Handbolti

Vonast til að Nablinn gangi út eftir að Agnar Smári klippti hann: „Bindið alla lausa hluti“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nablinn í rakarastólnum í Portinu. Gaupi fylgist með að Agnar Smári Jónsson vandi til verka.
Nablinn í rakarastólnum í Portinu. Gaupi fylgist með að Agnar Smári Jónsson vandi til verka. stöð 2 sport

Í tilefni jólanna skelltu Feðgar á ferð, þeir Guðjón Guðmundsson og Andri Már Eggertsson sér til rakara. Og sá var ekki af verri endanum; Agnar Smári Jónsson, stórskytta Vals. Nýjasta ævintýri þeirra „Feðga á ferð“ var sýnt í jólaþætti Seinni bylgjunnar í gær.

„Nú eru að koma jól, handboltinn að klárast, nú er það, minn kæri, jólaklippingin,“ sagði Gaupi meðan hann keyrði Nablann í klippingu hjá Agnari Smára, skotfastasta rakara landsins, á stofunni Portið.

„Það er búið að segja við mig í rauninni síðan ég fermdist að ég eigi bara eina klippingu. Tíu árum seinna er ég enn að fara í klippingu,“ sagði Andri Már. „Þetta er sú síðasta. Ég held það myndi fara þér vel að fá einn Gaupa,“ sagði Agnar Smári og starði á skallann á Gaupa.

Klippa: Seinni bylgjan - Feðgar á ferð í klippingu

Eftir að Agnar Smári hafði lokað sér af og Andri Már var orðinn nokkrum hárum fátækari voru þeir fegðar á ferð nokkuð vongóðir um að Nablinn myndi loksins ganga út.

„Rétt í lokin sendi ég út viðvörun. Stelpur, passið ykkur,“ sagði Gaupi. „Bindið alla lausa hluti,“ sagði Andri Már sem fékk sleikjó í verðlaun eftir klippinguna.

Horfa má á Feðga á ferð í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×