„Vindurinn verður ótrúlega mikill“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. desember 2022 22:10 Vegum gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ekkert ferðaveður verður á Suðausturlandi á morgun. Vindhviður geta farið upp í fimmtíu metra á sekúndu og óvissustig Almannavarna tekur gildi í fyrramálið. „Mjúk lokun“ tekur gildi á Hellisheiði og í Þrengslum klukkan fjögur í nótt. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi víða á landinu á morgun. Gert er ráð fyrir ofsaveðri, skafrenningi og hvassviðri nánast um land allt. Gular og appelsínugular viðvaranir verða í gildi víðsvegar á morgun.Veðurstofan G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að viðbúnaður sé nokkur og hvetur fólk til að fylgjast vel með. Vegum gæti verið lokað með litlum fyrirvara. „Við setjum á mjúka lokun klukkan fjögur í nótt á Hellisheiði og Þrengsli, það þýðir að björgunarsveitarmenn fara á staðinn að lokunarhliðinu og meta aðstæður. Þá eru þeir tilbúnir að loka um leið og það þarf.“ Best að halda kyrru fyrir Björgunarsveitarmenn fara einnig á Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði klukkan sex og óvissustig er á Kjalarnesi. „Það má búast fastlega við því að það verði lokað sunnan undir Vatnajökli, í Öræfum, miðað við að það er appelsínugul viðvörun,“ segir Pétur. Marcel de Vries, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, brýnir fyrir fólki að fylgjast vel með. „Vindurinn verður ótrúlega mikill á Suðausturlandi og það er best að halda kyrru fyrir. Þessi lægð er búin að fara til suðurs og er búin að vaxa mikið og veldur núna norðaustan hvassviðri og stormi. Það fer alveg upp í 30 metra á sekúndu og hviður allt upp í fimmtíu.“ Björgunarsveitir víða á landinu eru í viðbragðsstöðu og tekur Björgunarfélag Hornafjarðar undir. Íbúar eru einnig hvattir til að huga vel að lausamunum enda líkur á foktjóni töluverðar. Veður Samgöngur Tengdar fréttir Óvissustig Almannavarna vegna veðurs Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs, á morgun mánudaginn 19. desember. 18. desember 2022 19:45 Óvissustig Almannavarna vegna veðurs Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs, á morgun mánudaginn 19. desember. 18. desember 2022 19:45 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi víða á landinu á morgun. Gert er ráð fyrir ofsaveðri, skafrenningi og hvassviðri nánast um land allt. Gular og appelsínugular viðvaranir verða í gildi víðsvegar á morgun.Veðurstofan G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að viðbúnaður sé nokkur og hvetur fólk til að fylgjast vel með. Vegum gæti verið lokað með litlum fyrirvara. „Við setjum á mjúka lokun klukkan fjögur í nótt á Hellisheiði og Þrengsli, það þýðir að björgunarsveitarmenn fara á staðinn að lokunarhliðinu og meta aðstæður. Þá eru þeir tilbúnir að loka um leið og það þarf.“ Best að halda kyrru fyrir Björgunarsveitarmenn fara einnig á Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði klukkan sex og óvissustig er á Kjalarnesi. „Það má búast fastlega við því að það verði lokað sunnan undir Vatnajökli, í Öræfum, miðað við að það er appelsínugul viðvörun,“ segir Pétur. Marcel de Vries, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, brýnir fyrir fólki að fylgjast vel með. „Vindurinn verður ótrúlega mikill á Suðausturlandi og það er best að halda kyrru fyrir. Þessi lægð er búin að fara til suðurs og er búin að vaxa mikið og veldur núna norðaustan hvassviðri og stormi. Það fer alveg upp í 30 metra á sekúndu og hviður allt upp í fimmtíu.“ Björgunarsveitir víða á landinu eru í viðbragðsstöðu og tekur Björgunarfélag Hornafjarðar undir. Íbúar eru einnig hvattir til að huga vel að lausamunum enda líkur á foktjóni töluverðar.
Veður Samgöngur Tengdar fréttir Óvissustig Almannavarna vegna veðurs Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs, á morgun mánudaginn 19. desember. 18. desember 2022 19:45 Óvissustig Almannavarna vegna veðurs Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs, á morgun mánudaginn 19. desember. 18. desember 2022 19:45 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Óvissustig Almannavarna vegna veðurs Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs, á morgun mánudaginn 19. desember. 18. desember 2022 19:45
Óvissustig Almannavarna vegna veðurs Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs, á morgun mánudaginn 19. desember. 18. desember 2022 19:45