Forsprakki The Specials er látinn Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2022 07:37 Terry Hall á tónleikum í Amsterdam síðasta sumar. Getty Breski söngvarinn Terry Hall, forsprakki ska-sveitarinnar The Specials, er látinn, 63 ára að aldri. Hall var þekktur fyrir ímynd sína sem afundinn og skarpur tónlistarmaður en sveitin naut talsverðra vinsælda á áttunda og níunda áratugnum með smellum á borð við Ghost Town, Gangsters og Too Much Too Young. BBC segir frá því að Hall hafi sagt skilið við The Specials árið 1981 og stofnaði hann þá sveitina Fun Boy Three með þeim Neville Staples og Lynval Golding. Í stuttri yfirlýsingu frá The Specials segir að Hall hafi andast eftir stutt veikindi. „Terry var yndislegur eiginmaður og faðir og einn blíðasti, fyndnasti og ein einlægasta sál sem til var,“ segir í yfirlýsingunni. Hall fæddist árið 1959 og ólst upp í Coventry í Englandi. Þegar hann var tólf ára gamall var honum rænt af kennara sem fór með Hall til Frakklands þar sem kennarinn misnotaði hann kynferðislega í fjóra daga. Hall sagði í viðtali mörgum árum síðar að hann hafi glímt við þunglyndi æ síðan og að málið hafi leitt til þess að hann hætti í skóla fjórtán ára gamall og síðar orðið háður róandi lyfjum. Andlát Bretland England Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hall var þekktur fyrir ímynd sína sem afundinn og skarpur tónlistarmaður en sveitin naut talsverðra vinsælda á áttunda og níunda áratugnum með smellum á borð við Ghost Town, Gangsters og Too Much Too Young. BBC segir frá því að Hall hafi sagt skilið við The Specials árið 1981 og stofnaði hann þá sveitina Fun Boy Three með þeim Neville Staples og Lynval Golding. Í stuttri yfirlýsingu frá The Specials segir að Hall hafi andast eftir stutt veikindi. „Terry var yndislegur eiginmaður og faðir og einn blíðasti, fyndnasti og ein einlægasta sál sem til var,“ segir í yfirlýsingunni. Hall fæddist árið 1959 og ólst upp í Coventry í Englandi. Þegar hann var tólf ára gamall var honum rænt af kennara sem fór með Hall til Frakklands þar sem kennarinn misnotaði hann kynferðislega í fjóra daga. Hall sagði í viðtali mörgum árum síðar að hann hafi glímt við þunglyndi æ síðan og að málið hafi leitt til þess að hann hætti í skóla fjórtán ára gamall og síðar orðið háður róandi lyfjum.
Andlát Bretland England Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira