Körfubolti

Chris Paul útskrifaður úr háskóla

Árni Jóhansson og Árni Jóhannsson skrifa
Chris Paul hefur staðið í ströngu í þessari viku.
Chris Paul hefur staðið í ströngu í þessari viku. AP Photo/David Zalubowski

Það er þekkt að leikmenn í atvinnumannaíþróttum í Bandaríkjunum hætti í háskóla til þess að komast í atvinnumennsku sem fyrst. Þar eru náttúrlega gull og grænir skógar sem fólk sækist eftir og því er menntunin látin sitja á hakanum. Það er einnig þekkt að leikmenn nái sér í gráðu um miðjan ferilinn og nú er Chris Paul, leikstjórnandi Phoenix Suns, orðinn einn af þeim sem hafa útskrifast úr háskóla

Það var heldur betur mikið að gera hjá Chris Paul á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Hann spilaði gegn LA Clippers á fimmtudagskvöld þar sem hann stýrði sínum mönnum í Suns til sigurs á fimmtudagskvöldið og var mættur til Norður Karólínu morgunin eftir til þess að vera viðstaddur útskriftar athöfnina frá Winston-Salem ríkisháskólanum.

Hann var þreyttur enda hafði hann staðið í ströngu og hafði einungis vantað þrjú fráköst upp í þrefalda tvennu en hann talaði um að hann hafi viljað vera á staðnum og eiga venjulegan dag. 

„Ég vildi standa úti með öðrum nemendum og heyra hvað þau höfðu að segja. Ég vildi fá að upplifa það hvernig það er að útskrifast.“

Paul útskrifaðist ásamt 350 öðrum nemendum á föstudaginn og gerði það með láði. Aðalgreinin hans kallast á ensku „interdisciplinary studies“ en þar þarf ekki að einsetja sér eina námsgrein heldur hægt að fá breiðan grunn sem mun svo nýtast fólki út í lífið.

Paul var mjög þakklátur fyrir að geta verið á staðnum og upplifa það sem fyrir augum bar en hann er alinn upp rétt hjá háskólanum.

Það er skammt stórra högg á milli hjá leikstjórnandanum en í kvöld mætir Phoenix Suns liði New Orleans Pelicans en þessi lið sitja í öðru og fjórða sæti Vesturdeildar NBA deildarinnar.

Nánar var fjallað um daginn hans Chris Paul hér.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×