Leiðin heim úr vinnu tók sex klukkustundir Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. desember 2022 22:05 Atli var lengur heim úr vinnunni en venjulega í nótt. Vísir Plötusnúðurinn Atli Kanill var einn af þeim fjölmörgu sem lentu í vandræðum vegna veðurs í nótt. Eftir að hafa lokið vinnu um klukkan tvö í nótt tók við sex klukkustunda langt ferðalag heim til Hveragerðis. „Þegar ég keyrði frá Hveragerði til Reykjavíkur var kominn smá þæfingur, skafrenningur, en ekkert til að gráta yfir. Það var ekkert vesen,“ segir Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður í samtali við fréttastofu. Þegar Atli viðar kíkti hins vegar á vef Vegagerðarinnar sá hann að búið var að loka Hellisheiðinni. „Sem var ekki í fyrsta skipti sem maður lendir í því þegar maður býr í Hveragerði en vinnur í Reykjavík,“ segir Atli. Hefði getað gist hjá mömmu Suðustrandarvegurinn var hins vegar opinn og Atli sló til og ákvað að keyra þá leiðina, sem er um fjórum sinnum lengri eða rúmar tvær klukkustundir. Þrátt fyrir að hafa staðið til boða að gista heima hjá móður sinni sem býr í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hann segir að ferðalagið hafi gengið vel framan af. Á Grindavíkurveginum hafi til að mynda verið svo góð færð að ökuþórar úr Grindavík „gönnuðu“ fram úr honum á hundrað og tuttugu. Þegar inn í Grindavík var komið fór ferðalagið að versna. Atli ákvað að keyra niður að höfn og taka eldsneyti á Orkunni. Á leiðinni þangað festi hann bílinn sinn í litlum skafli við bensínstöðina. Atli ekur Kia Sportage smájeppa. Hann segir að hann hafi náð að losa bílinn með lítilli skóflu sem hann erfði af ömmu eiginkonu sinnar. Hann mælir með að allir Íslendingar geymi slíka skóflu í bifreiðum sínum. Þá segist hann hafa verið svo séður að pakka hlýjum fötum í bílinn áður en hann lagði af stað. Ökumaður snjómoksturstækis kom til bjargar Þá ákvað Atli að halda leið sinni áfram frá Grindavík enda hafi færðin litið ágætlega út og allt benti til þess að leiðin væri fær. Þá hefði Atli átt að eiga rétt rúman klukkutíma eftir af ferðalaginu. Þegar Atli var kominn fram hjá Krýsuvíkurbjargi var snjó farið að kyngja niður. Þá snerist bíll hans á veginum og festist. Til allrar hamingju kom snjóruðningstæki aftan að Atla skömmu síðar. Með aðstoð ökumanns þess tókst Atla að losa bílinn. Skömmu áður en Atli kom að Þorlákshöfn, í kjölfar snjóruðningstækisins, hitti hann fyrir björgunarsveitarmenn. Atli spurði þá hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín. „Nei, þú ert ekki að fara heim,“ sögðu björgunarsveitarmenn og bentu honum á fjöldahjálparmiðstöð sem búið var að opna í Þorlákshöfn. Festist rétt hjá fjöldahjálparmiðstöðinni Á leiðinni þangað festist snjóruðningstækið við hringtorgið sem liggur við Þorlákshöfn. Þar sat Atli fastur í þrjár klukkustundir, ásamt því sem hann kallar litlu samfélagi fólks sem hafði fest. Atli segir að á meðan hann sat fastur hafi verið mikil óvissa um það hvenær hann kæmist heim til Hveragerðis. Hann bendir á að hann hafi aldrei áður vitað til þess að vegurinn milli Þorlákshafnar og Hveragerðis væri ófær. Um sexleytið varð ljóst að hann gæti komist á milli bæanna tveggja en þá kom í ljós að bíllinn hans var pikkfastur. Það segir hann hafa verið mestu mildi enda hafi hann fengið far með björgunarsveitarmönnum og séð á leiðinni að hann hefði aldrei komist alla leið á eigin bíl. Sex tímum eftir að hafa lagt af stað frá Reykjavík kom hann heim til sín klukkan átta í morgun. Farið var fyrir veðrið sem skall á í nótt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var rætt við Atla. Veður Hveragerði Snjómokstur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Þegar ég keyrði frá Hveragerði til Reykjavíkur var kominn smá þæfingur, skafrenningur, en ekkert til að gráta yfir. Það var ekkert vesen,“ segir Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður í samtali við fréttastofu. Þegar Atli viðar kíkti hins vegar á vef Vegagerðarinnar sá hann að búið var að loka Hellisheiðinni. „Sem var ekki í fyrsta skipti sem maður lendir í því þegar maður býr í Hveragerði en vinnur í Reykjavík,“ segir Atli. Hefði getað gist hjá mömmu Suðustrandarvegurinn var hins vegar opinn og Atli sló til og ákvað að keyra þá leiðina, sem er um fjórum sinnum lengri eða rúmar tvær klukkustundir. Þrátt fyrir að hafa staðið til boða að gista heima hjá móður sinni sem býr í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hann segir að ferðalagið hafi gengið vel framan af. Á Grindavíkurveginum hafi til að mynda verið svo góð færð að ökuþórar úr Grindavík „gönnuðu“ fram úr honum á hundrað og tuttugu. Þegar inn í Grindavík var komið fór ferðalagið að versna. Atli ákvað að keyra niður að höfn og taka eldsneyti á Orkunni. Á leiðinni þangað festi hann bílinn sinn í litlum skafli við bensínstöðina. Atli ekur Kia Sportage smájeppa. Hann segir að hann hafi náð að losa bílinn með lítilli skóflu sem hann erfði af ömmu eiginkonu sinnar. Hann mælir með að allir Íslendingar geymi slíka skóflu í bifreiðum sínum. Þá segist hann hafa verið svo séður að pakka hlýjum fötum í bílinn áður en hann lagði af stað. Ökumaður snjómoksturstækis kom til bjargar Þá ákvað Atli að halda leið sinni áfram frá Grindavík enda hafi færðin litið ágætlega út og allt benti til þess að leiðin væri fær. Þá hefði Atli átt að eiga rétt rúman klukkutíma eftir af ferðalaginu. Þegar Atli var kominn fram hjá Krýsuvíkurbjargi var snjó farið að kyngja niður. Þá snerist bíll hans á veginum og festist. Til allrar hamingju kom snjóruðningstæki aftan að Atla skömmu síðar. Með aðstoð ökumanns þess tókst Atla að losa bílinn. Skömmu áður en Atli kom að Þorlákshöfn, í kjölfar snjóruðningstækisins, hitti hann fyrir björgunarsveitarmenn. Atli spurði þá hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín. „Nei, þú ert ekki að fara heim,“ sögðu björgunarsveitarmenn og bentu honum á fjöldahjálparmiðstöð sem búið var að opna í Þorlákshöfn. Festist rétt hjá fjöldahjálparmiðstöðinni Á leiðinni þangað festist snjóruðningstækið við hringtorgið sem liggur við Þorlákshöfn. Þar sat Atli fastur í þrjár klukkustundir, ásamt því sem hann kallar litlu samfélagi fólks sem hafði fest. Atli segir að á meðan hann sat fastur hafi verið mikil óvissa um það hvenær hann kæmist heim til Hveragerðis. Hann bendir á að hann hafi aldrei áður vitað til þess að vegurinn milli Þorlákshafnar og Hveragerðis væri ófær. Um sexleytið varð ljóst að hann gæti komist á milli bæanna tveggja en þá kom í ljós að bíllinn hans var pikkfastur. Það segir hann hafa verið mestu mildi enda hafi hann fengið far með björgunarsveitarmönnum og séð á leiðinni að hann hefði aldrei komist alla leið á eigin bíl. Sex tímum eftir að hafa lagt af stað frá Reykjavík kom hann heim til sín klukkan átta í morgun. Farið var fyrir veðrið sem skall á í nótt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var rætt við Atla.
Veður Hveragerði Snjómokstur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira