Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár Atli Arason skrifar 12. desember 2022 21:00 Eric Ayala átti frábæran leik gegn Njarðvík en hann endaði stigahæstur í liði Keflavíkur með 26 stig. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. Njarðvíkingar gerðu fyrstu tvö stig leiksins en það var mesta forskot sem Njarðvík náði í leiknum því Keflavík tók öll völd á vellinum í kjölfarið. Með níu stiga áhlaupi um miðjan leikhluta voru heimamenn skyndilega komnir með átta stiga forskot, 15-7, og litu aldrei aftur til baka. Eric Ayala var í hörku stuði en hann gerði átta af fyrstu 15 stigum Keflavíkur. Gestirnir náðu aðeins að laga stöðuna fyrir lok fyrsta leikhluta sem lauk með fimm stiga sigri Keflavíkur, 23-18. Keflavík hélt áfram sama takti í öðrum fjórðung þar sem vörnin þeirra hélt vel á meðan sóknarleikurinn skilaði stigum á hinum endanum. Með þriggja stiga körfu Jaka Brodnik um miðbik 2. leikhluta náðu heimamenn 16 stiga forskoti en þá tók við níu stiga áhlaup hjá gestunum. Keflavík tókst þó alltaf að svara áhlaupi Njarðvíkur en níu stig skildu liðin af í hálfleik, 53-44. Í þriðja leikhluta tókst Keflvíkingum forða því að leikurinn yrði spennandi með skotsýningu þar sem flestar skottilraunir þeirra fóru ofan í körfuna. Heimamenn settu alls niður sex þrista í leikhlutanum og munurinn á milli liðanna fór mest í 21 stig eftir þriggja stiga körfu Vals Orra í stöðunni 76-55. Var það jafnframt mesti munurinn sem varð á milli liðanna í leiknum í kvöld. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 79-62, Keflavík í vil. Njarðvíkingar sýndu þó hetjulega baráttu í lokaleikhlutanum sem var þeirra besti af öllum fjórum fjórðungum en það var bara of lítið og of seint. Gestirnir unnu síðasta leikhlutan með fjórum stigum, 20-24, og lokatölur leiksins voru því 99-86. Afhverju vann Keflavík? Keflavík byrjaði leikinn betur og héldu frumkvæðinu í gegnum allan leikinn með öflugri liðsframmistöðu þar sem allir sem fengu mínútur náðu að koma með eitthvað framlag. Varamannabekkur Keflavíkur skilaði 30 stigum gegn aðeins fimm frá varamannabekk Njarðvíkur. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Basile, leikmaður Njarðvíkur, var stigahæsti leikmaður vallarins í kvöld en Basile gerði 27 stig ásamt því að gefa tíu stoðsendingar og taka fjögur fráköst. Alls 32 framlagspunktar hjá Basile. Hjá Keflvíkingum dreifðist stigaskorið örlítið meira, Eric Ayala var þeirra stigahæstu með 26 stig á meðan Valur Orri Valsson átti öfluga innkomu af bekknum og gerði alls 18 stig, þar á meðal nokkra mikilvæga þrista. Hvað gerist næst? Keflavík fer áfram í undanúrslit VÍS bikarsins þar sem Stjarnan, Höttur eða Valur bíður þeirra. Njarðvíkingar eru hins vegar úr leik. „Við jörðuðum þá orkulega“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki annað en verið ánægður með frammistöðu sinna leikmanna í kvöld. „Þetta var frábær liðssigur, margir að henda í púkkið og varnarlega vorum við mjög samstilltir. Það var virkilega gaman að sjá þetta,“ sagði Hjalti í viðtali við Vísi eftir leik. Þrátt fyrir nokkuð öruggan sigur þá var Hjalti stressaður á hliðarlínunni alveg til loka leiks. „Orkustigið hjá okkur var mikið meira en hjá Njarðvík. Við komum þannig til leiks að við jörðuðum þá orkulega. Mér leið samt aldrei þægilega með þennan leik þrátt fyrir að vera 20 stigum yfir, það var ekki fyrr en síðustu 30 sekúndurnar að ég fór að hugsa að við værum búnir að vinna þetta. Maður veit alltaf að þetta Njarðvíkur lið getur komið til baka.“ Valur Orri Valsson byrjaði á varamannabekk Keflavíkur í þessum leik og að öðrum leikmönnum Keflavíkur ólöstuðum átti Valur mjög flottan leik. „Valur var frábær í kvöld og það á báðum endum. Hann hefur átt erfitt uppdráttar í vetur en hann mætir þegar hann þarf að mæta,“ svaraði Hjalti aðspurður út í frammistöðu Vals Orra. Keflavík er komið í undanúrslit VÍS bikarsins sem verða leikinn í Laugardalshöll. Hjalti á enga óska mótherja en markmið liðsins eru skýr, að fara alla leið í úrslit. „Mér er alveg sama. Við erum allavegana á leiðinni í höllina og ef allt fer að óskum þá gætum við þurft að spila við tvö góð lið,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. „Maður verður að gefa þeim kredit“ Benedikt Guðmundsson er þjálfari Njarðvíkur.Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Keflavík í kvöld. „Það er ógeðslega leiðinlegt að vera dottinn úr bikarkeppninni. Það var draumur okkar að fá að mæta í höllina og leika þar þannig þetta er mikið svekkelsi,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik. Benedikt var vonsvikin með það hvernig sínir menn mættu til leiks en hrósaði andstæðingum sínum í hástert fyrir þeirra leik. „Það eru margar ástæður fyrir því [tapinu]. Mér fannst við vera full linir í fyrri hálfleik, við vorum ekki að spila eftir þeirri línu sem við eigum að vita að er í þessu húsi. Við vorum ekki að fara á vítalínuna á meðan þeir voru að komast á vítalínuna, við vorum ekki að frákasta á meðan þeir voru að pakka okkur saman í fráköstum,“ sagði Benedikt áður en hann bætti við. „Þetta var samt ekki bara allt hræðilegt hjá okkur, Keflvíkingarnir spiluðu líka frábærlega og stundum verður maður bara að hrósa andstæðingnum. Í þetta skipti á Keflavík bara gríðarlega mikið hrós skilið fyrir sína spilamennsku, þeir áttu geggjaðan leik. Þeir hittu gríðarlega vel og voru að hitta um 60% í þriggja stiga og voru að refsa okkur. Þegar við klikkuðum úr sniðskoti öðru megin þá fengum við þrist í andlitið hinu megin. Það er merki um frábær lið sem gera svoleiðis. Maður verður að gefa þeim kredit,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. VÍS-bikarinn Keflavík ÍF UMF Njarðvík
Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. Njarðvíkingar gerðu fyrstu tvö stig leiksins en það var mesta forskot sem Njarðvík náði í leiknum því Keflavík tók öll völd á vellinum í kjölfarið. Með níu stiga áhlaupi um miðjan leikhluta voru heimamenn skyndilega komnir með átta stiga forskot, 15-7, og litu aldrei aftur til baka. Eric Ayala var í hörku stuði en hann gerði átta af fyrstu 15 stigum Keflavíkur. Gestirnir náðu aðeins að laga stöðuna fyrir lok fyrsta leikhluta sem lauk með fimm stiga sigri Keflavíkur, 23-18. Keflavík hélt áfram sama takti í öðrum fjórðung þar sem vörnin þeirra hélt vel á meðan sóknarleikurinn skilaði stigum á hinum endanum. Með þriggja stiga körfu Jaka Brodnik um miðbik 2. leikhluta náðu heimamenn 16 stiga forskoti en þá tók við níu stiga áhlaup hjá gestunum. Keflavík tókst þó alltaf að svara áhlaupi Njarðvíkur en níu stig skildu liðin af í hálfleik, 53-44. Í þriðja leikhluta tókst Keflvíkingum forða því að leikurinn yrði spennandi með skotsýningu þar sem flestar skottilraunir þeirra fóru ofan í körfuna. Heimamenn settu alls niður sex þrista í leikhlutanum og munurinn á milli liðanna fór mest í 21 stig eftir þriggja stiga körfu Vals Orra í stöðunni 76-55. Var það jafnframt mesti munurinn sem varð á milli liðanna í leiknum í kvöld. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 79-62, Keflavík í vil. Njarðvíkingar sýndu þó hetjulega baráttu í lokaleikhlutanum sem var þeirra besti af öllum fjórum fjórðungum en það var bara of lítið og of seint. Gestirnir unnu síðasta leikhlutan með fjórum stigum, 20-24, og lokatölur leiksins voru því 99-86. Afhverju vann Keflavík? Keflavík byrjaði leikinn betur og héldu frumkvæðinu í gegnum allan leikinn með öflugri liðsframmistöðu þar sem allir sem fengu mínútur náðu að koma með eitthvað framlag. Varamannabekkur Keflavíkur skilaði 30 stigum gegn aðeins fimm frá varamannabekk Njarðvíkur. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Basile, leikmaður Njarðvíkur, var stigahæsti leikmaður vallarins í kvöld en Basile gerði 27 stig ásamt því að gefa tíu stoðsendingar og taka fjögur fráköst. Alls 32 framlagspunktar hjá Basile. Hjá Keflvíkingum dreifðist stigaskorið örlítið meira, Eric Ayala var þeirra stigahæstu með 26 stig á meðan Valur Orri Valsson átti öfluga innkomu af bekknum og gerði alls 18 stig, þar á meðal nokkra mikilvæga þrista. Hvað gerist næst? Keflavík fer áfram í undanúrslit VÍS bikarsins þar sem Stjarnan, Höttur eða Valur bíður þeirra. Njarðvíkingar eru hins vegar úr leik. „Við jörðuðum þá orkulega“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki annað en verið ánægður með frammistöðu sinna leikmanna í kvöld. „Þetta var frábær liðssigur, margir að henda í púkkið og varnarlega vorum við mjög samstilltir. Það var virkilega gaman að sjá þetta,“ sagði Hjalti í viðtali við Vísi eftir leik. Þrátt fyrir nokkuð öruggan sigur þá var Hjalti stressaður á hliðarlínunni alveg til loka leiks. „Orkustigið hjá okkur var mikið meira en hjá Njarðvík. Við komum þannig til leiks að við jörðuðum þá orkulega. Mér leið samt aldrei þægilega með þennan leik þrátt fyrir að vera 20 stigum yfir, það var ekki fyrr en síðustu 30 sekúndurnar að ég fór að hugsa að við værum búnir að vinna þetta. Maður veit alltaf að þetta Njarðvíkur lið getur komið til baka.“ Valur Orri Valsson byrjaði á varamannabekk Keflavíkur í þessum leik og að öðrum leikmönnum Keflavíkur ólöstuðum átti Valur mjög flottan leik. „Valur var frábær í kvöld og það á báðum endum. Hann hefur átt erfitt uppdráttar í vetur en hann mætir þegar hann þarf að mæta,“ svaraði Hjalti aðspurður út í frammistöðu Vals Orra. Keflavík er komið í undanúrslit VÍS bikarsins sem verða leikinn í Laugardalshöll. Hjalti á enga óska mótherja en markmið liðsins eru skýr, að fara alla leið í úrslit. „Mér er alveg sama. Við erum allavegana á leiðinni í höllina og ef allt fer að óskum þá gætum við þurft að spila við tvö góð lið,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. „Maður verður að gefa þeim kredit“ Benedikt Guðmundsson er þjálfari Njarðvíkur.Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Keflavík í kvöld. „Það er ógeðslega leiðinlegt að vera dottinn úr bikarkeppninni. Það var draumur okkar að fá að mæta í höllina og leika þar þannig þetta er mikið svekkelsi,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik. Benedikt var vonsvikin með það hvernig sínir menn mættu til leiks en hrósaði andstæðingum sínum í hástert fyrir þeirra leik. „Það eru margar ástæður fyrir því [tapinu]. Mér fannst við vera full linir í fyrri hálfleik, við vorum ekki að spila eftir þeirri línu sem við eigum að vita að er í þessu húsi. Við vorum ekki að fara á vítalínuna á meðan þeir voru að komast á vítalínuna, við vorum ekki að frákasta á meðan þeir voru að pakka okkur saman í fráköstum,“ sagði Benedikt áður en hann bætti við. „Þetta var samt ekki bara allt hræðilegt hjá okkur, Keflvíkingarnir spiluðu líka frábærlega og stundum verður maður bara að hrósa andstæðingnum. Í þetta skipti á Keflavík bara gríðarlega mikið hrós skilið fyrir sína spilamennsku, þeir áttu geggjaðan leik. Þeir hittu gríðarlega vel og voru að hitta um 60% í þriggja stiga og voru að refsa okkur. Þegar við klikkuðum úr sniðskoti öðru megin þá fengum við þrist í andlitið hinu megin. Það er merki um frábær lið sem gera svoleiðis. Maður verður að gefa þeim kredit,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum