„Góðar líkur“ á að samningurinn skili launafólki auknum kaupmætti
Verði sá kjarasamningur sem hefur verið undirritaður milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðarmanna staðfestur mun það „vafalítið“ verða mörgum léttir, bæði launafólki og atvinnurekendum, að fá meiri vissu um fjárráð og rekstrarkostnað næsta árið, að sögn hagfræðings. Samningurinn sé nálægt grunnspá Seðlabankans um launaþróunina og gangi verðbólguspár eftir er útlit fyrir að hann muni skila launafólki almennt nokkurri kaupmáttaraukningu á komandi ári.
Tengdar fréttir
Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun
Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu.
Seðlabankastjóri segir að fyrstu kjarasamningarnir séu „mjög jákvæð tíðindi“
Seðlabankastjóri sagði að fyrstu kjarasamningar sem gerðir voru í þessari lotu séu „mjög jákvæð tíðindi“ og auki fjármálastöðugleika. Hann sagði ennfremur bankarnir væru ekki lengur að fá „ódýra fjármögnun“ erlendis eftir áratug þar sem vextir voru neikvæðir í okkar helstu viðskiptalöndum. „Bankarnir verða að varpa þessu áfram til íslenskra aðila,“ sagði Ásgeir.