Þrír miðjumenn orðaðir við Liverpool en fyrir svimháar upphæðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2022 09:30 Jude Bellingham, leikmaður Englands, steinhissa á ákvörðun dómara á HM í fótbolta í Katar. AP/Frank Augstein Liverpool þarf að styrkja miðjuna hjá sér og það helst i gær. Þrír leikmenn sem spiluðu vel á HM í Katar eru orðaðir við enska úrvalsdeildarfélagið. Það verður allt annað en ódýrt fyrir Liverpool að kaupa öfluga leikmenn inn á miðjuna. Þeir sem hafa helst verið orðaðir við liðið eru hinn nítján ára gamli Jude Bellingham og hinn 21 árs gamli Enzo Fernández. El valor de mercado de Bellingham y Enzo Fernández crece gracias a su explosión en Qatar @pepegilvernet https://t.co/2i8vJe6AJD— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) December 15, 2022 Spænska blaðið Mundo Deportivo segir að Borussia Dortmund vilji fá 150 milljónir evra fyrir Bellingham og að Benfica selji Fernandez varla fyrir minna en 100 miljónir evra. Báðir þessir ungu leikmann hafa hækkað verðmiða sinn svakalega með frábærri frammistöðu á heimsmeistaramótinu þar sem Fernandez mun spila úrslitaleik með Argentínu á sunnudaginn. Þörfin er mikil inn á miðju Liverpool og þessir tveir eru sannarlega framtíðarmenn sem hafa þegar sannað sig á stóra sviðinu. Þriðji miðjumaðurinn sem hefur verið sterklega orðaður við Liverpool er marokkíski miðjumaðurinn Sofyan Amrabat. Blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio, sem sérhæfir sig í félagsskiptum leikmanna, segir að Amrabat og umboðsmaður hans hafi verið í sambandi við Liverpool. Di Marzio segir líka að Portúgalinn Joao Félix, sem er orðaður við Arsenal og Manchester United, vilji helst komast itl franska liðsins Paris Saint-Germain. Þá er því haldið fram að Manchester City hafi mikinn áhuga á að kaupa hinn 21 árs gamla Bukayo Saka frá Arsenal auk þess að reyna að stela Jude Bellingham fyrir framan nefið á Liverpool mönnum. Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Það verður allt annað en ódýrt fyrir Liverpool að kaupa öfluga leikmenn inn á miðjuna. Þeir sem hafa helst verið orðaðir við liðið eru hinn nítján ára gamli Jude Bellingham og hinn 21 árs gamli Enzo Fernández. El valor de mercado de Bellingham y Enzo Fernández crece gracias a su explosión en Qatar @pepegilvernet https://t.co/2i8vJe6AJD— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) December 15, 2022 Spænska blaðið Mundo Deportivo segir að Borussia Dortmund vilji fá 150 milljónir evra fyrir Bellingham og að Benfica selji Fernandez varla fyrir minna en 100 miljónir evra. Báðir þessir ungu leikmann hafa hækkað verðmiða sinn svakalega með frábærri frammistöðu á heimsmeistaramótinu þar sem Fernandez mun spila úrslitaleik með Argentínu á sunnudaginn. Þörfin er mikil inn á miðju Liverpool og þessir tveir eru sannarlega framtíðarmenn sem hafa þegar sannað sig á stóra sviðinu. Þriðji miðjumaðurinn sem hefur verið sterklega orðaður við Liverpool er marokkíski miðjumaðurinn Sofyan Amrabat. Blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio, sem sérhæfir sig í félagsskiptum leikmanna, segir að Amrabat og umboðsmaður hans hafi verið í sambandi við Liverpool. Di Marzio segir líka að Portúgalinn Joao Félix, sem er orðaður við Arsenal og Manchester United, vilji helst komast itl franska liðsins Paris Saint-Germain. Þá er því haldið fram að Manchester City hafi mikinn áhuga á að kaupa hinn 21 árs gamla Bukayo Saka frá Arsenal auk þess að reyna að stela Jude Bellingham fyrir framan nefið á Liverpool mönnum.
Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira