Sögulegum áfanga náð í kjarnasamruna: „Eitt mikilvægasta afrek 21. aldarinnar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. desember 2022 15:25 Jennifer Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, sagði áfangann tímamót á blaðamannafundi í dag. Getty/Chip Somodevilla Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa náð að framleiða umfram orku með kjarnasamruna á tilraunarstofu en um er að ræða stórt skref í áttina að því að geta framleitt nær óþrjótandi hreina orku. Þetta er í fyrsta sinn frá því að rannsóknir um kjarnasamruna hófust á sjötta áratug síðustu aldar sem kjarnasamruni hefur skilað meiri orku en það tók til að framleiða hana. „Í einföldu máli þá er þetta eitt mikilvægasta afrek 21. aldarinnar á sviði vísinda,“ sagði Jennifer Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hún tilkynnti um málið skömmu fyrir klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma. Um væri að ræða tímamót sem færðu heimsbyggðina mikilvægu skrefi nær óþrjótandi kolefnislausri samrunaorku. BREAKING NEWS: This is an announcement that has been decades in the making. On December 5, 2022 a team from DOE's @Livermore_Lab made history by achieving fusion ignition. This breakthrough will change the future of clean power and America s national defense forever. pic.twitter.com/hFHWbmCNQJ— U.S. Department of Energy (@ENERGY) December 13, 2022 Kim Budil, yfirmaður Larence Livermore-rannsóknarstöðvarinnar, tók þó fram á blaðamannafundinum að það myndi eflaust taka langan tíma þar til kjarnasamruni verður notaður til að búa til orku fyrir almenning. Með sameiginlegu átaki og fjárfestingum gætu nokkra áratuga rannsóknir á tækninni leitt til þess að orkuver yrði byggt. Fölmiðlar í Bretlandi og Bandaríkjunum höfðu áður greint frá uppgötvuninni og vísuðu þau í heimildarmenn sem sögðu vísindamenn við Kvikunarstöðvar Bandaríkjanna (NIF) við Lawrence Livermore-rannsóknarstöðina í Kaliforníu hafa náð að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Skýringarmynd sem sýnir ferlið við kjarnasamruna. Samkvæmt upplýsingum frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna tókst vísindamönnum þann fimmta desember síðastliðinn að framleiða 3,15 megajúl af samrunaorku með því að nota aðeins 2,05 megajúl. Þar með tókst þeim að framleiða um 50 prósent meira af orku en notuð var til samrunans. Marv Adams, aðstoðarstjórnandi hjá kjarnorkuöryggisstofnun Bandaríkjanna (NNSA), útskýrði nánar á blaðamannafundinum í dag hvað vísindamennirnir gerðu til að ná fram kjarnasamruna. Hann sýndi lítinn hólk, svipaðann og þann sem var notaðir við tilraunina, en inni í honum hafi verið hylki með tví- og þrívetni, samsætum vetnis, á stærð við piparkorn. Vísindamenn beindu því næst 192 leysigeislum að tveimur hliðum hólksins en geislarnir lentu á veggjum hólksins og komu þar fyrir orku. Þaðan skutust röntgengeislar að hylkinu sjálfu, frumeindirnar í hylkinu runnu saman, náðu þriggja milljóna gráðu hita, og mynduðu þar með samrunaorku. Allt gerðist þetta á örfáum sekúndum. Áfram langt í land Kjarnasamruni á sér stað náttúrulega í kjarna sólarinnar og annarra stjarna þar sem þyngdarkraftur þeirra þrýstir frumeindum saman við gríðarlegan hita. Gríðarlega orku þarf til að koma kjarnasamruna af stað og þar til núna hefur engum tekist að framleiða meiri orku með kjarnasamruna en þá sem tók til að hefja hann. Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Engar gróðurhúsalofttegundir losna við kjarnasamruna og aðeins lítið magn af geislavirku efni fellur til sem er þar að auki með margfalt skemmri helmingunartíma en geislavirkur úrgangur hefðbundinna kjarnorkuvera sem nota kjarnakljúfa. Þó afrek vísindamannanna sé stórt og mikilvægt skref í áttina að þeim draumórum er áfram langt í land þar til hægt verður að framleiða orku í stórum mæli og utan rannsóknarstofu. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísindi Bandaríkin Orkumál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynna meiriháttar stökk í kjarnasamruna Bandaríska orkumálaráðuneytið kynnir það sem er lýst sem meiriháttar áfanga í þróun kjarnasamruna á fréttamannafundi sem hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi. 13. desember 2022 14:59 Tilkynning um stóran áfanga í kjarnasamruna sögð væntanleg Bandaríska orkumálaráðuneytið ætlar að tilkynna um stóran áfanga í kjarnasamruna á morgun. Vísindamenn eru sagðir hafa náð kjarnasamruna sem framleiddi meiri orku en fór í að hrinda honum af stað. 12. desember 2022 10:32 Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. 18. ágúst 2021 09:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
„Í einföldu máli þá er þetta eitt mikilvægasta afrek 21. aldarinnar á sviði vísinda,“ sagði Jennifer Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hún tilkynnti um málið skömmu fyrir klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma. Um væri að ræða tímamót sem færðu heimsbyggðina mikilvægu skrefi nær óþrjótandi kolefnislausri samrunaorku. BREAKING NEWS: This is an announcement that has been decades in the making. On December 5, 2022 a team from DOE's @Livermore_Lab made history by achieving fusion ignition. This breakthrough will change the future of clean power and America s national defense forever. pic.twitter.com/hFHWbmCNQJ— U.S. Department of Energy (@ENERGY) December 13, 2022 Kim Budil, yfirmaður Larence Livermore-rannsóknarstöðvarinnar, tók þó fram á blaðamannafundinum að það myndi eflaust taka langan tíma þar til kjarnasamruni verður notaður til að búa til orku fyrir almenning. Með sameiginlegu átaki og fjárfestingum gætu nokkra áratuga rannsóknir á tækninni leitt til þess að orkuver yrði byggt. Fölmiðlar í Bretlandi og Bandaríkjunum höfðu áður greint frá uppgötvuninni og vísuðu þau í heimildarmenn sem sögðu vísindamenn við Kvikunarstöðvar Bandaríkjanna (NIF) við Lawrence Livermore-rannsóknarstöðina í Kaliforníu hafa náð að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Skýringarmynd sem sýnir ferlið við kjarnasamruna. Samkvæmt upplýsingum frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna tókst vísindamönnum þann fimmta desember síðastliðinn að framleiða 3,15 megajúl af samrunaorku með því að nota aðeins 2,05 megajúl. Þar með tókst þeim að framleiða um 50 prósent meira af orku en notuð var til samrunans. Marv Adams, aðstoðarstjórnandi hjá kjarnorkuöryggisstofnun Bandaríkjanna (NNSA), útskýrði nánar á blaðamannafundinum í dag hvað vísindamennirnir gerðu til að ná fram kjarnasamruna. Hann sýndi lítinn hólk, svipaðann og þann sem var notaðir við tilraunina, en inni í honum hafi verið hylki með tví- og þrívetni, samsætum vetnis, á stærð við piparkorn. Vísindamenn beindu því næst 192 leysigeislum að tveimur hliðum hólksins en geislarnir lentu á veggjum hólksins og komu þar fyrir orku. Þaðan skutust röntgengeislar að hylkinu sjálfu, frumeindirnar í hylkinu runnu saman, náðu þriggja milljóna gráðu hita, og mynduðu þar með samrunaorku. Allt gerðist þetta á örfáum sekúndum. Áfram langt í land Kjarnasamruni á sér stað náttúrulega í kjarna sólarinnar og annarra stjarna þar sem þyngdarkraftur þeirra þrýstir frumeindum saman við gríðarlegan hita. Gríðarlega orku þarf til að koma kjarnasamruna af stað og þar til núna hefur engum tekist að framleiða meiri orku með kjarnasamruna en þá sem tók til að hefja hann. Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Engar gróðurhúsalofttegundir losna við kjarnasamruna og aðeins lítið magn af geislavirku efni fellur til sem er þar að auki með margfalt skemmri helmingunartíma en geislavirkur úrgangur hefðbundinna kjarnorkuvera sem nota kjarnakljúfa. Þó afrek vísindamannanna sé stórt og mikilvægt skref í áttina að þeim draumórum er áfram langt í land þar til hægt verður að framleiða orku í stórum mæli og utan rannsóknarstofu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vísindi Bandaríkin Orkumál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynna meiriháttar stökk í kjarnasamruna Bandaríska orkumálaráðuneytið kynnir það sem er lýst sem meiriháttar áfanga í þróun kjarnasamruna á fréttamannafundi sem hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi. 13. desember 2022 14:59 Tilkynning um stóran áfanga í kjarnasamruna sögð væntanleg Bandaríska orkumálaráðuneytið ætlar að tilkynna um stóran áfanga í kjarnasamruna á morgun. Vísindamenn eru sagðir hafa náð kjarnasamruna sem framleiddi meiri orku en fór í að hrinda honum af stað. 12. desember 2022 10:32 Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. 18. ágúst 2021 09:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bein útsending: Kynna meiriháttar stökk í kjarnasamruna Bandaríska orkumálaráðuneytið kynnir það sem er lýst sem meiriháttar áfanga í þróun kjarnasamruna á fréttamannafundi sem hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi. 13. desember 2022 14:59
Tilkynning um stóran áfanga í kjarnasamruna sögð væntanleg Bandaríska orkumálaráðuneytið ætlar að tilkynna um stóran áfanga í kjarnasamruna á morgun. Vísindamenn eru sagðir hafa náð kjarnasamruna sem framleiddi meiri orku en fór í að hrinda honum af stað. 12. desember 2022 10:32
Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. 18. ágúst 2021 09:45