Sport

Átta kínverskir snóker-spilarar dæmdir úr leik fyrir að hagræða úrslitum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Chen Zifan varð í dag áttundi kínverski snooker-spilarinn til að vera dæmdur úr leik af heimsmótaröðinni fyrir að hagræða úrslitum.
Chen Zifan varð í dag áttundi kínverski snooker-spilarinn til að vera dæmdur úr leik af heimsmótaröðinni fyrir að hagræða úrslitum. Mike Egerton/PA Images via Getty Images

Chen Zifan situr í 93. sæti heimslistans í snóker, en hann varð í dag áttundi snooker-spilarinn til að vera dæmdur úr leik á heimsmótaröðinni, World Snooker Tour, fyrir að hagræða úrslitum.

Zifan hlaut refsinguna frá World Professional Billiards and Snooker Association, WPBSA, en hann á rétt á því að áfrýja ákvörðuninni.

Brottrekstur Zifan tekur hins vegar tafarlaust gildi og verður í gildi þar til rannsókn málsins lýkur.

Eins og áður segir er þetta ekkert einsdæmi því Zifan er áttundi kínverski snóker-spilarinn sem hefur verið vikið úr keppni fyrir hagræðingu úrslita að undanförnu.

Fyrrum Masters-meistaranum Yan Bingtao var vikið úr keppni fyrr í mánuðinum og og í nóvember var þeim Lu Ning, Li Hang, Zhao Jianbo, Bai Langning og Chang Bingyu einnig vikið úr keppni. Þá var Liang Wenbo vikið úr keppni þann 27. október síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×