Ísbirnir drepast í massavís við Hudsonflóa Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2022 13:33 Ísbjörn við Hudsonflóa í Kanada. Þeim hefur fækkað mjög þar á undanförnum árum. AP/Sean Kilpatrick Ísbirnir við Hudsonflóa í Kanada eru að deyja í massavís. Ástandið er sérstaklega slæmt hjá birnum og húnum en fækkun ísbjarna á svæðinu hefur valdið miklum áhyggjum meðal vísindamanna. Samkvæmt talningu sem framkvæmd var í fyrra voru 618 ísbirnir við flóann. Árið 2016 voru þeir 842. Frá níunda áratug síðustu aldar hefur ísbjörnum fækkað um helming en fækkunin er að miklu leyti rakin til undanhalds hafíss. Vísindamaður sem rannsakað hefur ísbirni á svæðinu í tæpa fjóra áratugi sagði í samtali við AP fréttaveituna að fækkunin væri mun umfangsmeiri en búist var við. Ísbirnir nota ísinn til að veiða seli og önnur dýr þar sem þeir bíða við göt á ísbreiðunni eftir því að selir koma upp til að anda. Undanfarin ár hafa veðurfarsbreytingar af mannavöldum leitt til þess að ísinn frýs seinna á árinu og leysist upp fyrr og því hafa ísbirnir minni aðgang að fæðu. Selir eru gífurleg mikilvægir ísbjörnum því þeir fá svo mikla orku úr fitu þeirra. Einn leiðtoga talningarinnar segir að lengi hafi verið búist við því að breytingarnar myndu hafa mest áhrif á birnur og húna. Hratt stækkandi húnar þurfa mikla orku og birnur verja stórum hluta orkuforða þeirra í húnana. Þessi þróun er talin ógna tilvist ísbjarna á svæðinu þar sem ungir ísbirnir deyja í massavís. Leita meira í byggð Í nýlegri frétt BBC var fjallað um bæinn Churchill í Manitoba, sem liggur við Hudsonflóa, en honum er iðulega lýst sem ísbjarnahöfuðborg heimsins. Íbúar þar eru með sérstakar ruslafötur sem ísbirnir komast ekki í og bílar eru yfirleitt ólæstir svo fólk á göngu geti auðveldlega leitað sér skjóls rambi það á ísbjörn í bænum. Samhliða minni aðgengi ísbjarna að fæðu út á flóanum hafa fleiri ísbirnir leitað til byggða að fæðu. Í þeirri frétt kom fram að vísindamenn búast við því að miðað við núverandi þróun verði hafísinn orðinn svo lítill árið 2050 að ísbirnir muni hverfa frá Hudsonflóa. Kanada Dýr Loftslagsmál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Samkvæmt talningu sem framkvæmd var í fyrra voru 618 ísbirnir við flóann. Árið 2016 voru þeir 842. Frá níunda áratug síðustu aldar hefur ísbjörnum fækkað um helming en fækkunin er að miklu leyti rakin til undanhalds hafíss. Vísindamaður sem rannsakað hefur ísbirni á svæðinu í tæpa fjóra áratugi sagði í samtali við AP fréttaveituna að fækkunin væri mun umfangsmeiri en búist var við. Ísbirnir nota ísinn til að veiða seli og önnur dýr þar sem þeir bíða við göt á ísbreiðunni eftir því að selir koma upp til að anda. Undanfarin ár hafa veðurfarsbreytingar af mannavöldum leitt til þess að ísinn frýs seinna á árinu og leysist upp fyrr og því hafa ísbirnir minni aðgang að fæðu. Selir eru gífurleg mikilvægir ísbjörnum því þeir fá svo mikla orku úr fitu þeirra. Einn leiðtoga talningarinnar segir að lengi hafi verið búist við því að breytingarnar myndu hafa mest áhrif á birnur og húna. Hratt stækkandi húnar þurfa mikla orku og birnur verja stórum hluta orkuforða þeirra í húnana. Þessi þróun er talin ógna tilvist ísbjarna á svæðinu þar sem ungir ísbirnir deyja í massavís. Leita meira í byggð Í nýlegri frétt BBC var fjallað um bæinn Churchill í Manitoba, sem liggur við Hudsonflóa, en honum er iðulega lýst sem ísbjarnahöfuðborg heimsins. Íbúar þar eru með sérstakar ruslafötur sem ísbirnir komast ekki í og bílar eru yfirleitt ólæstir svo fólk á göngu geti auðveldlega leitað sér skjóls rambi það á ísbjörn í bænum. Samhliða minni aðgengi ísbjarna að fæðu út á flóanum hafa fleiri ísbirnir leitað til byggða að fæðu. Í þeirri frétt kom fram að vísindamenn búast við því að miðað við núverandi þróun verði hafísinn orðinn svo lítill árið 2050 að ísbirnir muni hverfa frá Hudsonflóa.
Kanada Dýr Loftslagsmál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira