Greiða leiðina að nýstárlegu kolefnisgjaldi á innflutning til Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2022 11:16 Evrópusambandið ætlar að jafna leikinn á milli evrópskra framleiðenda sem þurfa að greiða fyrir losunarheimildir og samkeppnisaðila þeirra utan álfunnar þar sem grænum gjöldum er ekki til að dreifa. Vísir/EPA Evrópsk innflutningsfyrirtæki þyrftu í raun að greiða kolefnisgjald af ákveðnum vörum sem þau flytja inn frá löndum sem hafa minni metnað í loftslagsmálum með nýrri löggjöf sem Evrópuþingið og leiðtogaráð Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um. Reglurnar yrðu þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Kolefnislandamærajöfnunarkerfi Evrópusambandsins (CBAM) er ætlað að jafna samkeppnisstöðu framleiðslufyrirtækja sem þurfa að greiða fyrir losun gróðurhúsalofttegunda innan evrópska viðskiptakerfisins með losunarheimildir (ETS) gagnvart innfluttum vörum. Innflutningsfyrirtækjum verður gert að greiða mismuninn á kolefnisgjaldi þar sem vara er framleidd og gjaldsins sem evrópskir framleiðendur þurfa að greiða innan ETS. Það gera þau með því að kaupa svokallaða CBAM-vottun. Þannig geta aðeins aðeins þau lönd sem setja sér að minnsta kosti jafnmetnaðarfull losunarmarkmið og Evrópusambandið flutt inn vörur án þess að greiða þurfi fyrir CBAM-vottun fyrir þær. Lögunum er sagt ætlað að skapa hvata fyrir ríki utan Evrópusambandsins að auka metnað sinn í loftslagsmálum. CBAM á að ná til innflutnings á járni, stáli, sement, áli, áburði og rafmagni en einnig vetnis, ákveðinnar óbeinnar losunar og sumra járn- og stálafurða eins og skrúfna og bolta, að því er segir í tilkynningu frá Evrópuþinginu. Afnema ókeypis losunarheimildir á sama tíma Lögin eiga að taka gildi í október á næsta ári en fyrst um sinn þurfa innflytjendur aðeins að skrá og tilkynna losun sem fylgir vörum. Innleiðing á CBAM hangir saman við umbætur Evrópusambandsins á losunarheimildakerfinu sjálfu. Regluverkið tekur ekki gildi að fullu fyrr en byrjað verður að afnema ókeypis losunarheimildir sem evrópskum framleiðendum hefur verið úthlutað. Evrópuþingið og leiðtogaráðið eiga enn eftir að ná saman um breytingarnar á ETS-kerfinu en til stendur að semja um þær í vikunni. ETS-kerfinu er ætlað að skapa hvata fyrir stóriðju til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum með því að láta hana greiða fyrir losun sína. Verðinu á heimildunum er ætlað að hækka með tímanum. CBAM er hluti af aðgerðapakka Evrópusambandsins í tengslum við markmið þess um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent miðað við losun ársins 1990 fyrir árið 2030. Loftslagsmál Skattar og tollar Evrópusambandið Tengdar fréttir Náðu saman um loftslagslög fyrir Evrópu Umhverfisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins náðu samkomulagi um frumvörp að loftslagslögum eftir viðræður sem stóðu fram á nótt. Sölubann við jarðefnaeldsneytisknúnum bifreiðum árið 2035 lifði nóttina af en ráðherrarnir samþykktu einnig milljarðasjóð til að hjálpa fátækari íbúum álfunnar að takast á við aukinn kostnað við losun kolefnis. 29. júní 2022 15:39 Samþykktu að svipta stóriðju fríum losunarheimildum fyrir 2032 Evrópuþingið samþykkti stórtækar breytingar á viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir í dag. Stóriðjufyrirtæki hætta að fá ókeypis losunarheimildir fyrir árið 2032 en í staðinn verður tekinn upp kolefnisskattur á innflutt stál, sement og fleiri vörur. 22. júní 2022 14:46 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Kolefnislandamærajöfnunarkerfi Evrópusambandsins (CBAM) er ætlað að jafna samkeppnisstöðu framleiðslufyrirtækja sem þurfa að greiða fyrir losun gróðurhúsalofttegunda innan evrópska viðskiptakerfisins með losunarheimildir (ETS) gagnvart innfluttum vörum. Innflutningsfyrirtækjum verður gert að greiða mismuninn á kolefnisgjaldi þar sem vara er framleidd og gjaldsins sem evrópskir framleiðendur þurfa að greiða innan ETS. Það gera þau með því að kaupa svokallaða CBAM-vottun. Þannig geta aðeins aðeins þau lönd sem setja sér að minnsta kosti jafnmetnaðarfull losunarmarkmið og Evrópusambandið flutt inn vörur án þess að greiða þurfi fyrir CBAM-vottun fyrir þær. Lögunum er sagt ætlað að skapa hvata fyrir ríki utan Evrópusambandsins að auka metnað sinn í loftslagsmálum. CBAM á að ná til innflutnings á járni, stáli, sement, áli, áburði og rafmagni en einnig vetnis, ákveðinnar óbeinnar losunar og sumra járn- og stálafurða eins og skrúfna og bolta, að því er segir í tilkynningu frá Evrópuþinginu. Afnema ókeypis losunarheimildir á sama tíma Lögin eiga að taka gildi í október á næsta ári en fyrst um sinn þurfa innflytjendur aðeins að skrá og tilkynna losun sem fylgir vörum. Innleiðing á CBAM hangir saman við umbætur Evrópusambandsins á losunarheimildakerfinu sjálfu. Regluverkið tekur ekki gildi að fullu fyrr en byrjað verður að afnema ókeypis losunarheimildir sem evrópskum framleiðendum hefur verið úthlutað. Evrópuþingið og leiðtogaráðið eiga enn eftir að ná saman um breytingarnar á ETS-kerfinu en til stendur að semja um þær í vikunni. ETS-kerfinu er ætlað að skapa hvata fyrir stóriðju til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum með því að láta hana greiða fyrir losun sína. Verðinu á heimildunum er ætlað að hækka með tímanum. CBAM er hluti af aðgerðapakka Evrópusambandsins í tengslum við markmið þess um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent miðað við losun ársins 1990 fyrir árið 2030.
Loftslagsmál Skattar og tollar Evrópusambandið Tengdar fréttir Náðu saman um loftslagslög fyrir Evrópu Umhverfisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins náðu samkomulagi um frumvörp að loftslagslögum eftir viðræður sem stóðu fram á nótt. Sölubann við jarðefnaeldsneytisknúnum bifreiðum árið 2035 lifði nóttina af en ráðherrarnir samþykktu einnig milljarðasjóð til að hjálpa fátækari íbúum álfunnar að takast á við aukinn kostnað við losun kolefnis. 29. júní 2022 15:39 Samþykktu að svipta stóriðju fríum losunarheimildum fyrir 2032 Evrópuþingið samþykkti stórtækar breytingar á viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir í dag. Stóriðjufyrirtæki hætta að fá ókeypis losunarheimildir fyrir árið 2032 en í staðinn verður tekinn upp kolefnisskattur á innflutt stál, sement og fleiri vörur. 22. júní 2022 14:46 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Náðu saman um loftslagslög fyrir Evrópu Umhverfisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins náðu samkomulagi um frumvörp að loftslagslögum eftir viðræður sem stóðu fram á nótt. Sölubann við jarðefnaeldsneytisknúnum bifreiðum árið 2035 lifði nóttina af en ráðherrarnir samþykktu einnig milljarðasjóð til að hjálpa fátækari íbúum álfunnar að takast á við aukinn kostnað við losun kolefnis. 29. júní 2022 15:39
Samþykktu að svipta stóriðju fríum losunarheimildum fyrir 2032 Evrópuþingið samþykkti stórtækar breytingar á viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir í dag. Stóriðjufyrirtæki hætta að fá ókeypis losunarheimildir fyrir árið 2032 en í staðinn verður tekinn upp kolefnisskattur á innflutt stál, sement og fleiri vörur. 22. júní 2022 14:46