Sjóðastýringarrisinn Vanguard tvöfaldar stöðu sína í Arion banka

Bandaríska sjóðastýringarfélagið Vanguard fjárfesti í Arion banka fyrir liðlega 2,5 milljarða króna í sérstöku lokunaruppboði sem fór fram síðasta föstudag samhliða öðrum áfanga við uppfærslu íslenska markaðarins í flokk nýmarkaðsríkja. Vanguard er núna langsamlega stærsti einstaki erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Arion.
Tengdar fréttir

Undirbúningur sjóða sem seldu íslensku bréfin „langur og vel skipulagður“
Ótti innlendra fjárfesta um að það sé talsvert uppsafnað framboð af hlutabréfum sem ekki hafi náðst að selja á þeim verðum þegar erlendir vísitölusjóðir komu inn á markaðinn í uppboði eftir lokun Kauphallarinnar síðasta föstudag skýrir meðal annars það verðfall sem hefur orðið á bréfum flestra skráða félaga í vikunni.