Erlent

Milljónir Banda­ríkja­manna stranda­glópar

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sterkur vindur hefur rifið tré upp með rótum.
Sterkur vindur hefur rifið tré upp með rótum. AP/Gee

Að minnsta kosti átján hafa látist í Bandaríkjunum í óveðrinu sem geisar. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og hefur hátt í 2.500 flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Þúsundir verja jólunum fastir á flugvöllum í landinu.

Rafmagnslaust er víða um landið og hefur frost farið niður í 48 gráður. Óveðrið nær yfir mikið svæði, allt frá Great Lakes nærri Kanada, til Rio Grande við landamæri Mexíkó. Stormurinn hefur haft áhrif á 60 prósent Bandaríkjamanna í einhverjum mæli.

Óveðrið hefur verið verulega slæmt í Buffaló í New York síðan stormurinn skall á. Með öflugum vindhviðum, mikilli ofankomu og tilheyrandi skafrenningi hafa björgunaraðilar setið fastir. Ríkisstjóri New York segir hvern einasta slökkviliðsbíl fastan vegna ófærðar. Flugvöllum hefur einnig verið lokað.

Rafmagnsleysi hrjáir fjölda íbúa sem leitað hafa skjóls í neyðarskýlum. Það hefur hins vegar reynst íbúum erfitt að komast í skýlin, enda ófært víðast hvar. AP fréttaveitan greindi frá.


Tengdar fréttir

Níu látnir í Banda­ríkjunum vegna veðurs

Níu hafa látist í Bandaríkjunum í óveðrinu sem geisar. Látnu létust öll í bílslysum vegna hálku og slæmra akstursskilyrða. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og þúsundum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurs.

Ein­stakt kulda­kast ógn við líf manna í Banda­ríkjunum og Kanada

Mikið kuldakast gengur nú yfir Bandaríkin og Kanada og vara sérfræðingar fólk við því að kal geti myndast á húð á aðeins nokkrum mínútum. Veðurviðvaranir um helgina ná til 135 milljóna manna á sama tíma og gríðarlega margir eru á faraldsfæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×