Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 14:37 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gæddi sér á vöfflu eftir að kjarasamningar voru innsiglaðir af sérstakri nautn eftir langa og stranga lotu undanfarna sólarhringa. Vísir/Vilhelm Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. Skrifað var undir kjarasamning Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna eftir langa og stranga samningalotu í Karphúsinu klukkan 13:00 í dag. Hann felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum og gildir til janúarloka 2024. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hrósaði samningsaðilum fyrir að hafa verið tilbúnir að höggva á hnútinn eftir að skrifað var undir samninginn í dag. Það sem mestu skipti væri að koma kauphækkunum til heimila landsins án þess að kalla fram viðbrögð Seðlabankans. „Á endanum erum við öll hér að róa í sömu átt. Verðbólga er of há og við viljum skapa tækifæri fyrir lækkandi verðbólgu á næstu misserum og að mínum dómi eru þessir kjarasamningar að leggja grunn að því. Að því leytinu til er ég afskaplega glaður með daginn í dag,“ sagði Halldór við fréttamann Vísis. Koma yrði í ljós hvort að Seðlabankinn spili með. Halldór sagðist sannfærður um að bankinn líti svo á að samningarnir styðji langtímaverðbólgumarkmið hans. Verja þá línu sem var mörkuð gagnvart þeim sem á eftir koma Stéttarfélagið Efling hefur vísað sinni kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara. Halldór sagði ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu og að hann vonaðist eftir að þeir gætu náðst fljótt. Markmiðið væri að ná samningum sem allir gætu unað vel við. Nokkur sundrung hefur verið á milli leiðtoga nokkurra helstu stéttarfélaga landsins. Eftir að Starfsgreinasambandið (SGS) skrifaði undir samning við SA fyrir rúmri viku sætti Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, gagnrýni frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Þau sögðu að SGS hefði ekki samið um nægilega miklar kjarabætur. Ummæli Halldórs í dag benda ekki til þess að Efling geti vænst þess að sækja meira gull í greipar SA en SGS og félögin sem sömdu í dag. Sagði hann að SA hefði markað afgerandi stefnu fyrir alla tekjuhópa með samningum síðustu tveggja vikna. „Að fólkið í landinu geti treyst því að þegar verkalýðsfélög undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins að við verjum þá línu sem þar er mörkuð gagnvart öllum okkar viðsemjendum sem á eftir koma,“ sagði Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Skrifað var undir kjarasamning Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna eftir langa og stranga samningalotu í Karphúsinu klukkan 13:00 í dag. Hann felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum og gildir til janúarloka 2024. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hrósaði samningsaðilum fyrir að hafa verið tilbúnir að höggva á hnútinn eftir að skrifað var undir samninginn í dag. Það sem mestu skipti væri að koma kauphækkunum til heimila landsins án þess að kalla fram viðbrögð Seðlabankans. „Á endanum erum við öll hér að róa í sömu átt. Verðbólga er of há og við viljum skapa tækifæri fyrir lækkandi verðbólgu á næstu misserum og að mínum dómi eru þessir kjarasamningar að leggja grunn að því. Að því leytinu til er ég afskaplega glaður með daginn í dag,“ sagði Halldór við fréttamann Vísis. Koma yrði í ljós hvort að Seðlabankinn spili með. Halldór sagðist sannfærður um að bankinn líti svo á að samningarnir styðji langtímaverðbólgumarkmið hans. Verja þá línu sem var mörkuð gagnvart þeim sem á eftir koma Stéttarfélagið Efling hefur vísað sinni kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara. Halldór sagði ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu og að hann vonaðist eftir að þeir gætu náðst fljótt. Markmiðið væri að ná samningum sem allir gætu unað vel við. Nokkur sundrung hefur verið á milli leiðtoga nokkurra helstu stéttarfélaga landsins. Eftir að Starfsgreinasambandið (SGS) skrifaði undir samning við SA fyrir rúmri viku sætti Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, gagnrýni frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Þau sögðu að SGS hefði ekki samið um nægilega miklar kjarabætur. Ummæli Halldórs í dag benda ekki til þess að Efling geti vænst þess að sækja meira gull í greipar SA en SGS og félögin sem sömdu í dag. Sagði hann að SA hefði markað afgerandi stefnu fyrir alla tekjuhópa með samningum síðustu tveggja vikna. „Að fólkið í landinu geti treyst því að þegar verkalýðsfélög undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins að við verjum þá línu sem þar er mörkuð gagnvart öllum okkar viðsemjendum sem á eftir koma,“ sagði Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30
Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01