Kynferðisofbeldi verður ekki liðið Jón Gunnarsson skrifar 13. desember 2022 14:30 Eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra var að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi og ef ástæða væri til að hafa samband við 112. Fjármagn var tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða málsmeðferð kynferðisbrota hjá lögreglunni og hefur það þegar skilað árangri. Allt þetta ár hefur síðan verið unnið markvisst að því að hvetja brotaþola til að tilkynna kynferðisbrot. Um leið hefur verið leitað leiða til að fækka brotum. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot fyrstu 9 mánuði ársins kemur fram að tilkynnt var um 195 nauðganir, eða 22 nauðganir að jafnaði á mánuði. Þetta samsvarar 26% fjölgun frá því í fyrra. Í 20% tilvika var um að ræða eldri brot, þ.e. brot sem áttu sér stað fyrir árið 2022. Mín afstaða frá því að ég tók við sem dómsmálaráðherra hefur verið að ofbeldi verður ekki liðið og það mun hafa afleiðingar. Allar tegundir ofbeldis. Til þess að svo megi verða þarf að tilkynna það til lögreglu og tryggja skilvirka og góða málsmeðferð í réttarvörslukerfinu. Í vor var lögð til lögfesting á mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola bæði kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis og var málið samþykkt samhljóða á Alþingi að höfðu víðtæku samráði. Leiðavísir um réttarvörslukerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis er kominn inn á ofbeldisgátt 112.is. Jafnframt er unnið að því að tryggja brotaþolum á landsvísu aðgang að upplýsingum um sitt mál á þolendagátt lögreglunnar mitt.logreglan.is. Á nýju ári mun taka við ný aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þegar sú eldri rennur út. Risaskref verða tekin til að efla enn frekar löggæsluna, ákæruvaldið og fullnustu refsinga til að bæta öryggi, viðbragðstíma og málsmeðferð mála. Senn líður að lokum ársins. Í aðdraganda og yfir hátíðarnar eru fjölmargir viðburðir skipulagðir á vegum vinnustaða, vinahópa og fjölskyldna þar sem við viljum koma saman og gleðjast. Góð skemmtun getur aldrei falið í sér ofbeldi eða áreitni. Því er vitundarvakningu gegn ofbeldi fram haldið í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar og hinna ýmsu samstarfsaðila. Þar er lögð áhersla á að við eigum öll að geta verið örugg fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Ef áhyggjur vakna, hvet ég til þess að leitað sé til 112. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Kynferðisofbeldi Lögreglan Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra var að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi og ef ástæða væri til að hafa samband við 112. Fjármagn var tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða málsmeðferð kynferðisbrota hjá lögreglunni og hefur það þegar skilað árangri. Allt þetta ár hefur síðan verið unnið markvisst að því að hvetja brotaþola til að tilkynna kynferðisbrot. Um leið hefur verið leitað leiða til að fækka brotum. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot fyrstu 9 mánuði ársins kemur fram að tilkynnt var um 195 nauðganir, eða 22 nauðganir að jafnaði á mánuði. Þetta samsvarar 26% fjölgun frá því í fyrra. Í 20% tilvika var um að ræða eldri brot, þ.e. brot sem áttu sér stað fyrir árið 2022. Mín afstaða frá því að ég tók við sem dómsmálaráðherra hefur verið að ofbeldi verður ekki liðið og það mun hafa afleiðingar. Allar tegundir ofbeldis. Til þess að svo megi verða þarf að tilkynna það til lögreglu og tryggja skilvirka og góða málsmeðferð í réttarvörslukerfinu. Í vor var lögð til lögfesting á mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola bæði kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis og var málið samþykkt samhljóða á Alþingi að höfðu víðtæku samráði. Leiðavísir um réttarvörslukerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis er kominn inn á ofbeldisgátt 112.is. Jafnframt er unnið að því að tryggja brotaþolum á landsvísu aðgang að upplýsingum um sitt mál á þolendagátt lögreglunnar mitt.logreglan.is. Á nýju ári mun taka við ný aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þegar sú eldri rennur út. Risaskref verða tekin til að efla enn frekar löggæsluna, ákæruvaldið og fullnustu refsinga til að bæta öryggi, viðbragðstíma og málsmeðferð mála. Senn líður að lokum ársins. Í aðdraganda og yfir hátíðarnar eru fjölmargir viðburðir skipulagðir á vegum vinnustaða, vinahópa og fjölskyldna þar sem við viljum koma saman og gleðjast. Góð skemmtun getur aldrei falið í sér ofbeldi eða áreitni. Því er vitundarvakningu gegn ofbeldi fram haldið í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar og hinna ýmsu samstarfsaðila. Þar er lögð áhersla á að við eigum öll að geta verið örugg fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Ef áhyggjur vakna, hvet ég til þess að leitað sé til 112. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar