Lífið

Kom Lindu og Gunnari ekki á óvart að húsið hafi verið valið jólahús ársins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar og Linda jólaskreyta alltaf mikið fyrir hver einustu jól.
Gunnar og Linda jólaskreyta alltaf mikið fyrir hver einustu jól.

Jólahús ársins 2022 að mati lesenda Vísis er hús þeirra Gunnars Óskarssonar og Lindu Sveinsdóttur á Völlunum í Hafnarfirði. Þau elska jólin, keppast um að koma með jólalega hluti heim allan ársins hring til að sýna hvoru öðru og hafa aldrei neitað hinu um nokkurn jólalegan hlut.

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri hjónin sem hlakka alltaf jafn mikið til jólanna og ætla aldrei að hætta að skreyta. Linda segir í innslaginu að það hafi ekki beint komið þeim hjónum á óvart að húsið hafi verið valið jólahús ársins.

„Maður kaupir bara lítið í einu og þá finnur maður kannski ekki eins mikið fyrir þessu,“ segir Linda um kostnaðinn á bak við allt þetta jólaskraut.

„En þetta er vissulega bara okkar áhugamál og áhugamál eru dýr,“ bætir Linda við.

„Börnin okkar eru mismikil jólabörn en þau hjálpuðu okkur mikið áður fyrr en það hefur aðeins minnkað,“ segir Linda en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni um þetta einstaklega fallega jólaskreytta hús í Hafnarfirðinum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×