Skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2022 11:04 Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi Icelandair. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að verið sé að skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig yrðu farþegar sem sitja fastir á Keflavíkurflugvelli fluttir til Reykjavíkur og starfsfólk flugfélagsins flutt til Keflavíkur. Um fimm hundruð manns lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun með fjórum flugvélum. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair, og Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu flugvallarmálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau segja bæði að aðalvandinn í gær hafi verið sá að illa gekk að koma starfsfólki Isavia og flugfélaganna í flugstöðina. Að sögn Guðjóns er fundað um leið og það liggur fyrir að veður stefnir á flugvöllinn sem gæti truflað það að þjónusta fólk og flugvélar. Á fundunum eru fulltrúar frá Isavia, flugfélögunum og öðrum rekstraraðilum. Síðan er það á ábyrgð flugfélaganna að taka ákvarðanir um framhaldið. Viðtalið við Guðna og Ásdísi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bítið - Færðin og flugið: Munu allir komast heim fyrir jólin? Í morgun lentu fjórar flugvélar á vegum Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Um borð í vélunum voru fimm hundruð farþegar og bættust þeir í hóp þeirra tvö hundruð farþega sem voru nú þegar fastir á flugvellinum. Aðspurð segir Ásdís starfsfólk flugfélagsins hafa metið aðstæður sem svo að flugvélarnar gætu lent. „Þetta var ákvörðun sem var tekin og auðvitað er ýmsu velt upp en það sem við erum að kanna núna varðandi þessa farþega er að við erum að skoða að setja upp ferjuflug frá Keflavík til Reykjavíkur með Boeing 757-vélum. Erum að kanna það þar sem við myndum koma starfsfólki og áhöfnum til Keflavíkur þar sem Reykjanesbrautin er lokuð og þá þessum farþegum í bæinn,“ segir Ásdís. Níutíu af þessum fimm hundruð eru tengiflugfarþegar og hefur Icelandair þegar gengið frá gistingu fyrir þá. „Það hefur einkennt starfsfólk Icelandair að hugsa í lausnum. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Auðvitað var helsta hindrunin í gær lokun Reykjanesbrautarinnar og færðin til og frá flugstöðinni þó að flugskilyrði hafa verið í lagi,“ segir Ásdís. Að sögn Ásdísar hefur vandamálið við Keflavíkurflugvöll ekki verið það að flugvélar geti ekki lent eða tekið á loft heldur er það færðin til og frá flugstöðinni. „Að koma starfsfólki í flugstöðina til að geta sinnt fólkinu sem var á staðnum og auðvitað hafði það áhrif á þá þjónustu sem við gátum veitt,“ segir Ásdís. Sumir farþegar sem hafa átt bókað flug með Icelandair hafa kvartað yfir upplýsingaleysi frá flugfélaginu. Ásdís segir að starfsmenn leggi sig alla fram við að halda upplýsingaflæði gangandi en fjöldinn sem raskanirnar höfðu áhrif á telur um fimm þúsund manns. Því var gífurlegt álag á kerfið. Verið er að skoða alls konar leiðir við að koma farþegum á áfangastað, meðal annars með því að setja upp aukaflug. „Við reynum alltaf að koma tengifarþegum á önnur flug hjá öðrum flugfélögum til að létta á kerfinu. En við erum með allt okkar fólk í að vinna í því að finna lausnir fyrir farþega sem þurfa að komast á sinn áfangastað. Við munum gera allt sem við getum til að koma fólki á leiðarenda,“ segir Ásdís. Fréttastofa minnir á veðurvaktina hér á Vísi þar sem hægt er að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum hvað varðar veðrið hér á landi í dag. Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair, og Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu flugvallarmálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau segja bæði að aðalvandinn í gær hafi verið sá að illa gekk að koma starfsfólki Isavia og flugfélaganna í flugstöðina. Að sögn Guðjóns er fundað um leið og það liggur fyrir að veður stefnir á flugvöllinn sem gæti truflað það að þjónusta fólk og flugvélar. Á fundunum eru fulltrúar frá Isavia, flugfélögunum og öðrum rekstraraðilum. Síðan er það á ábyrgð flugfélaganna að taka ákvarðanir um framhaldið. Viðtalið við Guðna og Ásdísi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bítið - Færðin og flugið: Munu allir komast heim fyrir jólin? Í morgun lentu fjórar flugvélar á vegum Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Um borð í vélunum voru fimm hundruð farþegar og bættust þeir í hóp þeirra tvö hundruð farþega sem voru nú þegar fastir á flugvellinum. Aðspurð segir Ásdís starfsfólk flugfélagsins hafa metið aðstæður sem svo að flugvélarnar gætu lent. „Þetta var ákvörðun sem var tekin og auðvitað er ýmsu velt upp en það sem við erum að kanna núna varðandi þessa farþega er að við erum að skoða að setja upp ferjuflug frá Keflavík til Reykjavíkur með Boeing 757-vélum. Erum að kanna það þar sem við myndum koma starfsfólki og áhöfnum til Keflavíkur þar sem Reykjanesbrautin er lokuð og þá þessum farþegum í bæinn,“ segir Ásdís. Níutíu af þessum fimm hundruð eru tengiflugfarþegar og hefur Icelandair þegar gengið frá gistingu fyrir þá. „Það hefur einkennt starfsfólk Icelandair að hugsa í lausnum. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Auðvitað var helsta hindrunin í gær lokun Reykjanesbrautarinnar og færðin til og frá flugstöðinni þó að flugskilyrði hafa verið í lagi,“ segir Ásdís. Að sögn Ásdísar hefur vandamálið við Keflavíkurflugvöll ekki verið það að flugvélar geti ekki lent eða tekið á loft heldur er það færðin til og frá flugstöðinni. „Að koma starfsfólki í flugstöðina til að geta sinnt fólkinu sem var á staðnum og auðvitað hafði það áhrif á þá þjónustu sem við gátum veitt,“ segir Ásdís. Sumir farþegar sem hafa átt bókað flug með Icelandair hafa kvartað yfir upplýsingaleysi frá flugfélaginu. Ásdís segir að starfsmenn leggi sig alla fram við að halda upplýsingaflæði gangandi en fjöldinn sem raskanirnar höfðu áhrif á telur um fimm þúsund manns. Því var gífurlegt álag á kerfið. Verið er að skoða alls konar leiðir við að koma farþegum á áfangastað, meðal annars með því að setja upp aukaflug. „Við reynum alltaf að koma tengifarþegum á önnur flug hjá öðrum flugfélögum til að létta á kerfinu. En við erum með allt okkar fólk í að vinna í því að finna lausnir fyrir farþega sem þurfa að komast á sinn áfangastað. Við munum gera allt sem við getum til að koma fólki á leiðarenda,“ segir Ásdís. Fréttastofa minnir á veðurvaktina hér á Vísi þar sem hægt er að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum hvað varðar veðrið hér á landi í dag.
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira