Matargerð og myndlist í eina sæng Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. desember 2022 13:31 Íris María Leifsdóttir og Antonía Bergþórsdóttir opna sýninguna Leiðarvísir augnablika á Sumac í dag. Aðsend Listakonurnar Antonía Bergþórsdóttir og Íris María Leifsdóttir opna sýninguna „Leiðarvísir augnablika“ á veitingastaðnum Sumac í dag. Verkin verða varanlegur hluti af veitingastaðnum og eru unnin undir áhrifum matargerðar Þráins Freys Vigfússonar, yfirkokks á Sumac og ÓX. Sýningin afhjúpar áhrif tímans og fjallar um umbreytingu efna og ferðalag þess frá Vesturlandi til Austfjarða. Sýningarstjóri er Jóhanna Rakel. Antonía og Íris María fóru í mikla ævintýraferð við gerð sýningarinnar.Aðsend Áhrifaríkt ferðalag Árið 2020 héldu Antonía og Íris María sína fyrstu sýningu saman sem bar heitið Augnablikin. Þráinn Freyr kom á sýninguna og bað stelpurnar að gera verk fyrir veitingastaðinn sinn. „Hugmyndin að þessari sýningu kviknaði þegar við spurðum Þráin Frey um uppruna ÓX. Hugur hans fór beint vestur á Snæfellsnes þar sem ættaróðalið hans er. Hann talaði svo fallega um heimabæinn sinn og eldhúsið sem hann flutti yfir á ÓX. Þá vissum við að það stemmdi í ferðalag til að nálgast kjarna sýningarinnar,“ segja Antonía og Íris María. Þær fóru því á Snæfellsnes og enduðu síðan á Austfjörðum. Jarðefnin sem þær notast við voru fengin á Búðum sem eru heimaslóðir Þráins Freys. Ferðalagið veitti þeim mikinn innblástur en myndlistin er sköpuð með jarðefnunum og sumac kryddi á heimabæ Antoníu á Berunesi. Verkið Snæfellsjökull af sýningunni.Aðsend Matur sem listform Antonía og Íris María segjast án efa upplifa mat sem ákveðna list . „Matur og listform eru svipuð í okkar augum. Þetta er ákveðin samsetning efna sem fara í gegnum ferli og ákveðnar aðstæður sem hafa áhrif á útkomuna. Matargerð inniheldur spennandi efnablöndur, litapalletur, áferð og margt fleira. Sama má segja um myndlist. Litapallettan sem við sóttum á Búðum má líkja við matinn á Sumac sem var skemmtileg tilviljun sem uppgötvaðist í ferlinu. Við teljum myndlistina geta bætt við upplifun gesta Sumac og ÓX, þar sem myndirnar endurspegla kjarnann.“ View this post on Instagram A post shared by Augnablikin (@augnablikin) Umbreyting og ferðalag efna Drög að sýningunni hófust í Covid faraldrinum og þær upplifðu mikla ferðaþrá þegar allir héldu sig heima. Því var mikið ævintýri að undirbúa sýninguna. „Hugmyndarvinnan hefur tekið langan tíma, sem og undirbúningur. Við höfum talað um að við séum með Leiðarvísi augnablika til að sýna ferðalag efna og umbreytingu þess. Við sækjum jarðefni fyrir vestan og sköpum með þeim fyrir austan.“ Verkin eru ljósmyndir af ferli málverks á álplötu þar sem listakonurnar grípa augnablikin með ljósmyndun af ferlinu. „Með sýningunni eru efnin sem við höfum sótt í forgrunni en við höfum sjálf öll farið gegnum ýmsar breytingar í lífinu síðan 2020. Hugmyndarvinnan um útfærslu sýningarinnar hefur verið í kollinum okkar í yfir tvö ár og við höfum breyst með sýningunni. Við erum ekki frávik frá áhrifum tímans, við þroskumst og eldumst og nú erum við tilbúnar að leiða aðra í ferðalag í gegnum Sumac,“ segja Antonía og Íris María að lokum. Opnunin stendur frá klukkan 15:30 til 17:30 í dag. Nánari upplýsingar má finna hér. Myndlist Menning Matur Tengdar fréttir KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal „Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. 20. desember 2022 06:01 „Eina sem maður kemst ekki hjá er að fæðast og deyja“ „Móðir mín fór til spákonu og spákonan sagði að dóttir hennar yrði listakona. Þannig að mamma sendi mig strax í myndlist, sem er dálítið fyndið,“ segir listakonan, ljósmyndarinn og leikstjórinn Anna Maggý en hún er viðmælandi í þessum nýjasta þætti af Kúnst. 13. desember 2022 06:00 Styrkja og efla listrænar raddir úr öllum áttum FLÆÐI verður með listasýningu á RUSL fest í ár dagana 28. júní - 1. júlí þar sem fjölbreytt flóra listafólks kemur saman úr öllum áttum. Antonía Berg og Steinunn Ólína eru sýningarstjórar FLÆÐIS á hátíðinni en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk nánari innsýn í galleríið og þann fjölbreytileika sem samtímalistafólk býr yfir. 22. júní 2022 14:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Sýningin afhjúpar áhrif tímans og fjallar um umbreytingu efna og ferðalag þess frá Vesturlandi til Austfjarða. Sýningarstjóri er Jóhanna Rakel. Antonía og Íris María fóru í mikla ævintýraferð við gerð sýningarinnar.Aðsend Áhrifaríkt ferðalag Árið 2020 héldu Antonía og Íris María sína fyrstu sýningu saman sem bar heitið Augnablikin. Þráinn Freyr kom á sýninguna og bað stelpurnar að gera verk fyrir veitingastaðinn sinn. „Hugmyndin að þessari sýningu kviknaði þegar við spurðum Þráin Frey um uppruna ÓX. Hugur hans fór beint vestur á Snæfellsnes þar sem ættaróðalið hans er. Hann talaði svo fallega um heimabæinn sinn og eldhúsið sem hann flutti yfir á ÓX. Þá vissum við að það stemmdi í ferðalag til að nálgast kjarna sýningarinnar,“ segja Antonía og Íris María. Þær fóru því á Snæfellsnes og enduðu síðan á Austfjörðum. Jarðefnin sem þær notast við voru fengin á Búðum sem eru heimaslóðir Þráins Freys. Ferðalagið veitti þeim mikinn innblástur en myndlistin er sköpuð með jarðefnunum og sumac kryddi á heimabæ Antoníu á Berunesi. Verkið Snæfellsjökull af sýningunni.Aðsend Matur sem listform Antonía og Íris María segjast án efa upplifa mat sem ákveðna list . „Matur og listform eru svipuð í okkar augum. Þetta er ákveðin samsetning efna sem fara í gegnum ferli og ákveðnar aðstæður sem hafa áhrif á útkomuna. Matargerð inniheldur spennandi efnablöndur, litapalletur, áferð og margt fleira. Sama má segja um myndlist. Litapallettan sem við sóttum á Búðum má líkja við matinn á Sumac sem var skemmtileg tilviljun sem uppgötvaðist í ferlinu. Við teljum myndlistina geta bætt við upplifun gesta Sumac og ÓX, þar sem myndirnar endurspegla kjarnann.“ View this post on Instagram A post shared by Augnablikin (@augnablikin) Umbreyting og ferðalag efna Drög að sýningunni hófust í Covid faraldrinum og þær upplifðu mikla ferðaþrá þegar allir héldu sig heima. Því var mikið ævintýri að undirbúa sýninguna. „Hugmyndarvinnan hefur tekið langan tíma, sem og undirbúningur. Við höfum talað um að við séum með Leiðarvísi augnablika til að sýna ferðalag efna og umbreytingu þess. Við sækjum jarðefni fyrir vestan og sköpum með þeim fyrir austan.“ Verkin eru ljósmyndir af ferli málverks á álplötu þar sem listakonurnar grípa augnablikin með ljósmyndun af ferlinu. „Með sýningunni eru efnin sem við höfum sótt í forgrunni en við höfum sjálf öll farið gegnum ýmsar breytingar í lífinu síðan 2020. Hugmyndarvinnan um útfærslu sýningarinnar hefur verið í kollinum okkar í yfir tvö ár og við höfum breyst með sýningunni. Við erum ekki frávik frá áhrifum tímans, við þroskumst og eldumst og nú erum við tilbúnar að leiða aðra í ferðalag í gegnum Sumac,“ segja Antonía og Íris María að lokum. Opnunin stendur frá klukkan 15:30 til 17:30 í dag. Nánari upplýsingar má finna hér.
Myndlist Menning Matur Tengdar fréttir KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal „Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. 20. desember 2022 06:01 „Eina sem maður kemst ekki hjá er að fæðast og deyja“ „Móðir mín fór til spákonu og spákonan sagði að dóttir hennar yrði listakona. Þannig að mamma sendi mig strax í myndlist, sem er dálítið fyndið,“ segir listakonan, ljósmyndarinn og leikstjórinn Anna Maggý en hún er viðmælandi í þessum nýjasta þætti af Kúnst. 13. desember 2022 06:00 Styrkja og efla listrænar raddir úr öllum áttum FLÆÐI verður með listasýningu á RUSL fest í ár dagana 28. júní - 1. júlí þar sem fjölbreytt flóra listafólks kemur saman úr öllum áttum. Antonía Berg og Steinunn Ólína eru sýningarstjórar FLÆÐIS á hátíðinni en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk nánari innsýn í galleríið og þann fjölbreytileika sem samtímalistafólk býr yfir. 22. júní 2022 14:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal „Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. 20. desember 2022 06:01
„Eina sem maður kemst ekki hjá er að fæðast og deyja“ „Móðir mín fór til spákonu og spákonan sagði að dóttir hennar yrði listakona. Þannig að mamma sendi mig strax í myndlist, sem er dálítið fyndið,“ segir listakonan, ljósmyndarinn og leikstjórinn Anna Maggý en hún er viðmælandi í þessum nýjasta þætti af Kúnst. 13. desember 2022 06:00
Styrkja og efla listrænar raddir úr öllum áttum FLÆÐI verður með listasýningu á RUSL fest í ár dagana 28. júní - 1. júlí þar sem fjölbreytt flóra listafólks kemur saman úr öllum áttum. Antonía Berg og Steinunn Ólína eru sýningarstjórar FLÆÐIS á hátíðinni en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk nánari innsýn í galleríið og þann fjölbreytileika sem samtímalistafólk býr yfir. 22. júní 2022 14:30