Ormsson, Ilva og Heimkaup sektuð fyrir Taxfree auglýsingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. desember 2022 16:13 Neytendastofa hefur sektað Ormsson, Ilvu og Heimkaup vegna Taxfree auglýsinga. Vísir/Hanna Neytendastofa hefur sektað Heimkaup, Ormsson og Ilvu fyrir að tilgreina ekki prósentuhlutfall verðlækkunar þegar fyrirtækin auglýstu taxfree afslátt af vörum sínum. Ormsson var auk þess sektað fyrir að auglýsa sjónvörp á afslætti í lengri tíma en sex vikur þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið seld á tilgreindu fyrra verði. Úrskurðirnir voru birtir á vef Neytendastofu í dag. Í tilfelli Heimkaups kemur fram að stofnuninni hafi borist ábendingar í tengslum við taxfree auglýsingar félagsins. „Í ábendingum hafi komið fram að félagið hafi ekki tilgreint prósentuhlutfall verðlækkunar á öllum þeim stöðum sem Tax Free verðlækkunin var kynnt,“ segir í úrskurðinum. Óskað var eftir skýringum og athugasemdum frá félaginu vegna erindisins. Höfuðstöðvar Heimkaupa eru í Smáratorgi. Í svari Heimkaups segir að þetta hafi ekki verið með vilja gert „heldur hafi fyrst og fremst verið um mannleg mistök að ræða. Félagið prófarkalesi allt efni sem fari frá þeim á netið og því þyki félaginu það hálf skömmustulegt að þetta skyldi hafa sloppið þar í gegn. Þetta hafi sem betur fer aðeins gerst á forsíðu vefsíðunnar, en ekki þegar komið hafi verið inn á sjálft sölusvæðið.“ Wedo efh, rekstraraðili Heimkaupa var gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 600.000 krónur vegna brotsins. Ilva sektuð um 200.000 krónur Ilva tiltók ekki prósentuhlutfall afsláttar þegar Taxfree afsláttur var auglýsturIlva Svipaða sögu má segja í tilfelli Ilvu en Neytendastofa sendi félaginu bréf þann 25. ágúst þar sem fram kom að stofnunin hafi orðið vör við auglýsingar félagsins um Tax Free afslátt sem birtist á facebooksíðu ILVA og á vefsíðu félagsins, www.ilva.is. Laut erindið að því að í auglýsingunni væri ekki tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins. Þá kom fram að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Neytendastofa hefði afskipti af auglýsingum félagsins vegna Tax Free tilboðs þar prósentuhlutfall afsláttar var ekki tilgreint. Ilvu var gert að greiða 200.000 krónur vegna málsins. Ormson var sektað fyrir að auglýsa sjónvörp á afslætti í lengri tíma en sex vikur þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið seld á tilgreindu fyrra verði. Neytendastofa sendi Ormsson bréf þann 6. júlí. Þar greindi stofnunin frá ábendingu sem henni hafði borist í tengslum við viðskiptahætti félagsins. Í ábendingunni var tekið fram að félagið hafi auglýst sjónvörp á afslætti í lengri tíma en sex vikur og þau aldrei verið seld á tilgreindu fyrra verði. Í miðri uppfærslu á nýju fjárhagskerfi Einnig var bent á að Ormsson hafi auglýst svokallaða Risa Taxfree daga án þess að tilgreina prósentuhlutfall verðlækkunar á öllum þeim stöðum sem verðlækkunin var kynnt. Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að í svari Ormsson hafi komið fram að félagið væri í miðri uppfærslu á nýju fjárhagskerfi. „Það fjárhagskerfi sem félagið notaðist við í dag væri ekki með þann möguleika á að skrá hjá sér verðsögu líkt og stofnunin væri að óska eftir og því gæti félagið ekki skilað þeim upplýsingum af sér. Þá tiltók félagið að þau tæki sem Neytendastofa gerði athugasemdir við væru á sérstöku tilboði þar sem verið væri að klára ákveðin módel frá fyrra ári, árinu 2021, með sérstökum markaðsstuðningi frá Samsung en verið væri að rýma fyrir nýjum módelum.“ Var Ormsson gert að greiða 150.000 krónur í sekt til ríkissjóðs vegna málsins. Neytendur Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Úrskurðirnir voru birtir á vef Neytendastofu í dag. Í tilfelli Heimkaups kemur fram að stofnuninni hafi borist ábendingar í tengslum við taxfree auglýsingar félagsins. „Í ábendingum hafi komið fram að félagið hafi ekki tilgreint prósentuhlutfall verðlækkunar á öllum þeim stöðum sem Tax Free verðlækkunin var kynnt,“ segir í úrskurðinum. Óskað var eftir skýringum og athugasemdum frá félaginu vegna erindisins. Höfuðstöðvar Heimkaupa eru í Smáratorgi. Í svari Heimkaups segir að þetta hafi ekki verið með vilja gert „heldur hafi fyrst og fremst verið um mannleg mistök að ræða. Félagið prófarkalesi allt efni sem fari frá þeim á netið og því þyki félaginu það hálf skömmustulegt að þetta skyldi hafa sloppið þar í gegn. Þetta hafi sem betur fer aðeins gerst á forsíðu vefsíðunnar, en ekki þegar komið hafi verið inn á sjálft sölusvæðið.“ Wedo efh, rekstraraðili Heimkaupa var gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 600.000 krónur vegna brotsins. Ilva sektuð um 200.000 krónur Ilva tiltók ekki prósentuhlutfall afsláttar þegar Taxfree afsláttur var auglýsturIlva Svipaða sögu má segja í tilfelli Ilvu en Neytendastofa sendi félaginu bréf þann 25. ágúst þar sem fram kom að stofnunin hafi orðið vör við auglýsingar félagsins um Tax Free afslátt sem birtist á facebooksíðu ILVA og á vefsíðu félagsins, www.ilva.is. Laut erindið að því að í auglýsingunni væri ekki tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins. Þá kom fram að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Neytendastofa hefði afskipti af auglýsingum félagsins vegna Tax Free tilboðs þar prósentuhlutfall afsláttar var ekki tilgreint. Ilvu var gert að greiða 200.000 krónur vegna málsins. Ormson var sektað fyrir að auglýsa sjónvörp á afslætti í lengri tíma en sex vikur þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið seld á tilgreindu fyrra verði. Neytendastofa sendi Ormsson bréf þann 6. júlí. Þar greindi stofnunin frá ábendingu sem henni hafði borist í tengslum við viðskiptahætti félagsins. Í ábendingunni var tekið fram að félagið hafi auglýst sjónvörp á afslætti í lengri tíma en sex vikur og þau aldrei verið seld á tilgreindu fyrra verði. Í miðri uppfærslu á nýju fjárhagskerfi Einnig var bent á að Ormsson hafi auglýst svokallaða Risa Taxfree daga án þess að tilgreina prósentuhlutfall verðlækkunar á öllum þeim stöðum sem verðlækkunin var kynnt. Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að í svari Ormsson hafi komið fram að félagið væri í miðri uppfærslu á nýju fjárhagskerfi. „Það fjárhagskerfi sem félagið notaðist við í dag væri ekki með þann möguleika á að skrá hjá sér verðsögu líkt og stofnunin væri að óska eftir og því gæti félagið ekki skilað þeim upplýsingum af sér. Þá tiltók félagið að þau tæki sem Neytendastofa gerði athugasemdir við væru á sérstöku tilboði þar sem verið væri að klára ákveðin módel frá fyrra ári, árinu 2021, með sérstökum markaðsstuðningi frá Samsung en verið væri að rýma fyrir nýjum módelum.“ Var Ormsson gert að greiða 150.000 krónur í sekt til ríkissjóðs vegna málsins.
Neytendur Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira