafa setið föst í bifreið sinni í 18 klukkustundir. Hún stytti sér stundir við að skiptast á myndskeiðum við systur sína en í síðasta myndskeiðinu sem hún sendi frá sér sést hún skrúfa niður rúðuna til að sýna aðra fasta bifreið. Fregnir hafa borist af neyðarástandi á spítala þegar rafmagn fór af byggingunni og konu sem þurfti að fæða heima þar sem hún komst hvorki lönd né strönd. Konan var að lokum flutt á sjúkrahús í 45 mínútna fjarlægð frá heimili sínu, þar sem ófært var að nærliggjandi sjúkrastofnunum. Hærra hitastig er í kortunum og viðbúið að bráðnandi snjór muni valda einhverjum flóðum.
Bandaríkin Veður Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira