Þingmaður tók þátt í að samþykkja beiðni mágkonu sinnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. desember 2022 16:27 María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, sem situr í meirihluta fjárlaganefndar. Skjáskot/Vísir/Vilhelm Þingmaður Framsóknarflokksins stóð að tillögu fjárlaganefndar um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaðurinn er mágur framkvæmdastjóra N4 sem sendi nefndinni bréf og óskaði eftir styrknum. Ein af fjölmörgum breytingum á frumvarpi til fjárlaga sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til er hundrað milljóna króna styrkur til sjónvarpsstöðva á landsbyggðinni. Tillagan var lögð fram nokkrum dögum eftir að nefndinni barst tillagan frá framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar teldi að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarp. Aðspurð gat hún aðeins nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla skilyrðin, það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Kjarninn greinir frá því að María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, hafi óskað eftir því að ríkissjóður veitti fjölmiðlinum hundrað milljón króna styrk. Með styrknum yrði N4 langstyrkjahæsti einkarekni fjölmiðillinn á Íslandi. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var einn sex fulltrúa meirihlutans í fjárlaganefnd sem skrifaði undir álit um að samþykkja skyldi tillöguna um styrkina. Bróðir Stefáns, Ómar Bragi Stefánsson, er giftur Maríu Björk, framkvæmdastjóra N4. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 Eins og fyrr segir samþykkti meirihluti fjárlaganefndar beiðnina en bréfið var ekki birt. María Björk leggur til að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins verði lögð niður og stofna eigi nýja sjónvarpsstöð á grunni N4. Stundin hefur efni bréfsins undir höndum og segir að um sannkallað „leynibréf“ sé að ræða. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, situr í minnihluta fjárlaganefndar. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi sent fyrirspurn á meirihlutann um hvort úttekt á hagsmunatengslum hafi verið gerð. Svo var ekki. „Lögin, til að byrja með, gera ráð fyrir því að þingmaður geti ekki greitt fjármagn beint til sín, það er þrönga útskýringin. Mágkona er aðeins lengra en það svo sem, en það er líka í siðareglum þingsins - það myndi kannski ná þar yfir,“ segir Björn Leví og furðar sig á því að úttekt hafi ekki verið gerð. Stefán Vagn Stefánsson hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Ein af fjölmörgum breytingum á frumvarpi til fjárlaga sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til er hundrað milljóna króna styrkur til sjónvarpsstöðva á landsbyggðinni. Tillagan var lögð fram nokkrum dögum eftir að nefndinni barst tillagan frá framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar teldi að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarp. Aðspurð gat hún aðeins nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla skilyrðin, það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Kjarninn greinir frá því að María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, hafi óskað eftir því að ríkissjóður veitti fjölmiðlinum hundrað milljón króna styrk. Með styrknum yrði N4 langstyrkjahæsti einkarekni fjölmiðillinn á Íslandi. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var einn sex fulltrúa meirihlutans í fjárlaganefnd sem skrifaði undir álit um að samþykkja skyldi tillöguna um styrkina. Bróðir Stefáns, Ómar Bragi Stefánsson, er giftur Maríu Björk, framkvæmdastjóra N4. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 Eins og fyrr segir samþykkti meirihluti fjárlaganefndar beiðnina en bréfið var ekki birt. María Björk leggur til að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins verði lögð niður og stofna eigi nýja sjónvarpsstöð á grunni N4. Stundin hefur efni bréfsins undir höndum og segir að um sannkallað „leynibréf“ sé að ræða. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, situr í minnihluta fjárlaganefndar. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi sent fyrirspurn á meirihlutann um hvort úttekt á hagsmunatengslum hafi verið gerð. Svo var ekki. „Lögin, til að byrja með, gera ráð fyrir því að þingmaður geti ekki greitt fjármagn beint til sín, það er þrönga útskýringin. Mágkona er aðeins lengra en það svo sem, en það er líka í siðareglum þingsins - það myndi kannski ná þar yfir,“ segir Björn Leví og furðar sig á því að úttekt hafi ekki verið gerð. Stefán Vagn Stefánsson hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01
Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent