Sport

49ers halda sigurgöngunni áfram og Kúrekarnir snéru taflinu við

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
San Francisco 49ers hafa unnið átta í röð.
San Francisco 49ers hafa unnið átta í röð. Lachlan Cunningham/Getty Images

NFL-deildin í amerískum fótbolta lætur aðfangadag ekki stoppa sig og fóru tíu leikir fram í gær og í nótt. San Fransisco 49ers unnu sinn áttunda sigur í röð er liðið hafði betur gegn Washington Commanders, 37-20, og Dallas Cowboys snéri taflinu við gegn Philedelphia Eagles og vann góðan sigur, 40-34.

Býliðinn Brock Purdy heldur áfram að sanna sig í liði 49ers, en hann átti tvær sendingar fyrir snertimarki í sigri liðsins gegn Commanders í gær. Hann er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar til að kasta fyrir meira en einu snertimarki í sínum fyrstu þrem leikjum í byrjunarliði.

Þá komu Kúrekarnir frá Dallas í veg fyrir það að Philadelphia Eagles næði að tryggja sér efsta sæti NFC-deildarinnar með góðum sex stiga sigri, 40-34.

Leikstjórnandinn Dak Prescott kastaði fyrir þremur snertimörkum og eyddi þannig út tíu stiga forskoti sem Ernirnir höfðu byggt upp í upphafi leiks. Ernirnir eru þó enn í kjörstöðu í NFC-deildinni og þurfa aðeins að vinna einn af seinustu tveimur leikjum sínum til að fá fríviku í úrslitakeppninni.

Úrslit gærdagsins

Atlanta Falcons 9-17 Baltimore Ravens

Detroit Lions 23-37 Carolina Panthers

Buffalo Bills 35-13 Chicago Bears

New Orleans Saints 17-10 Cleveland Browns

Seattle Seahawks 10-24 Kansas City Chiefs

New York Giants 24-24 Minnesota Vikings

Cincinnati Bengals 22-18 New England Patriots

Houston Texans 19-14 Tennessee Titans

Washington Commanders 20-37 San Fransisco 49ers

Philadelphia Eagles 34-40 Dallas Cowboys

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×