Innlent

Byltingin nartar í börnin

Hólmfríður Gísladóttir skrifar

Það hefur heldur betur gustað um verkalýðshreyfinguna síðasta árið og óhætt að segja að kjarabaráttan hafi á stundum fallið í skuggann á hjaðningavígum innan hreyfingarinnar.

Hart var barist um tvö embætti á árinu; formannsembættið í Eflingu og forsetaembættið hjá Alþýðusambandinu. Ný verkalýðsforysta stóð saman í gegnum gríðarlega umdeilda hópuppsögn hjá Eflingu en klofnaði þegar einn reið á vaðið og gekk til samninga við atvinnurekendur.

Annar fylgdi í kjölfarið en eftir stendur einn, sem boðar byltingu fyrir láglaunafólk.

Frétta­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×