Vikulangt jólafrí Hagstofunnar skjóti skökku við Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. desember 2022 21:50 Konráð S. Guðjónsson er efnahagsráðjafi Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm Hagstofa Íslands hefur ákveðið að veita starfsmönnum sínum aukalega vikulangt jólafrí. Hagstofan verður lokuð á milli jóla og nýárs. Hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins segir fríið koma spánskt fyrir sjónir í ljósi aðstæðna á opinberum vinnumarkaði. Hagstofan tilkynnti um lokunina í tilkynningu á Twitter. Í samtali við mbl.is segir Hrafnhildur Arnkelsdóttir hagstofustjóri að fríið sé leið til að verðlauna starfsmenn fyrir vel unnin störf. Ekki sé veitt slíkt frí hvert ár en Hrafnhildur segir að fríið sé hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins setur spurningamerki við þessa ákvörðun Hagstofunnar. „Sex dögum lengra orlof en á almennum vinnumarkaði og frí annan hvern föstudag er vitanlega ekki nóg,“ skrifar Konráð á Twitter. 6 dögum lengra orlof en á almennum vinnumarkaði og frí annan hvern föstudag er vitanlega ekki nóghttps://t.co/6DLGcvoWjp— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) December 21, 2022 „Þetta óneitanlega skýtur skökku við, ég veit ekki til þess að heilu fyrirtækin bara loki á milli jóla og nýárs,“ segir Konráð í samtali við fréttastofu. Mikill munur á opinberum og almennum vinnumarkaði Þar sem að starfsfólk á opinberum vinnumarkaði fái fleiri orlofsdaga ofan á styttri vinnuviku komi þessi ákvörðun honum spánskt fyrir sjónir. „Orlofsrétturinn er almennt um 30 dagar á opinberum vinnumarkaði, samanborið við um 24 á almennum vinnumarkaði. Vinnutímastyttingin sem ráðist var í á síðustu árum var einnig miklu meiri hjá hinu opinbera,“ segir Konráð. Hann telur einnig að varlega þurfi að fara í sakirnar þegar það kemur að vinnutímastyttingu. „Í úttekt á vegum fjármálaráðuneytisins á styttingu vinnuvikunnar hjá ríkinu virðist niðurstaðan vera að ávinningur af styttingu sé ekki jafn mikill og vonast var til. Þetta er bara mjög kostnaðarsamt.“ Vinnumarkaður Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Hagstofan tilkynnti um lokunina í tilkynningu á Twitter. Í samtali við mbl.is segir Hrafnhildur Arnkelsdóttir hagstofustjóri að fríið sé leið til að verðlauna starfsmenn fyrir vel unnin störf. Ekki sé veitt slíkt frí hvert ár en Hrafnhildur segir að fríið sé hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins setur spurningamerki við þessa ákvörðun Hagstofunnar. „Sex dögum lengra orlof en á almennum vinnumarkaði og frí annan hvern föstudag er vitanlega ekki nóg,“ skrifar Konráð á Twitter. 6 dögum lengra orlof en á almennum vinnumarkaði og frí annan hvern föstudag er vitanlega ekki nóghttps://t.co/6DLGcvoWjp— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) December 21, 2022 „Þetta óneitanlega skýtur skökku við, ég veit ekki til þess að heilu fyrirtækin bara loki á milli jóla og nýárs,“ segir Konráð í samtali við fréttastofu. Mikill munur á opinberum og almennum vinnumarkaði Þar sem að starfsfólk á opinberum vinnumarkaði fái fleiri orlofsdaga ofan á styttri vinnuviku komi þessi ákvörðun honum spánskt fyrir sjónir. „Orlofsrétturinn er almennt um 30 dagar á opinberum vinnumarkaði, samanborið við um 24 á almennum vinnumarkaði. Vinnutímastyttingin sem ráðist var í á síðustu árum var einnig miklu meiri hjá hinu opinbera,“ segir Konráð. Hann telur einnig að varlega þurfi að fara í sakirnar þegar það kemur að vinnutímastyttingu. „Í úttekt á vegum fjármálaráðuneytisins á styttingu vinnuvikunnar hjá ríkinu virðist niðurstaðan vera að ávinningur af styttingu sé ekki jafn mikill og vonast var til. Þetta er bara mjög kostnaðarsamt.“
Vinnumarkaður Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira