Að rota jólin Eva María Jónsdóttir skrifar 24. desember 2022 08:00 Ekkert okkar fer varhluta af jólakveðjum. Þær eru orðaðar á ýmsan hátt, en þó er orðalagið G L E Ð I L E G J Ó L O G F A R S Æ L T K O M A N D I Á R sú kveðja sem við heyrum og sjáum oftast, þetta er kveðjan sem við höfum flest alist upp við og mörg notað óspart og af alhug í gegnum tíðina. Íslenskan er síbreytileg og frjó, en líka gömul og ráðsett. Hún er skapandi en einnig íhaldssöm. Við sem tölum íslensku getum staðsett okkur á hvaða útnára tungumálsins sem er og tekið upp hanskann fyrir skapandi notkun þess eða kallað eftir aukinni íhaldssemi og staðið vörð um hefðir. Einhverjir málnotendur kunna að vera uggandi eftir að umræða um kynhlutlaust mál varð áberandi. Einnig gæti fólki orðið órótt þegar farið er að setja ofan í við fólk sem finnur að því að þágufallssýki (nýrra og mildara orð er þágufallshneigð) fái að grassera. Hvort tveggja bendir til þess að fólki sé ekki sama um tungumálið en allt sem lifir þróast og því má óttinn við breytingar ekki verða til þess að tungumálið staðni. Í landinu lifa saman margar málhefðir, ólíkur framburður, fjölbreytileg niðurröðun orða og mismunandi styrkleikar málnotenda. Orðalag sem verður ofan á í almennri notkun, eins og í tilfelli hinnar algengu jólakveðju hér að ofan, getur verið tilviljunum háð. Margvíslegt annað orðalag kæmi til greina. Ef litið er í orðabækur, sem eru auðfundnar á vefgáttinni málið.is má sjá að í nútímaíslensku er orðið jól aðeins til sem hvorugkyns orð í fleirtölu. Þórbergur Þórðarson notaði orðið hinsvegar í eintölu; „Fyrir jólið 1914 átti ég engan eyri til þess að kaupa mér þvott á nærfötum.” Með einfaldri uppflettingu í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má sjá að einlæg jólakveðja finnst í handriti frá árinu 1659. Sú er ögn frábrugðin þeirri sem við þekkjum best: „med beztu farsælldar oskum luckusamlegra jola og farsællegz nya ars.” Við þessa kveðju má bæta voninni um að allir geti að endingu rotað jólin og hvatningu til lesenda að nýta sér alnetið til að finna merkingu þess síðastnefnda. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Jól Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ekkert okkar fer varhluta af jólakveðjum. Þær eru orðaðar á ýmsan hátt, en þó er orðalagið G L E Ð I L E G J Ó L O G F A R S Æ L T K O M A N D I Á R sú kveðja sem við heyrum og sjáum oftast, þetta er kveðjan sem við höfum flest alist upp við og mörg notað óspart og af alhug í gegnum tíðina. Íslenskan er síbreytileg og frjó, en líka gömul og ráðsett. Hún er skapandi en einnig íhaldssöm. Við sem tölum íslensku getum staðsett okkur á hvaða útnára tungumálsins sem er og tekið upp hanskann fyrir skapandi notkun þess eða kallað eftir aukinni íhaldssemi og staðið vörð um hefðir. Einhverjir málnotendur kunna að vera uggandi eftir að umræða um kynhlutlaust mál varð áberandi. Einnig gæti fólki orðið órótt þegar farið er að setja ofan í við fólk sem finnur að því að þágufallssýki (nýrra og mildara orð er þágufallshneigð) fái að grassera. Hvort tveggja bendir til þess að fólki sé ekki sama um tungumálið en allt sem lifir þróast og því má óttinn við breytingar ekki verða til þess að tungumálið staðni. Í landinu lifa saman margar málhefðir, ólíkur framburður, fjölbreytileg niðurröðun orða og mismunandi styrkleikar málnotenda. Orðalag sem verður ofan á í almennri notkun, eins og í tilfelli hinnar algengu jólakveðju hér að ofan, getur verið tilviljunum háð. Margvíslegt annað orðalag kæmi til greina. Ef litið er í orðabækur, sem eru auðfundnar á vefgáttinni málið.is má sjá að í nútímaíslensku er orðið jól aðeins til sem hvorugkyns orð í fleirtölu. Þórbergur Þórðarson notaði orðið hinsvegar í eintölu; „Fyrir jólið 1914 átti ég engan eyri til þess að kaupa mér þvott á nærfötum.” Með einfaldri uppflettingu í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má sjá að einlæg jólakveðja finnst í handriti frá árinu 1659. Sú er ögn frábrugðin þeirri sem við þekkjum best: „med beztu farsælldar oskum luckusamlegra jola og farsællegz nya ars.” Við þessa kveðju má bæta voninni um að allir geti að endingu rotað jólin og hvatningu til lesenda að nýta sér alnetið til að finna merkingu þess síðastnefnda. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar