Innherji

Vöxtur í fyrir­­­tækja­út­lánum í fjár­­mála­­kerfinu minnkaði um helming

Hörður Ægisson skrifar
Á sama tíma og dregið hefur úr vægi fyrirtækjalána í bankakerfinu þá hefur verið stöðug aukning slíkra lána hjá „öðrum fjármálafyrirtækjum“ á síðustu misserum og árum.
Á sama tíma og dregið hefur úr vægi fyrirtækjalána í bankakerfinu þá hefur verið stöðug aukning slíkra lána hjá „öðrum fjármálafyrirtækjum“ á síðustu misserum og árum. VÍSIR/VILHELM

Eftir að umfang fyrirtækjaútlána í fjármálakerfinu hafði aukist umtalsvert á fyrri árshelmingi hægði nokkuð á vextinum á þriðja ársfjórðungi. Útlán til fyrirtækja bólgnuðu þá út um liðlega 44 milljarða króna sem er helmingi minni vöxtur en hafði mælst á öðrum ársfjórðungi.


Tengdar fréttir

Heimilin bregðast við hærri vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð íbúðalán

Hækkandi vaxtastig til að reyna stemma stigu við mikilli verðbólgu hefur þýtt að heimilin eru núna í fyrsta sinn frá því í árslok 2017 að sækjast í meira mæli eftir verðtryggðum íbúðalánum en óverðtryggðum hjá bönkunum. Seðlabankastjóri hefur margsinnis varað við endurkomu verðtryggingarinnar á íbúðalánamarkaði, sem myndi meðal annars draga úr virkni peningastefnunnar, ef verðbólgan fer að festa sig í sessi.

Bankarnir hafa fimmfaldað útlán sín til fyrirtækja milli ára

Eftir vísbendingar um að það væri farið að hægja á miklum útlánavexti viðskiptabankanna til atvinnufyrirtækja í ágúst þá sýna nýjar tölur Seðlabankans að hann tók við sér kröftuglega á ný í liðnum mánuði. Á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs þá nema ný útlán bankanna til fyrirtækja samtals um 213 milljörðum króna borið saman við aðeins 44 milljarða á sama tímabili fyrir ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×