Tíminn og hafið Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 12. desember 2022 16:31 Fyrir tíu árum þennan dag, var ég einn á heimleið norður í jólafrí. Í þann mund sem ég er að byrja að brölta upp Öxnadalsheiðina er mér allt í einu hugsað til frænda míns, að ég verði að hringja í hann þegar heim er komið. Í sömu andrá sé ég einstaklega fallegt stjörnuhrap. Það sem ég vissi ekki þá, var að okkar síðasta samverustund og samtal væri þegar búið að eiga sér stað. Að samtímis þessum hugsunum mínum var frændi minn í köldu hafinu norður af landi að kveðja þessa jarðvist, eftir að hafa fallið útbyrðis af togara sem hann var stýrimaður á. Togara sem við frændur höfum nokkrum árum fyrr starfað saman á. Að mögulega var þetta fallega stjörnuhrap á himni það síðasta í lífinu sem við frændur sáum saman, í sitt hvoru lagi. Þremur árum fyrr var ég í framkvæmdum á æskuheimili mínu, þar innst inni í geymslunni fann ég sjóstígvél. Þegar ég tók þau upp var eins og hugur minn færi í tímavél, aftur til bernsku og ég sá sjálfan mig ljóslifandi fyrir mér sem barn standandi í stofuglugganum heima, að horfa út og bíða eftir að Gunni frændi kæmi í heimsókn. Eftir nokkra góða samveru daga heyrði ég Gunna frænda minn segja að nú þyrfti hann að fara aftur á sjó, ég vildi ekki að frændi minn færi og greip til minn ráða, mundi eftir sjóstívélunum hans niður í forstofu og hugsaði með mér að hann færi ekki stígvélalaus á sjóinn. Svo ég brá mér niður stigann greip stígvélin og faldi þau innst inni í geymslu, svo sem minnstar líkur væru á því að þau myndu finnast. Sama hversu gott mér þótti þetta ráð mitt þá, þá virkaði það víst ekki. Frændi sem hvergi fann stígvélin sín hvarf á endanum út um dyrnar, út á hafið og stígvélin féllu í gleymskunnar dá. Stóri frændi og litli frændi. Eftir þessar endurminningar brosti ég og hló. Hringdi í frænda minn og nafna, sagði honum frá þessu og viðurkenndi verknað minn við stígvélahvarfið forðum daga, tjáði honum að þessi litli glæpur hefði fyrst og fremst verið framinn af væntumþykju. Ég er þakklátur að hafa átt það samtal við frænda minn sem alltaf reyndist mér svo vel. Þarna fann ég ástæðu til þess að segja honum hvað mér þætti vænt um hann og hvað hann skipti mig miklu máli. Því svo leið tíminn og hafið tók frænda minn frá mér, ef ég hefði geymt þessi orð, hefðu þau líklega aldrei verið sögð. Nú er hátíð ljóss og friðar að ganga í garð. Við höfum tilhneigingu til þess að gleyma okkur í gjafakaupum og undirbúningsamstri fyrir hátíðleg jól. En oft getur samverustund með fjölskyldu okkar og vinum verið dýrmætari en dýrustu gjafir. Gleymum því ekki, lærum að njóta líðandi stunda og samveru með okkar dýrmætasta fólki, því enginn veit hvenær í lífsins ferðalagi leiðir skilja. Tíminn læknar ekki öll sár og síst af öllu sálræn sár, en dag frá degi lærir maður að lifa með sorg sinni og horfa fram á veginn, samhliða því að vera þakklátur fyrir liðnar stundir og gjöfular minningar. En til þess þurfum við að skapa þær minningar. Notum augnablikið, gefum börnunum tíma og athygli, það geyma þau í hjarta sér og muna, heimsækjum ömmu og afa oftar, förum með hundinn í auka göngutúr. Hringjum í vini og ættinga. Mælum okkur mót, njótum samverustunda og gleymum ekki að tjá væntumþykju okkar með orðum. Sköpum þannig hamingju og hlýju í dimmum desember og tendrum ljósið innra með okkur í bland við falleg jólaljós um bæi og borg til sjávar og sveita um landið allt. Höfundur var litli frændi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hnefill Örlygsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum þennan dag, var ég einn á heimleið norður í jólafrí. Í þann mund sem ég er að byrja að brölta upp Öxnadalsheiðina er mér allt í einu hugsað til frænda míns, að ég verði að hringja í hann þegar heim er komið. Í sömu andrá sé ég einstaklega fallegt stjörnuhrap. Það sem ég vissi ekki þá, var að okkar síðasta samverustund og samtal væri þegar búið að eiga sér stað. Að samtímis þessum hugsunum mínum var frændi minn í köldu hafinu norður af landi að kveðja þessa jarðvist, eftir að hafa fallið útbyrðis af togara sem hann var stýrimaður á. Togara sem við frændur höfum nokkrum árum fyrr starfað saman á. Að mögulega var þetta fallega stjörnuhrap á himni það síðasta í lífinu sem við frændur sáum saman, í sitt hvoru lagi. Þremur árum fyrr var ég í framkvæmdum á æskuheimili mínu, þar innst inni í geymslunni fann ég sjóstígvél. Þegar ég tók þau upp var eins og hugur minn færi í tímavél, aftur til bernsku og ég sá sjálfan mig ljóslifandi fyrir mér sem barn standandi í stofuglugganum heima, að horfa út og bíða eftir að Gunni frændi kæmi í heimsókn. Eftir nokkra góða samveru daga heyrði ég Gunna frænda minn segja að nú þyrfti hann að fara aftur á sjó, ég vildi ekki að frændi minn færi og greip til minn ráða, mundi eftir sjóstívélunum hans niður í forstofu og hugsaði með mér að hann færi ekki stígvélalaus á sjóinn. Svo ég brá mér niður stigann greip stígvélin og faldi þau innst inni í geymslu, svo sem minnstar líkur væru á því að þau myndu finnast. Sama hversu gott mér þótti þetta ráð mitt þá, þá virkaði það víst ekki. Frændi sem hvergi fann stígvélin sín hvarf á endanum út um dyrnar, út á hafið og stígvélin féllu í gleymskunnar dá. Stóri frændi og litli frændi. Eftir þessar endurminningar brosti ég og hló. Hringdi í frænda minn og nafna, sagði honum frá þessu og viðurkenndi verknað minn við stígvélahvarfið forðum daga, tjáði honum að þessi litli glæpur hefði fyrst og fremst verið framinn af væntumþykju. Ég er þakklátur að hafa átt það samtal við frænda minn sem alltaf reyndist mér svo vel. Þarna fann ég ástæðu til þess að segja honum hvað mér þætti vænt um hann og hvað hann skipti mig miklu máli. Því svo leið tíminn og hafið tók frænda minn frá mér, ef ég hefði geymt þessi orð, hefðu þau líklega aldrei verið sögð. Nú er hátíð ljóss og friðar að ganga í garð. Við höfum tilhneigingu til þess að gleyma okkur í gjafakaupum og undirbúningsamstri fyrir hátíðleg jól. En oft getur samverustund með fjölskyldu okkar og vinum verið dýrmætari en dýrustu gjafir. Gleymum því ekki, lærum að njóta líðandi stunda og samveru með okkar dýrmætasta fólki, því enginn veit hvenær í lífsins ferðalagi leiðir skilja. Tíminn læknar ekki öll sár og síst af öllu sálræn sár, en dag frá degi lærir maður að lifa með sorg sinni og horfa fram á veginn, samhliða því að vera þakklátur fyrir liðnar stundir og gjöfular minningar. En til þess þurfum við að skapa þær minningar. Notum augnablikið, gefum börnunum tíma og athygli, það geyma þau í hjarta sér og muna, heimsækjum ömmu og afa oftar, förum með hundinn í auka göngutúr. Hringjum í vini og ættinga. Mælum okkur mót, njótum samverustunda og gleymum ekki að tjá væntumþykju okkar með orðum. Sköpum þannig hamingju og hlýju í dimmum desember og tendrum ljósið innra með okkur í bland við falleg jólaljós um bæi og borg til sjávar og sveita um landið allt. Höfundur var litli frændi.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun