Mannúð í anda jólanna Inga Sæland skrifar 19. desember 2022 10:31 Til hamingju elsku öryrkjar sem fáið nú viðbótar desemberuppbót skatta og skerðingalausa fyrir jólin. Ég þekki af eigin raun hversu það er sárt að vera algjörlega vanmáttugur gagnvart fátæktinni sem þúsundir mega þola í boði ríkisstjórnarinnar án þess að fá rönd við reist. Því er það mér afar erfitt að tala um meðferð þingmanna meirihlutans á sárafætæku eldra fólki sem hefur ekkert annað lífsviðurværi en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins. Þrívegis fengu þau tækifæri til að taka utan um þennan fámenna hóp og rétta þeim hjálparhönd fyrir jólin. Þrívegis sögðu þau NEI! Í atkvæðaskýringum með síðustu breytingatillögu minni um málið, þar sem ég óskaði eftir 126 milljónum króna til 2080 bláfætækra í sárri neyð kom félags og vinnumarkaðsmálaráðherra í atkvæðaskýringar. Hann sagði meðal annars: „Ég skil auðvitað líkt og önnur hér, viljann til þess að mæta hópi þess eldra fólks sem lökust hafa kjörin nú í desember en sú tillaga sem hv. þm. Inga Sæland hefur ítrekað lagt fram hefur verið óskýr og lagalega ótæk að mínu viti, þó svo að hún hafi vissulega skánað eftir því sem á líður.“ Ef þetta er skilningur hæstvirts ráðherra á einföldustu breytingatillögu þingvetrarins þá hvet ég hann til að hugsa sinn gang. Hugsanlega eitthvað annað starf sem hentar honum betur. Ráðherrann lét ekki þar við sitja og hélt ótrauður áfram að freista þess að réttlæta mannvonskuna sem augljóslega felst í því að segja NEI! „En burt séð frá þessu þá vara ég við því að setja plástra á ellilífeyriskerfinu sem var einfaldað og bætt fyrir nokkrum árum og sem leiddi til kjarabóta fyrir eldra fólk.“ Hvers vegna er Flokkur fólksins að kalla eftir plástri? Liggur það ekki í augum uppi að það er vegna þess að þessu fólki blæðir. Gamalt fólk sem á hvergi höfði sínu að halla þarf á fjárhagslegum stuðningi að halda. Ekki seinna, heldur núna. Enn fremur kemur fram hjá ráðherranum að nú sé nefnd að störfum undir forystu ráðuneytis hans sem fjallar einmitt um stöðu þess hluta ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin og telur hann farsælla að sú nefnd fjalli um það sem hér er til umfjöllunar. Mér er ofboðið. Hvernig í veröldinni á það að hjálpa fólki í neyð fyrir jólin að ráðherrann sé að vinna með málið í nefnd? Ég á einfalt svar við því. Eldra fólk í sárri neyð fyrir jólin græðir ekkert á því að verið sé að fjalla um málið í nefnd næstu árin. Að lokum vil ég þakka ykkur öllum fyrir hlýju ykkar og stuðning við Flokk fólksins. Við munum alltaf setja fólkið í fyrsta sæti Gleðileg jól Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Til hamingju elsku öryrkjar sem fáið nú viðbótar desemberuppbót skatta og skerðingalausa fyrir jólin. Ég þekki af eigin raun hversu það er sárt að vera algjörlega vanmáttugur gagnvart fátæktinni sem þúsundir mega þola í boði ríkisstjórnarinnar án þess að fá rönd við reist. Því er það mér afar erfitt að tala um meðferð þingmanna meirihlutans á sárafætæku eldra fólki sem hefur ekkert annað lífsviðurværi en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins. Þrívegis fengu þau tækifæri til að taka utan um þennan fámenna hóp og rétta þeim hjálparhönd fyrir jólin. Þrívegis sögðu þau NEI! Í atkvæðaskýringum með síðustu breytingatillögu minni um málið, þar sem ég óskaði eftir 126 milljónum króna til 2080 bláfætækra í sárri neyð kom félags og vinnumarkaðsmálaráðherra í atkvæðaskýringar. Hann sagði meðal annars: „Ég skil auðvitað líkt og önnur hér, viljann til þess að mæta hópi þess eldra fólks sem lökust hafa kjörin nú í desember en sú tillaga sem hv. þm. Inga Sæland hefur ítrekað lagt fram hefur verið óskýr og lagalega ótæk að mínu viti, þó svo að hún hafi vissulega skánað eftir því sem á líður.“ Ef þetta er skilningur hæstvirts ráðherra á einföldustu breytingatillögu þingvetrarins þá hvet ég hann til að hugsa sinn gang. Hugsanlega eitthvað annað starf sem hentar honum betur. Ráðherrann lét ekki þar við sitja og hélt ótrauður áfram að freista þess að réttlæta mannvonskuna sem augljóslega felst í því að segja NEI! „En burt séð frá þessu þá vara ég við því að setja plástra á ellilífeyriskerfinu sem var einfaldað og bætt fyrir nokkrum árum og sem leiddi til kjarabóta fyrir eldra fólk.“ Hvers vegna er Flokkur fólksins að kalla eftir plástri? Liggur það ekki í augum uppi að það er vegna þess að þessu fólki blæðir. Gamalt fólk sem á hvergi höfði sínu að halla þarf á fjárhagslegum stuðningi að halda. Ekki seinna, heldur núna. Enn fremur kemur fram hjá ráðherranum að nú sé nefnd að störfum undir forystu ráðuneytis hans sem fjallar einmitt um stöðu þess hluta ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin og telur hann farsælla að sú nefnd fjalli um það sem hér er til umfjöllunar. Mér er ofboðið. Hvernig í veröldinni á það að hjálpa fólki í neyð fyrir jólin að ráðherrann sé að vinna með málið í nefnd? Ég á einfalt svar við því. Eldra fólk í sárri neyð fyrir jólin græðir ekkert á því að verið sé að fjalla um málið í nefnd næstu árin. Að lokum vil ég þakka ykkur öllum fyrir hlýju ykkar og stuðning við Flokk fólksins. Við munum alltaf setja fólkið í fyrsta sæti Gleðileg jól Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun