Erlent

Stolin pýton­slanga skilaði sér aftur til eig­andans

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Pýtonslangan sem um ræðir er fimm metra löng.
Pýtonslangan sem um ræðir er fimm metra löng. Facebook/Austin Animal Center

Pýtonslanga sem stolið hafði verið úr bíl eiganda hefur skilað sér aftur eftir margra mánaða leit. Eigandinn er að vonum sáttur með endurfundina.

Áhyggjufullir íbúar í Austin í Bandaríkjunum tilkynntu dýravelferðarsamtökum í borginni að þau hefðu rekist á risastóra pýtonslöngu á skriði um borgina. Að þeirra sögn eru tilkynningarnar oft ýktar töluvert og gerðu þau því ráð fyrir lítilli slöngu.

Þegar starfsmenn mættu á vettvang tók á móti þeim „pirruð“ fimm metra löng pýtonslanga. Farið var með slönguna í öruggt skjól en starfsmenn mundu eftir gamalli auglýsingu þar sem lýst var eftir sambærilegu dýri.

Starfsmenn dýravelferðarsamtakanna komu slöngunni í öruggt skjól.Facebook/Austin Animal Center

Farið var í umfangsmikla leit að eigandanum sem fannst að lokum. Eigandinn hafði verið í heimsókn í Austin í júlí á þessu ári þegar brotist var inn í bíl hans og taska, sem slangan var í, var tekin úr bílnum. Ekki fylgir sögunni hvar pýtonslangan var allan þennan tíma en eigandinn mætti glaður á staðinn að sækja dýrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×