Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Árni Sæberg skrifar 17. desember 2022 18:19 Annar mannanna kveðst hafa trúað því að hinn myndi láta verða af voðaverkum. Vísir Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. Á dögunum felldi Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum sem ákærðir hafa verið í hryðjuverkamálinu svokallaða. Úrskurður Landsréttar var birtur í gær, sama dag og Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði nýrri gæsluvarðhaldskröfu gagnvart mönnunum. Trúði því að félaginn léti verða af voðaverkum Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn, sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til skipulagningar hryðjuverka, hafi neitað allri aðild að undirbúningi hryðjuverka og að hann telji ummæli sín um voðaverk marklaus og sett fram í gríni. Hið sama eigi einnig við um öflun hans á upplýsingum og nálgunar efnis á netinu um fjöldadráp, sprengjugerð og vopnaframleiðslu Í málinu liggur hins vegar fyrir framburður félaga mannsins sem ákærður hefur verið hlutdeild í meintum brotum mannsins. Félaginn segir manninn hafa verið að skoða hvernig ætti að smíða dróna og sprengjur, hann hafi verið kominn með GPS-staðsetningar og ætlað sér að smíða dróna. Hann hafi haft mikinn áhuga á drónaárásum. Hann kvaðst trúa því að maðurinn kynni að framkvæma þessar hugmyndir sínar, þetta hafi ekki verið grín heldur stigi ofar að sögn félagans. Hann sagði að þessar hugmyndir mannsins hafi ágerst mjög síðustu vikurnar fyrir handtöku þeirra. Hafi reynt að „kæla“ manninn niður Í framburði félagans kemur meðal annars fram að maðurinn hafi ætlað að fara í vettvangsferð að skoða aðstæður þar sem Gleðigangan yrði gengin. Hann hafi ætlað að fremja voðaverk með því að aka vörubíl inn í mannþröngina. Félaginn kveðst þó ekki vita hvort maðurinn hafi í raun farið í vettvangsferðina. Félaginn sagði manninum að vera ekki hvatvís og reyndi að „kæla“ hann niður, að því er segir í framburði hans. Þá hafi hann bent manninum á að tveir þekktir hryðjuverkamenn, sem þeir höfðu rætt, hafi verið í nokkur ár að skipuleggja sín hryðjuverk. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05 Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Á dögunum felldi Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum sem ákærðir hafa verið í hryðjuverkamálinu svokallaða. Úrskurður Landsréttar var birtur í gær, sama dag og Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði nýrri gæsluvarðhaldskröfu gagnvart mönnunum. Trúði því að félaginn léti verða af voðaverkum Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn, sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til skipulagningar hryðjuverka, hafi neitað allri aðild að undirbúningi hryðjuverka og að hann telji ummæli sín um voðaverk marklaus og sett fram í gríni. Hið sama eigi einnig við um öflun hans á upplýsingum og nálgunar efnis á netinu um fjöldadráp, sprengjugerð og vopnaframleiðslu Í málinu liggur hins vegar fyrir framburður félaga mannsins sem ákærður hefur verið hlutdeild í meintum brotum mannsins. Félaginn segir manninn hafa verið að skoða hvernig ætti að smíða dróna og sprengjur, hann hafi verið kominn með GPS-staðsetningar og ætlað sér að smíða dróna. Hann hafi haft mikinn áhuga á drónaárásum. Hann kvaðst trúa því að maðurinn kynni að framkvæma þessar hugmyndir sínar, þetta hafi ekki verið grín heldur stigi ofar að sögn félagans. Hann sagði að þessar hugmyndir mannsins hafi ágerst mjög síðustu vikurnar fyrir handtöku þeirra. Hafi reynt að „kæla“ manninn niður Í framburði félagans kemur meðal annars fram að maðurinn hafi ætlað að fara í vettvangsferð að skoða aðstæður þar sem Gleðigangan yrði gengin. Hann hafi ætlað að fremja voðaverk með því að aka vörubíl inn í mannþröngina. Félaginn kveðst þó ekki vita hvort maðurinn hafi í raun farið í vettvangsferðina. Félaginn sagði manninum að vera ekki hvatvís og reyndi að „kæla“ hann niður, að því er segir í framburði hans. Þá hafi hann bent manninum á að tveir þekktir hryðjuverkamenn, sem þeir höfðu rætt, hafi verið í nokkur ár að skipuleggja sín hryðjuverk.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05 Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05
Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23
Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00